Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Síða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Síða 34
SIGURÐUR DRAUMLAND: verða hluti, er sláandi dæmi um aldarandann. Eiga kímnisskáldin þar ærinn efnivið til úr- vinnslu á ókomnum tímum. En má ekki þjóðin gera þá kröfu til okkar ó- neitanlega vel menntuðu verzlunarstéttar, að hún setji markið hátt í þessum efnum. Að hún setji alþjóðar heill ofar auðvirðilegum kaup- mangarahætti, sem elzt á fákænsku og fáfengi- legheitum fólksins. Lítið á allt jólaskrumið í blöðum og búðum. Slíkt er ómenningarvottur, meðan ekki er séð fyrir öllum æskilegum nauð- synjum almennings. Hér eru ríkislærðir fagmenn að spila á fákænsku manna og skammsýni. — Þetta er mölur í menningarviðleitni þjóðarinn- ar. Verkin tala hér áþreifanlega. Jólakaupa- æðið í fólkinu virðist vera eins og ólæknandi sjúkdómur, er útbreiðist með ofsahraða. Það er orðið, að því er virðist, stórflókið tækni- atriði, næstum vísindi á verzlunarsviðinu, að tæla fólkið til þess að kaupa allt sem nöfnum tjáir að nefna fyrir jólin. Enda er öll tækni nú- tímans til þess notuð. Allt í skjóli eldgamalla guða-sagna austur úr Asíulöndum. Hallast hér naumast á um menningu fólksins og málstað kaupmangaranna. Yfirlitið um störf sambandsþingsins, sem þú birtir í október-blaðinu, er býsna athyglisverð- ur. Það er óefað rétt hjá sambandsstjórninni, að leggja ekki fleiri mál fyrir þingið, en það getur gert sæmileg skil. Ályktanirnar, sem sam- þykktar voru og birtar í blaðinu, sýna og, að þessir fulltrúar sjómanna hafa vel opin augun fyrir því, sem er að gerast í okkar þjóðfélagi. Þeir hafa og bent á ýmislegt, sem betur má fara í málum, sem að sjómönnunum snúa. — Veldur ei sá, er varir. Það hefir verið stuggað all-rækilega við þeim, sem mestu hafa ráðið um rekstur síldarverk- smiðja ríkisins að undanförnu. Verður þeim það vonandi minnis stætt. Það er gott að menn viti, að allir sjómenn eru ekki alveg blindir á almenn störf landfólksins. Úr því að nú eru samtök hafin um að fylgjast vel með þessum mikilsverða rekstri, er vonandi að löggjafarnir komist að raun um, að bezt fer á því, að sjó- mennirnir hafi sjálfir hér hönd í bagga meira en verið hefir. Jæja, ritstj. góður, þetta er nú víst það helzta, sem ég vildi rabba við þig um. Þú sérð að ég er ekki í neinu hátíðaskapi. Þetta er ekki ann- að en aðfinnslur við náungann og útásetningar þó er engin komin enn um blaðið þitt. Ýmislegt þyrfti ég þó að segja við þig um það í góðu tómi, en það verður að bíða betri tíma. Ég hefi heyrt ávæning af því, að hálfgerð mjöl- di/ sjoliðans Himinti blár meö heiðu sólarauga liorfði á fjörbrot sjóliðans. Bryndrekinn á bárum sœvarlauga brann, í trylltum vígadans. Blinduð augu, burtu slitin tunga, brotnir kjálkar, rifið hold, kynntu helstríð hetjudrengsins unga, hnígins, langt frá œttarfold. Sœkja skyldi sigur móðurjarðar, sú var liugsjón foringjans, aðrar þjóðir haturs brandi barðar, bundnar oki liarðstjórans. Lífið sjálft var leitt að dauðans borði, lygin myrti sannleikann. Fláráð œtlun fylgdi hverju orði, fjörráð spennt um sérhvern mann. Það var sárt hve þyrnar allir stungu, þennan bjarta sumardag. Um vorblátt hafið vélanornir sungu vítisþrunginn rammaslag. ... Heim! — var óskin hinzta, sem hann greindi, hreint, í gegnum dauðans klið. Heima lífsins helgi fyrst hann reyndi. Heima beið hans skyldulið. Dapra stunda dauðaglíman stranga djúpri sorg í brjóstið hlóð. Feigðin breiddi fölvahjúp um vanga, flaut að grunni hjartablóð. Hugsjónin varð sverð er lífi svifti, sigurnökkvinn heljarfar. — Bylgjufallið bleikum faldi lyfti. Brotna skipið hné í mar. sníkja sé orðin í troginu hjá þér. Að upplagið sé orðið allt of lítið. Hvað ertu annars að tví- nóna, maður? Ertu ekki ennþá búinn að fá það inn í höfuðið á þér, að vel ritað sjómannablað, á hér mikla framtíð. Öllum almenningi er þeg- ar farið að skiljast, hve veigamikið starf sjó- mannsins er fyrir alla afkomu þjóðarinnar. — Honum er því áhugamál að vita hvernig vind- urinn blæs meðal sjómanna um ýms framfara- og menningarmál. Það er því ekkert áhorfsmál, að auka upplagið af blaðinu stórum, og koma því sem víðast. En ekki meira um það núna, „og farðu nú sæll“. Formaður. 34 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.