Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Qupperneq 1
SJÓMANNABLAÐIÐ
U I K IH 6 U R
ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FIS KIMAN N AS A M B A N D ÍSLANDS
VI. árg. 9. tbl. Reykjavík, sept. 1944
Halldór Jónsson:
Eitt er nanðsynlegt
Islenzka lýðveldið hóf glæsilega göngu sína.
Aldrei hefir nokkur lýðræðisþjóð látið jafn ótví-
rætt í ljós vilja sinn til sjálfstæðis eins og ís-
lenzka þjóðin gerði á þessu ári.
Stórveldi heimsins sem nú eru að ná því tak-
marki að sigra í styrjöld, sem ógnaði tilveru
þeirra, hafa látið fulltrúa sína votta íslenzka
lýðveldinu virðingu sína og hollustu um stuðn-
ing við frjálsræði þjóðanna.
Innlendir þjóðarleiðtogar hafa stigið á stokk
og strengt þess heit, að varðveita hið dýrmæta
hnoss og vinna á allan veg að velmegun þjóð-
arinnar.
Islenzka þjóðin hefir hlýtt í þögulli lotningu
á arnsúg hins nýja tíma, sem er að hefjast í
sögu hennar.
I þessu sambandi hefir hver stórviðburður-
inn elt annan. Islenzka ríkisbyggingin er út-
færð á fullkomnasta og bezta máta. Sendiherra-
skrifstofur eru settar upp erlendis. Islenzka
ríkið leggur milljón krónur til viðreisnarstarfs
þjóðanna eftir styrjöldina. Og ráðgert er að Is-
land leggi fram 13 milljónir króna til alþjóða
gjaldeyrisjöfnunarsjóðs og alþjóðabanka.
Það þarf engum blöðum um það að fletta,
hvernig hið unga íslenzka lýðveldi á að geta
risið undir þeim fjárhagslegu böggum sem búið
er og á að binda því. Þar verður sjávarútveg-
urinn að bera þyngstar byrðarnar eins og hing-
að til.
Og hvernig lítur svo út, þegar skygnst er um
í þeim ranni. Farþega- og flutningaskip Islend-
inga eru svo úrelt orðin, að þau verða ekki
rekin á menningarlegan mælikvarða öðruvísi,
en með milljóna tapi. En heppnist að græða á
fullkomnari leiguskipum, er það glæpsamlegt at-
hæfi gagnvart þjóðinni.
Stærstu fiskiskipin hafa stórlega týnt tölunni,
og þau sem eftir eru bíða sinnar öskuhaugstil-
veru strax og styrjöldinni lýkur og engin vissa
um nokkra endurnýjun í náinni framtíð, enda
nærri höggvið af hálfu hins opinbera, að gera
hana ómögulega.
Smærri skipin eru allflest, að örfáum undan-
teknum úrelt og fjárhagsgeta þeirra langflestra
verið á tæpasta vaði, svo hefði ekki hin dutl-
ungafulla síld, bjargað þeim við á síðustu stundu
í sumar, var algert hrun framundan. Svo segja
má að rekstur þeirra nálgist að nýju, happ-
drættis útgerðar fyrirkomulag.
Háttvirt Alþingi verður að standa við stóru
orðin, um viljann til úrlausnar vandamálum
nánustu framtíðar. Og þeir menn sem valdir
eru til forystu í þjóðmálum, verða að þroska
af sér þann hundeðlishátt, að standa gjammandi
og glepsandi hver að öðrum.
Eitt er nauðsynlegt. Alþingi er kemur sam-
an 2. sept. næstk. verður að mynda þingræðis-
lega ríkisstjórn, og sú stjórn verður í fyrsta
skipti í þingsögu síðari ára að vera eingöngu
skipuð þeim mönnum og studd af þeim mönn-
um, sem hafa vit og vilja til þess að efla stór-
kostlega íslenzkan sjávarútveg.
VlKlNGUR
233