Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Side 2
Hallgrímur Júlíusson:
Oft eru kröggur
í vetrarferðum
Vissulega er ekki ofsögum um það sagt, að ís-
lenzku sjómennirnir komist stundum í krappan dans
í ferðum sínum; en um fæstar þeirra hefir nokkuð
verið skráð.
Víkingi hefir nýlega borizt einkabréf frá íslenzk-
um skipstjóra til vinar hans á heilsuhæli hér. Segir
þar frá Englandsferð veturinn 1943, þegar ofviðri
geisuðu dag eftir dag og eftirminnilegir mannskað-
ar urðu hér við landið. Frásögn skipstjórans er
sönn og látlaus og vel þess verð að koma fyrir al-
menningssjónir.'
Vestmannaeyjum.
...
Þórður! Góði kunningi.
Mér er margt lagnara en að skrifa og semja
bréf og þið ég þig að taka viljann fyrir verkið
að þessu sinni.
Það, sem kom mér til að setjast við að
reyna að hnoða saman nokkrum línum var
það, að Klara heyrði það eitt sinn á þeim Önnu
og Systu, að þig langaði til að heyra um
hvernig okkur hefði gengið í túrnum, sem við
fórum um miðjan febrúar og mest var talað
um bæði hér og annarsstaðar, en sem betur
fór, fór vel að lokum fyrir alla aðila.
Ég skal geta þess að engin beinlínis hætta
var á ferðum fyrir gott skip, sem.og sýndi sig
í þetta skipti, að „Helgi“ er betra skip í sjó
að leggja, heldur en ég hef áður kynnst, og satt
að segja vissi ég ekki fyr sjálfur, hversu gott
skip hann er né heldur hve mikið mátti á hann
leggja. En eftir þetta veður, eða réttara sagt
þessa ferð, tel ég mig þekkja hann; og vildi
ég óska að ég fengi aldrei aftur slíkar stymp-
ingar við náttúruöflin á verra skipi en hann er.
Þú veizt hvernig ,,Helgi“ er innréttaður, svo
að ég þarf ekki að lýsa því fyrir þér, en ég
ætla . að segja þér hvernig hann var lestaður
áður en ég byrja að segja frá sjálfri ferðinni,
vegna þess að allskonar tröllasögur gengu um
allt vegna hleðslunnar. En það sanna var að
skipið lá nákvæmlega á hleðslumerkjum, þegar
farið var af stað. Hitt var rétt að við vorum
með þilfarslest og auk þennar höfðum við fisk
í lúkarnum. Þilfarslestinni var þannig komið
fyrir að um eitt hundrað venjulegra fiskikassa
var komið fyrir í göngunum, undir bátadekki,
og 40 kössum á lestarlúgu, og var sett góð
yfirbreiðsla yfir þá og borðum stillt upp um-
hverfis. Var þetta síðan vendilega bundið, bæði
með vírum og tói, og að öðru leyti var gert
„sjóklárt" eins og venja er, þegar skip leggur
upp í langferð. —
Nú get ég farið að byrja á sjálfri ferðasög-
unni og tek hana að mestu leyti upp úr dag-
bók skipsins, þó ekki í sama formi, því að
dagbókarfærsla er nokkuð þyrkingsleg og leið-
inleg aflesturs, og líkist meira „niður punkt-
un“ ræðumanna, heldur en venjulegu lesmáli,
og hér kemur nú loks frásögnin:
Aðfaranótt miðvikudagsins 17. febr. klukk-
an 2 lögðum við af stað frá Vestmannaeyjum
áleiðis til Englands. Veður var þungbúið og
allhvass vindur af vestri með dimmum snjó-
éljum öðru hvoru. Þegar út fyrir höfnina kom
reyndist vera töluverður sjór og braut úr
báru annað slagið, en ekki svo hættulegt væri
ef góð gát var á öllu höfð; eigi að síður var
siglt með hægri ferð á meðan dimmt var af
nóttu. 1 birtinguna fór veður heldur versn-
andi, var þó sett á fulla ferð en þó slegið af, ef
hættuleg brot sáust og sýnilega hefðu lent á
skipinu ef nægileg aðgætni hefði ekki verið
tdðhöfð. Gekk svona allan daginn til kl. 18;
þá fór að verða styttra á milli éljanna og kom-
inn rokstormur, en það sem verst var, var að
rindurinn gekk til á fjórum strikum, frá VSV
til VNV, gerði það sjóinn torfarinn, enda kom
fyrir að sjóir riðu yfir skipið, einkum í hryðj-
unum, sást þá ekki til sem skyldi og varð þá
mest að treysta á heyrnina, ef hægt væri að
greina fall sjóanna gegnum storminn, og áætla
fjarlægð og þunga þeirra eftir því. Klukkan
um 19.30 kom sjór þvert á skipið stjórnborðs-
234
VtKlNGUR