Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Síða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Síða 5
Osig u r Birgir Thoroddsen þýddi • Frh. frá síðasta blaði. Hinn 1. sept. flýtur skipið loksins aftur, en 2. þessa mánaðar skellur veturinn skyndilega á og nú réttu ári eftir að þeir festust í ísnum, liggur fyrir þeim ógnandi vetrardvöl í annað sinn. Þeir hafa að vísu farið krákustigi, en þó stöð- ugt færst með ísnum. I bezta mánuðinum, maí, hafa þeir rekið allt að 8 kvartmílum á dag. Yfir allan mánuðinn er vegalengdin um 100 kvartmíl- ur en það segir lítið. De Long reiknar út, að með þessu lagi mundu þeir verða sex ár að ná póln- um, og nú var rekið í fyllsta máta óreglulegt, stundum meira að segja beint til baka. 1 ágúst voru þeir því lengra í suðaustur en í maí, en ann- veturinn ráku þeir þó reglulega í norðvestur átt. Kuldinn er meiri en fyrri veturinn, oft á tíð- um kemst hann niður í 50 gráða frost, svo að kvikasilfrið frýs. Að öðru leyti líður þessi vetur eins og sá fyrri. Daunenhower er stöðugt veikur, önnur sjúkdómstilfelli koma fyrir, en engin lang-' varandi. Yfir höfuð er heilsufarið ágætt, sama er að segja um sinnið og samlyndið, og er það mótsetning við reynslu annara leiðangra, því hér var ásigkomulagið snöggt um betra en fyrra árið. Læknirinn segir að þeir séu raunalegir út- lits, en de Long bætir við: ,,Ég hugsa að enginn, sem búinn væri í 17 mánuði að lifa sliku lífi sem við, gegnum hættur, öryggisleysi, vonbrigði og tiibreytingarleysi, gæti annað en mótast af því.“ 1 miðjan maí 1881 finna þeir litla eyju, sem er það fyrsta af slíku tagi, er þeir hafa séð. „Það er þó til annað en ís i heiminum, leiðangurinn hefir orðið þess var, þó lítilf jörlegt sé“. De Long huggar sig við að skrifa þannig. Eyjuna nefna þeir Jeanetta eyju. Maður getur skilið að þeir hafa starað á hana, daginn út og daginn inn. Þegar til Fleetwood kom, eftir 6 og M> sólar- hring var okkur vel fagnað; fengum við 2 nýja lífbáta með fullkomnum útbúnaði, einnig var gert við það, sem úr iagi hafði farið, slegið í þilfarið, byggt undir flekann og fleira. Fiskur- inn seldist allur á hámarksverði, síðan var lestað og haldið af stað heim aftur, eftir tveggja daga viðdvöl. Ferðin heim gekk með ágætum og þóttust allir, okkur úr helju heimt hafa. Viku siðar finna þeir aðra svipaða eyju, hana kalla þeir Henriette eyju. Og svo reka þeir áfram án frekari viðburða. Skrúfísinn hefur ver- ið fult svo tíður þennan vetur, en venjulega ekki eins magnaður, og hefir ekki orðið að sök. Nótt og dag gengur dælan, sinn þumbaldalega leiða gang. Lekinn eykst ekki, og þegar næsta vor nálgast, virðist gæfan þeim hliðhollari. Það eru fleiri vakir við sjóndeildarhringinn heldur en sést hafa um langt skeið, og hinn 11 júní flýtur skipið, laust við ísál, sem myndast hefir. Gleði þeirra og eftirvænting er mikil, en kald- hæðni örlaganna slær þá aftur, harðara en nokkru sinni fyrr. Um morguninn hinn 12. júni, ryðst að þeim nýr og kröftugur skrúfís. Þegar á daginn líður verða þeir þess fullvissir, og í þetta skipti þolir skipið ekki átökin, og byrja því á að bjarga því sem bjarga má, öllu, sem að gagni má koma: Sleðum, bátum, tjöldum, fatn- aði, matvælum, byssum, verkfærum, sjókortum, minnisbókum og ótal mörgu öðru, er komið frá borði, því þrýstingurinn fór alltaf vaxandi. Menn tóku á sig náðir á ísnum þetta kvöld. Um mið- nætti vöknuðu þeir við að jakinn sprakk, svo að allt góss varð að flytja til. Kl. 2 gengu menn aftur til hvíldar, og kl. 4 sökk Jeanetta". Það er tæplega hægt að setja sig inn í tilfinningar þess- ara 33 manna, þennan morgun, sem þeir horfðu á skipið sitt hverfa i hljóðlátri kyrð niður um ísinn, með flagg við hún, skipið sem hafði verið heimili þeirra og skjól, yfir tveggja ára tímabil. Eftir 22 mánuða rek í ísnum stendur nú fyrir dyrum hættuleg og erfið ferð til baka. Það er að minnsta kosti 500 kvartmílur til næstu byggða á strönd Asíu, og vistaforði þeirra nægir aðeins í 60 daga. Þar til skipið sökk höfðu þeir alltaf von um að geta komist lengra til norðurs. En nú er aðeins um eitt að ræða: Frelsið — þrátt fyrir það að hart er að þurfa að snúa til baka á 77° 18' N.br. Skipið var yfirgefið æðrulaust, og svo var gerð skipulögð áætlun um ferðina til baka, skil- merkilega og blátt áfram. öllum farangri er deilt niður á 5 sleða og mönnum og hundum er skipt niður í flokka til að draga. Auk þess eru 3 stórir bátar teknir með. Fyrsti dagurinn á ísn- um er sunnudagur, þess vegna byrja þeir á að halda guðsþjónustu áður en lagt er af stað. Ferð- in verður erfiðari en þeir höfðu gert ráð fyrir. ísinn reynist næstum ófær, gljúpur og alstaðar eru vakir, pittir og smáar og stórar sprungur hér og þar. Hver flokkur út af fyrir sig, megnar ekki að draga sleða og báta, svo þeir verða að hjálpa hver öðrum, og selflytja hvað eftir annað. Oft verða þeir að fara 4—5 mílna króka til að komast 1 mílu áfrarh. Ef þeir koma að sprungum verða þeir að byggja ísbrýr yfir, eða nota stóra VÍKINGUR 237

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.