Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Qupperneq 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Qupperneq 8
Mitsuru Toyama Auðveldasta leiðin til skilnings á Japönsku þjóðinni er að kynna sér lífsferil Mitsuru To- yama, hins volduga hálfguðs, sem um langt skeið hefur verið litið upp til sem hins ókrýnda keisara landsins. Þessu til skýringar skal bennt á að þetta jafngildir því að Bandaríkjamenn teldu einhvern glæpamannaforingja hinn raun- verulega forseta Bandaríkjanna á bak við tjöld- in. Frá barnæsku hefur Mitsuru Toyama stund- að handiðn morðingjans án þess að gera minnstu tilraun til þess að fara dult með það. Öll hin mörgu félög sem hann hefur stofnað undir yfirskyni þjóðrækni og föðurlandsástar hafa aðallega lagt stund á morð og hriðjuverk. Enda þótt hann sé nú orðinn 89 ára gamall og hvítur fyrir hærum, ógnar hana sarnt hverjum stjórnarmeðlim Japansstjórnar, ei hann sýnir sig líklegan til þess að fara ekki að vilja hans. f þjónustu hans eru hundruð og þúsundir ungra æsingamanna sem reiðubúnir eru að drepa tafarlaust hvern þann mann sem hús- bóndinn fyrirskipar. Jafnvel Tojo, þorir ekki að ganga á móti vilja Toyama af því hann veit að það mundi kosta hann lífið. Það er að vísu ekki hægt að hugsa sér ungan liðsforingja fara inn á skrifstofu Cordells Hull utanríkisráðherra eða Stimsons hermálaráð- herra og annaðhvort drepa þá umsvifalaust eða neyða þá til að breyta um stefnu eða ákvörðun með hótunum. En nákvæmlega á þennan hátt hefur Toyama stjórnað Japan í full 40 ár. Eftir skipunum frá honum hafa ráðherrar, herfor- ingjar og flotaforingjar verið stungnir eða skotnir og ekki í eitt einasta skifti hafa yfir- völdin þorað að blaka við honum hendi eða vika- piltum hans, hvað þá meira. Toyama vakti fyrst á sér athygli árið 1877, en þá tók hann þátt í uppreisnartilraun undir forustu Saigos. Þeir biðu ósigur. Saigo risti sig á kviðinn en Toyama lét sér hvergi bregða en til hafði verið komist á (86° 14'). Það afrek með sínum mikla vísindaárangri var beinlínis byggt á ósigri de Longs. ,,Jeanetta“-leiðpngurinn er ekki aðeins ein- stætt dæmi fyrir okkur upp á mannlega sjálfs- þjálfun og þolgæði í fyllsta máta, heldur og glögg mynd af hve þýðingarmikill ósigurinn er fyrir framfarir mannkynsins, ENDIR hélt áfram á glæpabraut þeirri sem hann var byrjaður á, ekki þó sem uppreisnarmaður, því hann sá að það svaraði ekki kostnaði. Hann gerðist bófaforingi, reiðubúinn að ryðja mönn- um úr vegi fyrir ákveðna borgun. Þar eð hann var snillingur í þessari iðju frá byrjun þá tóku hernaðarsinnar og stríðsæsingarmenn hann og félagsskap hans brátt í þjónustu sína og undir þeirra vernd hóf hann ofsóknir gegn öllum þeim sem aðhyltust frið og siðsamlegar kenningar. Toyama tók öflugan þátt í því að koma á stríði við Kína árið 1894 og aftur við Rússa árið 1904. Eftir að hann var orðinn flugrikur vegna hins mikla herfangs sem féll í hans hlut í þess- um herferðum þá stofnsetti hann félagsskapinn Svarta drekann (hliðstætt t. d. Svörtu hönd- inni). Þessi félagsskapur breiddist út um gjör- vallt keisaradæmið. Fleiri „þjóðernissinna" félög spruttu upp eins og gorkúlur og brátt hafði Mitsuru Toyama vikapilta sína í hverri einustu borg og byggðar- lagi. Eftir fyrri heimsstyrjöldina varð Japan snortin af hugmyndum frelsis og mannréttinda og um tíma virtist þjóðin vera á góðum vegi til aukinnar siðmenningar. — Frjálslyndu öflin studdust við hugsjónir, en hernaðarsinnarnir höfðu Toyama og morðvarga hans. Árið 1930 var Hamaguchi forsætisráðherra skotinn til bana á skrifstofu sinni og árið eftir ruddist her- inn inn í Manchuríu. Friðarsinnar voru samt enn þá við líði og þess vegna reiddi Toyama aftur til höggs árið 1932. Inouge fjármálaráðherra og Takuma greifi, höfuð Mitsui-ættarinnar voru allir mýrt- ir. Árið 1935 gerðu Japanskir herir innrás í Kína og stríð varð óumflýjanlegt. Fjöldamargir heiðarlegir og vitibornir stjórnmálamenn mynduðu samtök til þess að hnekkj a veldi hern- aðarklíkunnar. Meðlimir Svarta Drekans i hernúm myrtu þá á báðar hendur með þeim fá- dæmum að um grimd og vald Toyama varð ekki lengur efast. Fjórir ráðherrar voru myrtir, en forsætisráðherrann slapp undan eingöngu vegna þess að morðingjarnir skutu mág hans í staðinn fyrir hann í misgripum. Toyama tók sig nú til og gerðist talsmaður allrar þjóðarinnar. Hann heimtaði samvinnu allra Austur-Asíu- þjóða og að hinir hvítu „villimenn“ skyldu hypja sig á brott. Þar næst var þess krafist að samið yrði við Þýzkaland og Italíu til undirbúnings stríði við Bandaríkin og Bretland. Konoye prins og Hir- auuma innanríkisráðherra tóku afstöðu gegn hernaðarsinnum og héldu því fram að Japan hefði þá þegar nóg að gera í Kína. Fólkið af- 240 VlKlNGUK

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.