Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Side 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Side 11
fá landgönguleyfi eða frí, ættu á öllum skipaaf- greiðslum að vera kunnugir menn, sem færu um borð í skipin og fylgdu farmönnunum í land og leiðbeindu þeim á bezta hátt inn á brautir góðu, hollu og skemmtilegu æfintýr- anna, en forðuðu þeim jafnframt frá hinum vondu, óhollu, er slæmar afleiðingar hafa í för með sér. Kaffihúsin, kvikmyndahúsin, danshúsin og aðrir staðir uppi i bæjunum er ekki síður skemmtileg en knæpurnar niðri við hafnirnar, sem fyrst verða fyrir augum farmannsins er hann stígur á land. Siðfágunin er venjulega meiri —að minnsta kosti á yfirborðinu — á skemmtistöðunum lengra frá höfnunum. Far- menn hafa venjulega góð ráð á að kaupa sér falleg föt og vera snyrtilega til fara og fyrir þær sakir geta þeir og eru eins velkomnir á hina svokölluðu ,,fínni“ staði. Flestir yngri sjó- menn munu fremur vera hreyknir af því að geta sagt frá að þeir hafi verið á ,,fínum“ stað uppi í bæ, þegar þeir fara að segja skips- félögunum æfintýri kvöldsins, er þeir voru í landi í fyrsta sinn í ókunnri höfn. Með leið- sögn skemmtilegs og kunnugs mann er leið- beindi ungu farmönnunum á holla og fróðlega skemmtistaði, mundu þeir tæplega vilja skipta á skemmtuninni sem fáanleg er á knæpunum niðri við hafnirnar, þótt þeir litu þar inn ein- hverntíma síðar. Það eru fyrstu viðtökurnai’ og fyrstu kynnin af lífinu í æfintýralandinu margþráða, sem varanlegustu áhrifin hafa. Þess vegna veltur á miklu og getur haft varan- leg áhrif æfilangt, hvernig fyrstu móttökurnar verða. Þegar ferðamaðurinn fer í fyrsta sinn að heiman úr foreldrahúsum eða frá öðrum vin- um og vandamönnum, mun ásetningur hans vera sá að koma heim síðar, meiri maður en hann var þegar hann fór að heiman. Foreldr- ar, og einkum mæðurnar óska honum allra heiila og blessunar af fullri einlægni. Að sjálí- sögðu vildu þær mikið vinna til og leggja mikið á sig ef nokkur ráð væru til þess að veita honum leiðbeiningu til hins betra, þeg- ar hann stígur fæti sinum á land í ókunna landinu, sem ferðin er heitin til. Þess hefur ekki verið kostur fyrir íslenzka mæður hingað til. Þotta þarf og á að breytast. Ég efast ekki um að íslenzk stjórnarvöld og skipaeigendur séu fús til þess að leggja þessu máli mikilsvert liðsinni. En þau þurfa að fá ráð góðra velviljaðra og reyndra manna í þess- um efnum. Slíkir ráðunautar eru nú til þar sem eru skipstjórar Eimskipafélags íslands og vélstjórar, sem nú eru hættir siglingum og munu hafa sæmilegan tima til undirbúnings VfKINGVR 50 ára prófafmæli Ólafur E. Thoroddsen átti 18. apríl þ. á. 50 ára prófafmæli frá Stýrimannaskólanum, tók hann próf 18. apríl 1894. Skólabræður hans voru Bergur Jónsson, Björn Sveinsson og Stefán Þórðarson, en þeir eru allir látnir. Var þetta annar árgangur skólans. Ólafur var formaður um 25 ára skeið og var þá með þessi skip: Kára frá ísafirði, Þráinn frá Isafirði sem Skúli Thoroddsen átti að hálfu móti Guðmundi Oddssyni Skutulsfirði, „Vatns- eyrina“ frá Patreksfirði er Sigurður Bachmann átti, „Lull“ Bíldudal og „Sösvalen“ og „Gríms- ey“ frá Patreksfirði sem Pétur Thorsteinsson átti, „Idu“ frá Patreksfirði eign Ólafs Jóhann- essonar o. fl. og „Pollux“ frá Patreksfirði, eign Ólafs Thorlaciusar o. fl. Ólafi farnaðist vel á sjónum, aflamaður vel í meðallagi og stundum hæstur og varð aldrei fyrir neinu sjóslysi. Hann er nú sestur í helgan stein og dvelur nú ásamt konu sinni hjá syni þeirra, Einari Thoroddsen skipstjóra. En þau hjónin höfðu eignast sjö syni og sjö dætur, allt mannvænleg börn. slíku starfi er hér hefur lauslega verið drep- ið á. Eftir 6—7 ára siglingastarf getur farmaður, sem notar frístundir sínar vel, orðið vel mennt- aður og viðsýnn maður, með fjölþætta þekk- ingu á ýmsum mikilsverðum málum og í raun- inni miklu menntaðri, en sá sem jafnlangan tíma hefur stundað nám á skólum landsins og er ekki með þessu á neinn hátt gert litið úr íslenzkri skólamenntun. Ég er sannfærður um, að mæður sem eiga unga syni í förum landa á milli séu fúsar til að veita þessu máli mikilsverðan stuðning og ef þær á annað borð fylgja því eftir, mun ekki líða á löngu þar til framkvæmdir verða hafnar. J. E. B. 243

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.