Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Page 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Page 13
KTINNI Togarinn Sargon frá Grimsby, sem strandaði í Engey við Reykjavík, á árunum fyrir stríðið, var árið 1928 á veiðum í landhelgi við Murmanskströnd- ina. Kom þú rússneskt varðskip, en það var farið að dimma, og með því að slökkva öll ljós og stýra alltaf sitt á hvert borð, komst ,,Sargon“ undan. En skipið lenti þá í versta ofveðrinu er skipstjórinn nokkru sinni hafði hreppt, og þrem dögum síðar voru allar vistir þrotnar nema ísfiskur og höfðu skipsverjar hann einan til matar eftir það. Skömmu seinna voru kolin þrotin líka og var þá fyrst brent borðum, stólum og bekkjum, en síðan öllu sem tré var og stóð loginn stundum upp um reykháfinn. Náði ,,Sargon“ með þessu móti að lokum höfn. * Svo stóð á að ung kona var að baða barnið sitt, kom þá til hennar lítil stúlka, dóttir nágranna- konunnar, og horfði á þessa athöfn með mestu at- hygli. í hendi sinni hélt litla stúlkan á brúðu, sem af var slitin önnur hendin, annar fóturinn og að öðru leyti illa leikin. „Hve lengi hefur þú átt barnið?“ spyr hún kon- una. „Þrjá mánuði“, segir konan. „Enn hvað þú hefur farið vel með hana!“ segir litla stúlkan sýnilega undrandi. * Kaþólskur kaupmaður við búðarþjóninn: „Tómas, ertu búinn að hnoða margarine í smjörið?“ „Já“. „Ertu búinn að setja sand í púðursykurinn?" „Já“. „Ertu búinn að rekja af tóbakinu?“ „Já“. „Komdu þá að biðjast fyrir“. „Ég veit af kvenmanni, sem heldur að maðurinn sinn sé fullkominn". „Nú, það hefur verið brúðurin, sem var að ganga út úr kirkjunni áðan“. * Maður nokkur hafði hlaupið burtu úr vist. Var honum stefnt fyrir sýslumann, bar hann það fyrir sig að hann hefði fengið svo slæman mat. „Ekki er það næg ástæða", sagði yfirvaldið. „Nei, það getur verið“, sagði maðurinn. „Ég ætl- aði líka að vera kyrr. En þegar niðursetningurinn dó, og bóndinn lét í snatri senda eftir tveim kílóum af salti, þá vildi ég ekki vera lengur“. VÍKINGUR og fer oft þannig eins og sjá má hér, að stormur og sjór, liefir brotið bátana í spón. Kennarinn: Hver heldurðu að hafi verið mestur lygari hér á landi? Drengurinn: Ég hef heyrt menn nefna Mörð, en þeir þekkja víst ekki Daða bróður minn. A: Veistu af hverju flugvélin sagði pass? B: Nei, ekki veit ég það. A: Ja — eg veit það ekki heldur. En ég veit af hverju hún gat ekki sagt solo eoleur. B: Því þá það? A: Það var af því að hún hafði engan spaða. * Það var verið að hlýða dreng yfir söguna um hinn miskunnsama samverja. „Af hverju heldurðu að Fariseinn hafi litið á manninn, sem hafði verið rændur og svo haldið leiðar sinnar“, spurði kennar- inn. „Hann hefur séð að ekki var meira af honum að hafa“, svaraði drengurinn. * Maður nokkur sá laglega stúlku unó borð í Esju, milli hafna, og langaði til að komast í kynni við hana. Hann gekk að henni, tók ofan og heilsaði. „Mér finnst ég hafa séð yður einhversstaðar“, sagði hann. „Það er ósköp sennilegt“, sagði stúlkan, „því ég hefi afar oft verið einhversstaðar". * Orðið „margarine" er dregið af gríska orðinu Margarites (perla). Þegar horft er á smjörlíki í smásjá, er það eins og að sjá á perluhrúgu. * Tíminn eyðist með ástinni, og ástin eyðist með tímanum. * FRÚIN: Vinnukonunni hefur orðið á það óhapp að eyðileggja eftirréttinn. Þú verður að láta þér nægja koss í staðinn. MAÐURINN: Ágætt, segðu henni þá að koma. 245

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.