Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Síða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Síða 16
Úrlög brit/gskipsins Pollg Eftir RALPH D. PAINE. Jens Benediktsson íslenzkaði. Gufuvélar og mótorar hafa ekki enn bolað l>urtu af sjónum þeim skipum, sem hafa háar siglur og nota vindinn til þess að komast milli liafna. Og þegar glampar á hvít segl þessara skipa, minnist rnaður allra þeirra alda, sem seglin voru það eina, sem knúði gnoðirnar um hin brúnaþungu höf. Vinnan var að vísu hörð á seglskipunum og vistin oft ill, en með hverri kynslóð tóku skipin sjálf framförum, urðu eins fullkomin og orðið gat. Beztu dagar seglskip- anna lifa í minningunum, vafðir í æfintýra- Ijóma. Hið eilífa laðandi kall hafsins heyrðist í strengdum j'eiða þeirra, og enn getur ekki feg- urri sjón en segl við sjóndeildarhring á sól- björtum morgni. Fyrir hundrað árum voru skipasmíðar stund- aðar við svo að segja hvern vog og hverja vík í Nýja Englandi, og skip þessi voru síðan í sigl- ingum til Vestur-Indía og jafnvel til Evrópu, eða hinna dularfullu hafna í Austurálfu. Þau voru í stöðugri hættu vegna sjóræningja og vík- inga, en skipverjarnir börðust eins hraustlega við slíka menn, eins og storma og stórsjói. Eng- ir vitar voru á ströndum, engin kort höfðu ver- ið gerð yfir stór svæði, sem siglt var um, en ekki var það sett fyrir sig. Skipsströnd voru daglegt brauð, og eklci þótti mikið að vera á reki á hafi úti eða að vera skolað í land á ó- kunnri strönd. Það getur verið, að þér getið ímyndað yður briggskipið Polly, eins og það var, er það lét úr höfn í Boston í desember 1811, á leið til Santa Cruz með timbur og saltaðan mat handa þrælunum, sem þar unnu á sykurekrunum. Skip- ið var aðeins 130 smálestir að stærð og varla meira en 80 fet að lengd. Ekki var laust við að Polly væri dálítið klunnaleg til að sjá, enda hafði hún verið smíðuð uppi á ströndinni af mönnum, sem höfðu skipasmíðar að nokkurs- konar dægrastyttingu, meðan ekki gaf á sjóinn, og ekki þurfti neitt að ráði að sinna búverkum. Nú á dögum eru skip af svipaðri stærð og Polly venjulega skonnortur, briggskipin eru orðin úiælt, eins og svo margar tegundir ann- arra skipa, sem eitt sinn fylltu hafnirnar og toguðu þar í festar. En Polly hafði rær á báð- um siglutrjám, og kuldalegt verk var það og erfitt að rifa toppseglin í ósjó og stormi. Polly var ekki að reyna að setja nein hraðamet í ferð- um sínum, hún fór sér hægt, og þegar livessa tók, voru seglin tekin saman. Á ferð þeirri, sem hér segir frá, var skips- höfnin fámenn, Cazneau skipstjóri, stýrimaður, fjórir hásetar og matsveinn, sem var Indíáni. Tveir farþegar voru á skipinu, „Herra Hunt og 9 ára gömul negratelpa.“ Við vitum ekki nokk- urn skapaðan hlut um þenna herra Hunt, en liklega hefir hann verið í verzlunarerindum, en það er einkennilegra með negrabarnið, og verð- ur ekki skýrt, hvernig á því stóð, þessari litlu veru, sem maður sér augnablik bregða fyrir á úthafi örlaganna. Eftir fjögurra daga siglingu frá Boston, hafði Polly komist klakklaust framhjá hættu- legum sandrifjum við Cape Cod og hinurn við- sjárverðu klettarifjum við Georgseyjar. Sjó- menn voru alltaf þakklátir, þegar þeir voru vel lausir við Cape Cod-grynningarnar, sem höfðu orðið mörgu skipinu að grandi, já, meira að segja þrem stórum og fallegum skipum sama daginn einu sinni. Polly stefndi nú til suðvesturs inn í hinn hlýja og milda sjó Golfstraumsins. Hugur skip- stjórans hafði létzt mjög af áhyggjum. Ekkert brezkt herskip hafið komið í augsýn, en þau voru þá á sveimi fyrir ströndum Norður-Amer- íku, til þess að hremma amerísk verzlunarskip, og átti þetta eftir að verða upphaf ófriðar nokkrum mánuðum seinna. Mörg ferð var til einkis farin og margt skipið varð að snúa við, vegna þess að Bretar rændu mönnum af því til þjónustu á herskipum sínum. Þetta var öld, þeg- ar valdið var sama sem réttur á sjónum. Stormurinn, sem skall yfir hriggskipið Polly, kom af suðaustri, þegar það hafði verið skem- ur en viku á leiðinni til Santa Cruz. Að missa siglurnar var ekkert óvenjulegt, og ekki heldur þótt skipið yrði lekt. En örlög briggskipsins Polly voru að öllu frábrugðin því sem komið hafði fyrir önnur skip í svipuðum kringumstæð- um. Skipshöfnin á Polly minnkaði seglin, er stormurinn nálgaðist. Þeir voru engir græningj- ar þessir menn, allt þrautreyndir sjómenn. Ofsastormurinn skall yfir þá um niðdimma nótt. Þeir reyndu að leggja skipinu til drifs, en það VlKINGVR 248

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.