Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Side 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Side 17
tókst ekki. Vindurinn svifti seglunum frá rán- um. Leki fór að koma að skipinu og bráðlega var mikið vatn komið í lestarrúmið. Polly lak eins og sáld. Og verra var enn eftir. Um miðnætti kastað- ist skipið á hliðina og þar lá það og öldurnar gengu yfir það. Skipsstjórinn, stýrimaðurinn, hásetarnir fjórir og kokkurinn héldu sér ein- hversstaðar í reiðann og harðneituðu að gefast upp fyrir hamförum Ægis. Einhvern veginn fundu þeir öxi og tóku að höggva á siglur og stög í þeirri veiku von, að skipið rétti sig ef möstrin færu. Þeir hjuggu og hjuggu, við og við komu þeir upp úr sjónum til þess að draga and- ann, en að lokum losuðu þeir sig við bæði siglu- trén og rétti þá skipið við. En öldurnar brutu á skipinu eins og kletti um flóð, það var þegar orðið mjög djúpskreitt. Að lokum rann dagurinn upp. Enn hafði eng- inn farizt af skipshöfninni og fór hún nú að leita að farþegunum, sem verið höfðu í káetunni. En hún var full af sjó, og hr. Hunt horfinn á- samt öllum sínum vandamálum, en telpan hafði klifrað upp í gluggann í káetuloftinu og hélt sér þar, eftir að sjórinn fylti klefann. Glugginn var brotinn og telpan dregin út, og reynt að búa henni skjól úti við borðstokkinn, en hún lifði aðeins fáeinar klukkustundir. Ekki vildi Polly sökkva, en rak þarna eins og hvert annað flak fyrir straumum og vindi, en sjö menn börðust af öllu þreki sínu við dauðann og báðu þess að þeim bærist hjálp. Að lokum lægði vindinn og skipsflakið rak út á Atlantshafið. Skipshöfnin hafði til matar hrátt, saltað svínakjöt og nautakjöt, en annað ekki. Þeir náðu nokkrum tunnum af þessu úr farminum. Vatnskútur var einn heill og var í honum sem svaraði 30 gallónum vatns. Aðrar vatnsbirgðir höfðu eyðilagst í ofviðrinu. Salt- kjötið æsti upp þorsta skipsmanna. 1 tólf daga tugðu þeir lyjötið salt og hrátt, en þá tókst mat- sveininum, Indíánanum, sem hét Moho, að tendra eld, með því að núa saman tveim spýtum, eins og forfeður hans höfðu gert, er þeir kveiktu eld. Mikið erfiði kostaði það, og ekki kvaðst hann viss um að hann gæti endur- tekið það afrek, nema kringumstæðurnar væru algerlega hagstæðar. Eldhúsið var örlítill klefi, sem bundinn var niður á þilfarið og hafði ekki farið fyrir borð. Nú var gert við hann og lagt heldur hressilega í ofninn, sem notaður var til að sjóða á. Var nú hægt að sjóða kjötið, og þeir öorðuðu líka mjög vel, þar sem þeir vissu ekki annað en 100 tunn- ur i viðbót væru í lestinni. Þeir höfðu nefnilega ekki komist að því, að skutur skipsins var brot- VÍKINGUR inn, og sjórinn hafði tekið allt, sem í afturlest- inni var nema nokkuð af viði. Vatnið entist 18 daga, með því að skammta sparlega. Svo komu regnskúrir við og við, og var þá regnvatninu safnað saman eins og hægt var. Eftir að hafa verið á reki í 40 daga, höfðu þeir etið kjötið gjörsamlega upp. Polly rak austur á bóginn fyrir vindi og straumum hægt og rólega og stefndi heldur í suðurátt, þar sem flakið lenti í straumi, sem liggur yfir Atlants- hafið í boga til suðausturs í stefnu á Guineu- flóa í Afríku. Flakið rak þannig af siglingaleiðunum til Evrópu og út á þau hafssvæði, sem því nær aldrei var siglt um, og þar að auki inn í hita- beltissvæðið. Sólin skein stundum dögum saman brennandi heit frá heiðum himni, og eins langt og augað eygði var ekkert að sjá nema enda- laust hafið. Að vísu var aðeins örlítill möguleiki fyrir því, að þrælaskip færu þessa leið, hásigid, hraðskreið með sinn hryllilega farm milli þilja. En það þurfti nú ekki að vera alveg víst, að skipverjar á skipi sem færi hjá, kæmu auga á flakið, sem rétt maraði á yfirborðinu. Skipverjarnir á Polly störðu upp í bláan, heitan himin, sem ekki gaf dropa af regni. Þeir höfðu þrek til þess að byggja sér skýli úr timbri á þilfarinu, en hve nær sem nokkuð varð að veðri, urðu þeir samt holdvotir, því þá gekk stöðugt yfir skipið. Þegar fimmtíu dagar voru liðnir frá því að skipið fékk áfallið, voru hinir sjö menn enn allir lifandi, en skömmu síðar veiktist stýrimaðurinn og dó. Félagar hans voru hissa á þessu, þar sem hann hafði verið hraust- astur og harðgerðastur þeirra allra. Sá næsti, sem lézt var ungur maður, sem eins og stýrimaðurinn hafði verið fiskimaður í mörg ár. Hann dó viku á eftir stýrimanninum. Rétt á eftir komu dynjandi regnskúrir og björguðu um skeið þeim sem eftir lifðu, en auk þess lán- aðist þeim að veiða hákarl með því að koma snöru utan um sporðinn á honum, þegar hann var að sveima í kringum skipsskrokkinn. En eitt var víst, og það var það, að ef ekki fengist nægilegt vatn einhvern veginn, þá væru allir á Polly dauðans matur. Skipstjórinn virðist hafa verið framúrskar- andi ákveðinn og úrræðagóður sjómaður. Hann hafði óbilandi vilja á því að lifa og það var hann sem hélt lífsneistanum í skipverjum sín- um. I hvert skipti sem einhverjum fannst hann hafa til þess nægilegan þrótt, voru þeir að leita í sjónum í káetu og lest í örvæntingarfullri von um að finna eitthvað, sem þeir gætu liaft gagn af. Þeir náðu í teketil úr járni og skannnbyssu sem skipstjórinn átti. Var hún með tinnulás. í stað þess að kasta þessu skrani, settist skip- 249

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.