Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Síða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Síða 19
Um hvað er talað Sjómannaskólinn. Borgarstjóri Reykjavíkur gat þess í ræðu sinni á sjómannadaginn síðasta, að nýja sjó- mannaskólanum sem verið er að byggja hefði verið úthlutað hin glæsilega byggingarlóð á Vatnsgeymishæðinni meðfram vegna þess að Reykjavík væri svo mikill sjómannabær, hefði því þótt vel við eiga að þetta framtíðar musteri sjómannanna í andlegum og verklegum efnum stæði þar, sem mest bæri á því, hvaðan sem lit- ið væri og minnti þar með landslýðinn og ferða- ekki hægt að ganga úr skugga um, en að lokum sieppti það tökum sínum á flakinu og það rak aftur út á hið opna Atlantshaf. Flakið á Polly rak nú á slóðir, þar sem meiri von var siglinga, og nálgaðist leiðir þær, er Austur-indíaskipin fóru, en segl sumra þeirra sáust frá Polly, blika langt út við sjóndeildar- hringinn og hverfa eins og sýn. Júnímánuður kom, og þá var flakið af Polly farið að nálgast Kanaríeyjar og hafði þá rekið um 2000 mílur. Vorið var liðið hjá heima í Nýja-Englandi og fyrir löngu hafði verið álitið að briggskipið hefði farizt með allri áhöfn. — Svo var það þann 20. júní, að skipstjórinn og félagi hans, sem fyrir löngu litu út eins og villimenn, sáu þrjú skip, sem virtust öll stefna í átt til þeirra. Þetta var á 28. gr. Nbr. og 13. gr. Vesturlengdar, og ef litið er á kort, þá sést að ekki hefði liðið á löngu unz flakið hefði strandað á Afríkuströndum. Og nú stefndu hvorki meirané minna en þrjú skip á þetta öm- urlega flak og ekki urðu skipverjar lítið hissa er þeir sáu menn á ferli á þiljum hins siglu- lausa fars. Skipstjóri skips þess er næst kom, kallaði yf- ir á Polly, en sá er þar réði fyrir, gat ekki svar- að. Hann sat grátandi á þilfarinu. Þótt hann væri engin kveifa, sagði hann þó, að þetta hefði verið erfið ferð. Báti var skotið frá skipi, sem hafði enska fánann uppi og fáeinum mínútum seinna voru þeir Cazneau skipstjóri og Sarnuel Baker háseti af Polly komnir um borð í hið góða skip „Fame“ frá Hull. Það var þá upp á dag sex mánuðir síðan Polly fór á hliðina og missti siglurnar. Hér fellur tjaldið. Menn vita ekki hvað um tvímenningána varð, að öðru leyti en því að þeir komust til heimkynna sinna, eftir að þeir höfðu fengið ágæta aðhlynningu í skipinu, sem bjarg- aði þeim. Líklega hafa þeir bráðlega lagt á sjó- inn aftur. — menn, til bæjarins á sjó og landi, á þá staðreynd að velgengni Reykjavíkur hvílir í undirstöðu- atriðum að minnsta kosti, fyrst og fremst á sjónum, þ. e. fiskveiðum, verzlun og siglingum. Eitthvað líkt þessu mun hann hafa sagt. Nýji sjómannaskólinn, lóðin sem hann stendur á og ræða borgarstjórans sýna það, að stundum er munað eftir því hér á landi að til er nokkuð sem heitir sjómenn, fiskveiðar, verzlun og siglingar og að það er hreint ekki svo vitlaust eftir allt saman fyrir hið opinbera að gefa þessu ein- hvern ofurlítinn gaum, til annars en skatta- álagningar, jafnvel styrkja uppfræðslu sjó- manna með milljóna framlag úr ríkissjóði. Veizlan á Borg. Enda þótt allt virðist benda til þess að nú sé í þann veginn að rakna úr fyrir sjómönnum í skólamálum og það sem um munar, þá er þó langt frá því að þeim og þeirra málefnum sé alltaf sá gaumur gefinn sem málefni standa til. Eitt gleggsta og nýjasta dæmi þess er Lýðveld- isveizlan á Hótel Borg, sem haldin var, eins og vera bar, til heiðurs sendifuhtrúum hinna er- lendu ríkja, sem styrktu okkur til stofnunar lýðveldisins og til þess að fagna fengnu frelsi undan margra alda erlendri áþján og yfir- drottnun. Farmanna- og fiskimannasamband Islands hefur nú starfað hér um nokkur ár og látið flest eða öll málefni sjávarútvegsins til sín taka. Það samanstendur af um 15 stéttar- félögum yfirmanna á íslenzka skipastólnum, samt var enginn fulltrúi frá þessu sambandi viðstaddur veizluna á Borg, auðvitað af þeirri einföldu ástæðu að engum var boðið. Hvernig stendur á þessu var þetta af gleymsku eða þótti meiri ástæða til að bjóða þangað öllum öðrum en sjómönnum, vegna þess að mikilvægur atburður var að gerast. Ef svo hefur verið, sem vonandi er ekki, þá skal minnt á það að ekki er annað vitað en að sjómenn hafi fylgt þeim mönnum að málum sem börðust skelegastri baráttu fyrir sam- bandsslitum við Dani og fullu frelsi landsins og víst er um það að engir undanhaldsmenn voru F armannasambandsmeðlimirnir. En þó sjómennirnir hafi gleymst við þetta tækifæri þá gleymdust hvorki þeir né það, að til er nokkuð sem heitir skip, þegar hinn ný- kjörni og vinsæli þjóðhöfðingi fer í fyrsta sirin í ferðalag til að heilsa upp á landslýðinn. Gera má ráð fyrir að sjómannastéttinni sé það ljúft að menn úr hennar röðum voru vald- ir til að greiða fyrir þessu þýðingarmikla ferða- lagi, en skemmtilegra hefði þó verið ef munað hefði verið eftir þeim líka þegar frelsinu var fagnað á Hótel Borg. G. VÍKINGUR 251

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.