Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Side 20
Gróði Eimskipafélags
Islands
Svar frá H.f. Eimskipafélagi fslands við grein-
argerð Viðskiptaráðs viðvíkjandi ákvörðun
farmgjalds.
Skömmu fyrir lýðveldishátíðina birti Við-
skiptaráðið í blöðunum greinargerð fyrir því,
að farmgjöld í Ameríkusiglingum voru ekki
lækkuð meira en gjört var síðastl. ár og síðan
ekki fyr en 12. maí þ. á. frá 9. s. m. að telja.
Vér höfum talið rétt að draga að svara
greinargerð þessari þar til hátíðarvíman væri
um garð gengin, enda þurfti talsverða athug-
un á bókum vorum vegna svarsins. (Letur-
breytingar í svari þessu eru gjörðar af osá).
Vegna hinnar góðu afkomu félags vors síð-
astl. ár, hefur Viðskiptaráðið talið þess þörf
að afsaka, að það lækkaði ekki farmgjöldin
fyr og meir en gjört var.
En um leið og Viðskiptaráðið afsakar sig í
þessu efni hefur það talið rétt að saka félag
vort um, að það hafi gefið Viðskiptaráðinu
óábyggilegar skýrslur og áætlanir og að félag
vort hafi, í þeim tilgangi að leyna óvenjuleg-
um hagnaði, leynt ráðið upplýsingum, sem það
hafi beðið um.
Vér teljum allar þessar þungu ásakanir Við-
skiptaráðs algjörlega rangar og skulum nú
sýna fram á að svo sé.
Innihald greinargerðar Viðskiptaráðs er
raunverulega um tvö atriði:
Fyrra atriðið er hækkun farmgjaldanna pr.
8. maí f. á.
Síðara atriðið er það, að lækkun farmgjald-
anna pr. 1. jan. þ. á. var ekki meiri en að færa
50% hækkunina frá maí niður í 30% hækkun
og farmgjöldin síðan ekki lækkuð fyr en 12.
mai þ. á. frá 9. s. m. að telja.
Um fyrra atriðið, farmgjaldahækkunina pr.
8. maí síðastl. ár er fyrst og fremst það að
segja að hún fór fram samkvæmt málaleitun
frá félagi voru í febrúarmánuði f. á. Krafðist
Viðskiptaráðið þess að fá upplýsingar, sem
sýndu að þörf væri hækkunar farmgjaldanna.
Sendum vér því Viðskiptaráðinu mjög ítarleg-
ar skýrslur og áætlanir, eftir því sem oss var
frekast mögulegt. Þess varð fljótlega vart að
Viðskiptaráðið vildi ekki byggja ákvarðanir
sínar á þessum skýrslum og áætlunum vorum.
Vér óskuðum þá eftir því að fá að vita hvaða
atriði það væru sem Viðskiptaráðið teldi röng,
en fengum engin fullnægjandi svör.
Viðskiptaráðið fékkst því ekki til þess að
byggja á umræddum skýrslum vorum og áætl-
unum. I bréfi til vor, dags. 20. maí f. á., segist
ráðið ennfremur hafa byggt á „öðrum upp-
lýsingum er aflað var sérstaklega“.
Vér fengum enga vitneskju um hverjar þess-
ar upplýsingar voru, og ekkert tækifæri til
þess að láta í té neina umsögn um þessar upp-
lýsingar, sem Viðskiptaráðið mat meira en
skýrslur vorar og áætlanir. 1 umræddri grein-
argerð segir: „Ráðið gerði síðan sjálft áætlun
um hversu há flutningsgjöldin þyrftu að vera“,
en segist hafa byggt hana á skýrslum vorum,
sem er rangt, eftir téðum ummælum ráðsins
í nefndu bréfi þess, dags. 20. maí f. á.
En nú segir Viðskiptaráðið í greinargerð
sinni: „Með tilliti til þeirra upplýsinga sem
fyrir hendi eru, má fullyrða að reksturinn
hafi á fyrstu mánuðum ársins gefið tilefni til
hækkunar á flutningsgjöldum“.
Það, sem nú er sagt, nægir væntanlega til
þess að sýna að Viðskiptaráðið getur ekki
með nokkrum rétti sakað félag vort um að
skýrslur af þess hendi, né heldur nokkur
leynd upplýsinga frá vorri hlið, hafi orsakað
hækkun farmgjaldanna, sem gjörð var pr. 8.
maí f. á.
Vér viljum þá snúa oss að síðara atriðinu í
greinargerð Viðskiptaráðs.
1 greinargerð ráðsins er skýrt frá því að það
hafi í lok júlí f. á. beðið félag vort um „sund-
urliðaðar upplýsingar um afkomu félagsins á
fyrstu 7 mánuðum ársins“ og jafnframt beðið
um „skýrslur um hverja ferð skipanna og af-
komu þeirra jafnskjótt og þeim væri lokið“.
Síðan segir í greinargerðinni, að félag vort
hafi tregðast við að veita hinar umbeðnu upp-
lýsingar, en Viðskiptaráðið hafi treyst því að
sú tregða á upplýsingum hefði stafað af því
„að í raun og veru væri mjög erfitt að veita
þær“, og að félag vort „myndi ekki leyna ráðið
upplýsingum, sem það vissi að ráðið hlaut að
telja þýðingarmiklar“.
Síðar í greinargerðinni eru þessar aðdrótt-
anir endurteknar með þeim ummælum að Við-
skiptaráðið hafi hlotið að líta svo á að tregða
félags vors við að veita ráðinu umbeðnar upp-
lýsingar „myndi ekki stafa af öðru en því, að
slíkt væri miklum erfiðleikum bundið, og að
það væri ekki til þess að leyna óvenjulegum
hagnaði“. Loks segir Viðskiptaráðið í um-
ræddri greinargerð sinni um lækkun farm-
gjaldanna:
„Ástæðan til þess að lækkunin var ekki
gerð fyrr, er fyrst og fremst sú, að Við-
skiptaráðið gerði ráð fyrir því að óliætt
væri að byggja á skýrslum og áætlunum
frá hálf-opinberum aðila eins og Eim-
252
VÍKINGUR