Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Síða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Síða 21
skipafélaginu og að ráðið fengi upplýs- ingar um þær breytingar, sem verulegu máli skipti“. Gegn þessum aðdróttunum Viðskiþtaráðs viljum vér fyrst og fremst skýra frá því að á fundi Viðskiptaráðs 12. mai síðastl, daginn sem lækkun farmgjaldanna var ákveðin, lýsti formaður Viðskiptaráðs, Svanbjörn Frímanns- son, því yfír gagnvart stjórnendum og fram- kvæmdarstjóra félags vors, sem þar voru staddir, að hann vildi ekki á nokkurn hátt saka félag vort um það að hafa gefið vísvit- andi rangar upplýsingar. Ofangreindar ásakanir í greinargerð Við- skiptaráðsins eru á tveim sviðum, að félag vort hafi gefið Viðskiptaráðinu skýrslur, sem ekki mátti byggja á, og að félag vort hafi, til þess að leyna óvenju- legum gróða, leynt Viðskiptaráðið upp- lýsingum, sem það hefði haft eðlilega kröfu til þess að því væru látnar í té. Um skýrslur af hendi félags vors er það að segja, að Viðskiptaráðið hefur engar aðrar skýrslur fengið frá oss viðvíkjandi þessu máli en þær, sem sendar voru ráðinu áður en hækk-i un farmgjaldanna fór fram pr. 8. maí f. á. og getið er hér að framan. En eins og að ofan er sagt, hefur Viðskiptaráðið í greinargerð sinni beinlínis viðurkennt að þær upplýsingar „sem fyrir hendi eru“ séu á þann veg að megi „fullyrða að reksturinn hafi á fyrstu mánuð- um ársins gefið tilefni til liækkunar á flutn- ingsgjöldunum“. Með þessu liggur blátt áfram fyrir viður- kenning Viðskiptaráðsins um það, að þær einu skýrslur, sem það fékk frá félagi voru, hafi ekki orðið til þess að blekkja ráðið né verið óábyggilegar, eins og ráðið svo samt segir í niðurlagi greinargerðar sinnar. Þá skulum vér nú snúa oss að ásökuninni um það, að vér höfum leynt Viðskiptaráðið upplýsingum, sem það hafi átt rétt á að fá frá oss, og félag vort þá væntanlega ætti að hafa verið skyldugt til þess að láta í té. Vér höfum frá upphafi reynt að gjöra Við- skiptaráðinu skiljanlegt hversu afar erfitt það er fyrir félag vort að gjöra, á þessum styrjald- artímum, áætlanir fyrir framtíðina, um rekst- ur félagsins. Það yrði of langt mál að skýra hér nákvæmlega frá ástæðunum fyrir þessu, en vér viljum þó drepa á nokkur atriði. Eins og siglingum hefur verið háttað á ófriðarárunum verður að fá frá New York og Halifax reikninga yfir mikinn hluta af út- gjöldum skipanna. En þessir reikningar fást ekki hingað fyr en oft á margra mánaða fresti. Ennþá seinna berast reikningar yfir leigu, vá- tryggingu, aukabiðdaga m. m. viðvíkjandi leiguskipum. Sem dæmi í því efni má nefna að ennþá eru ókomnir reikningar yfir aukabið- daga skips, sem tekið var á leigu fyrir eina ferð 3. okt. 1942, en sá reikningur mun nema á annað hundrað þúsund dollurum (yfir 650 þús. kr.) a. m. k. Sama er að segja um skip, sem tekið var á leigu í Halifax í marz 1943 fyrir eina ferð. Ekkert uppgjör hefur fengist ennþá fyrir leigu E.s. ,,Selfoss“, sem hófst i ágúst og var lokið í október 1943. Öfriðarástandið hefur haft í för með sér að mest allar vörur til landsins verður að af- ferma hér í Reykjavík, og flytja svo síðar út um land þær vörur, sem þangað eru sendar. Þennan framhaldsflutning út um land, sem kostar stórfé, annast félag vort að mestu leyti endurgjaldslaust til hvaða staða sem er á land- inu. En oft líða margir mánuðir áður en ákvarðanir eru teknar um það, hvað af vör- unum skuli senda áfram héðan frá Reykja- vík. Er því lengi mjög óvíst um hvaða út- gjöldum félagið verður fyrir á þessu sviði. Þá má benda á hina miklu óvissu, sem á þessum tímum er um ýms útgjöld. Sérstaklega viljum vér í því efni nefna hversu erfitt er að áætla útgjöld til viðhalds og aðgerða skipanna. Átakanlegt dæmi þess eru aðgerðir á e.s. ,,Goðafoss“ og e.s. „Lagarfoss" síðastl. ár. Skipaskoðunarstjórinn áætlaði að þær myndu kosta kr. 1.004.000.00 og var sú upphæð sett sem áætlunarupphæð á reikningi félagsins fyr- ir árið 1942 og sum blöð landsins sökuðu fé- lagið um það að vilja með þessari upphæð leyna gróða félagsins. En reynslan varð sú að aðgerðirnar kostuðu kr. 2.572.517.19. Svona mætti lengi telja, til rökstuðnings því hversu erfitt, eða í raun og veru ómögu- legt er fyrir félag vort, að gjöra áætlanir fyrir ókomna tíð. Auk þess, sem nú er sagt, sendum vér Við- skiptaráðinu með bréfi voru dags. 8. des. f. á, ítarlegt yfirlit um rekstur félagsins, eins og hann hafði orðið árið 1942, til þess að sýna hversu allar áætlanir á því ári hefðu, ef gjörðar hefðu verið, orðið óábyggilegar sam- kvæmt því sem raun varð á. Er þannig að orði komist í téðu bréfi voru til ráðsins að vér væntum þess að yfirlitið sýni: ,,að ekki er hægt að finna neinar þær tölur, hvorki bein- ar tölur né hlutfallstölur, að því er snertir útgjöld eða ferðatíma skipanna, sem hægt er að byggja áætlanir á, sem talist geti nokk- urnvegin ábyggilegar“. 1 hinu sama bréfi fé- lags vors segir ennfremur m. a. á þessa leið: „Þegar öll aðstaða er slík, sem nú á sér stað, og að framan er vikið að, má VÍKINGVR 253

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.