Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Qupperneq 23
Ákvæðavísur í síldarleysi.
Eins og mönnum er kunnugt, var framan af sumri
mjög slæmt útlit með síldveiði og þar af leiðandi
búizt við fjárhagstjóni útvegs og sjómanna.
Dagana 9. til 13. ágúst var bræla fyrir Norður-
landi, og ræddu menn mjög að nú myndi öll von úti
um írekari veiði. í veðri þessu brotnaði annar lönd-
unarkraninn á bryggju S. R. N. á Siglufirði, meðan
verið var að losa síld úr skipi. Festist hann undir
lestaropinu.
í síldarleysinu leitaði hinn nýi formaður í stjórn
S. R., Sveinn Benediktsson, sem tekið hafði við for-
mannsstarfi af Þormóði Eyjólfssyni í ársbyrjun, til
ákvæðaskálds, sem vinnur hjá verksmiðjunum og
bað skáldið að kveða síldina á land.
Drógst nokkuð að skáldið kvæði vísurnar. En árla
morguns 14. ágúst, er allar þrær verksmiðjunnar
voru tómar eftir NA-bræluna, fór nýi formaðurinn
ásamt framkvæmdarstjóra verksmiðjanna enn á
fund skáldsins og kvað nú eigi mega dragast lengur
að hann gerði ákvæðisvísurnar, því að svo áliðið
væri orðið sumars, að það kæmi ekki að fullu gagni,
ef síldin kæmi síðar.
Kvað skáldið þá vísurnar fyrir hádegi 14. ágúst.
Strax sama kvöld var svartur sjór af síld út af
Fjörðunum og Flatey, og daginn eftir aUt frá Eyja-
firði austur á Vopnafjörð, og síðar um allan sjó.
Var þetta upphaf einnar mestu aflahrotu í sögu
síldveiðanna.
Að vonum hafa ákvæðisvísurnar vakið talsvert
umtal á Siglufirði, þar sem þær urðu að áhrínsorð-
um strax, er þær höfðu verið kveðnar.
Og fara vísurnar hér á eftir:
Það er helzt á Sveini að sjá,
að sé hans gæfa þrotin.
Síldinni bólar ekki á _
og annar kraninn brotinn.
Austan brælu yfir sló;
öll er að stöðvast driftin.
Átulaust um aUan sjó
eftir formanns skiftin.
Vaktaslit og volæði,
válegir sultarhljómar.
Útgerðin í öngþveiti,
allar þrærnar tómar.
Réttar Árna reyndust spár,
að rýrnaði mjöl og lýsi,
og síldin brygðist öll í ár
eins og stóð í „Vísi“.
Þegar ríkti Þormóður,
þá var í kvörnum malað,
löngum síldar landburður
og lítið um „Rauðku“ talað.
„Hann, sem ræður himni og jörð“
og hnekkir hverju meini,
VÍKINGUR
láti nú víkur, flóa og fjörð
fyllast handa Sveini.
Hvert fúahrip, sem fer á sjó,
fuUt skal hingað svamla,
svo að fyUist sérhver þró
og — „Síbería" gamla.
Enginn stormur ýfi Dröfn
eða þang á flesi;
rokna síld á Raufarhöfn
og reitu í Krossanesi.
Þegar rætist þessi spá,
er þarna frá ég greini,
þá mun lýður líka sjá,
aðlánið fylgir Sveini.
M.s. EDDA
Hinn 23. júní var nýju fiskiskipi hleypt af
stokkunum í Hafnarfirði og hlaut það nafnið
Edda. Eigendur þess eru hlutafélagið Einar
Þorgilsson & Co., Hafnarfirði. Er þetta stærsta
skipið, sem smíðað hefir verið í íslenzkri skipa-
smíðastöð.
Skipið er smíðað af Skipasmíðastöðinni
Dröfn h.f., en yfir&miður var Sigurjón Einars-
son, skipasmiður. Vélsmiðja Hafnarfjarðar h.f.
framkvæmdi alla járnsmíði og annaðist niður-
setningu véla, undir stjórn vélsmiðanna
Jóhanns Ól. Jónssonar og Magnúsar Kristófers-
sonar. Raflagnir annaðist Raftækjaverzl. Ekkó,
og málningu Kristinn Magnússon, málarameist-
ari.
Edda er að stærð 184 smálestir brúttó og er
því stærsta skipið, sem til þessa hefur verið
smíðað hér á landi. Skipið er byggt samkvæmt
nýjustu íslenzkum reglum um skipabyggingar,
sem eru þær ströngustu er þekkjast á Norður-
löndum, og er því mjög traust og vandað í alla
staði. Byrðingar eru bönd úr eik, en vélarreisn
og stjórnpallur úr stáli. Aðalvél skipsins er 378
hestafla Ruston & Hornsby Dieselvél. Ennfrem-
ur eru í skipinu 85 ha. Dieselvél fyrir togvindu,
og önnur 18 ha. fyrir rafal og dælur. I korta-
klefa er komið fyrir dýptarmæli, miðunarstöð
og talstöð. Mannaíbúðir eru alls fyrir 20 manna
áhöfn.
Teikningar allar gerði Hafliði Hafliðason,
skipasmiður í Reykjavík. Eftirlit með smíði
skipsins hafði Páll Pálsson, skipasmiður í Rvík,
og eftirlit með niðursetningu véla Ólafur Ein-
arsson vélfr., sem einnig gerði teikningar að
stýrisútbúnaði skipsins.
Edda er nú á síldveiðum. Á skipinu er nú 20
manna áhöfn. Skipstjóri er Sigurður Andrési-
son, Reykjavík og 1. vélstjóri Skarphéðinn Þór-
ólfsson, Seltjarnarnesi.
255