Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Page 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Page 2
Gísli Halldórsson: Oað, sem koma skal Rannsókn og rökrétt ályktun marki stefnuna Er framförunum lokið? — Það hafa á öllum tímum verið til þeir menn, sem trúðu því, að nú yrði ekki öllu lengra komizt í framförum. Þannig ritaði þekktur amerískur einkaleyfis- sérfræðingur árið 1844: „Framfarir í vísindum frá ári til árs eru ó- trúlegar og virðast benda til þess, að sá tími nálgist að mannlegar umbætur hljóti að enda“. En hvílíkar framfarir hafa ekki orðið síðan þetta var ritað? Og þó bendir margt til þess að nú sé fyrir dyrum stórkostlegra framfaraskeið heldur en nokkru sinni áður í sögu mannkynsins. Er eftir- tektarvert hve færustu sérfræðingar Bandaríkj- anna eru bjartsýnir á þessar framfarir og ó- hræddir við að spá fyrir um þær. Þannig er fróðlegt að lesa ritgerðir eftir menn eins og t. d. Charles F. Kettering varaforseta General Motors og forstöðumann rannsóknarstofnunar þess félags, en hann er með frægustu vísinda- mönnum Vesturálfu. f Bandaríkjunum er mikið gert að því að fræða almenning um tæknislegar framfarir og vísindalegar nýjungar. Þessi uppfræðsla er eins og sáðkorn, sem grefur um sig í hinni uppvax- andi kynslóð, vekur áhuga og setur ungum mönnum stefnumið. Þannig skapast jarðvegur fyrir síauknar framfarir. Oss íslendingum er ekki síður nauðsynlegt en Ameríkumönnum að fylgjast með því sem gerist í heimi tækni og vísinda og reyna auk þess að rýna dálítið fram í tímann. Eins og gefur að skilja þá er það bæði fátt og lítið, sem hægt er að skýra í stuttri blaðagrein. En hér skal nú drepið á nokkrar hugmyndir sem snerta ís- lenzka útgerð, og sem sumar virðast vera skammt framundan, þó að aðrar sjáist í hilling- um. Hvernig verða skipaaflvélar framtíðarinnar? í smíði aflvéla hefur greinileg þróun átt sér stað. Vélarnar voru í fyrstu mjög stórar, hæg- 106 gengar og þunglamalegar. Efnið var einfalt og ekki sterkt. Nákvæmnin í smíðinni ófullkomin. Notagildið lágt. Fyrirferðin mikil. James Watt, sá er fann upp gufuvélina, stærði sig af því, að hann smíðaði bullu svo nákvæm- lega innan í strokkinn á gufuvél sinni að ekki munaði nema fimmeyrings þykkt. í dag smíðar General Motors bullu í olíudælu með þeirri ná- kvæmni að ekki munar nema 1/10 hluta úr 1/1000 hluta úr tommu — eða hundraðasta hluta úr hársbreidd. Þróunarsaga gufuvélarinnar er orðin alllöng, og miklar endurbætur hafa orðið á smíði gufu- véla. Jafnframt hefir orkunýting þeirra batnað og fyrirferðin minnkað. Gufuvélinni fylgir þó ávalt sá ókostur, að hafa þarf ketil til gufuframleiðslunnar, nema þar sem svo hagar til — í fáum tilfellum eins og hér á íslandi — að hugsanlegt er að fá gufu beint upp úr jörðinni! f skipum taka gufukatlarnir all-mikið pláss. Fyrirferð gufuvéla og gufukatla verður því all- miklu meiri heldur en fyrirferð þeirra aflvéla, sem síðan hafa verið smíðaðar, svo sem diesel- vélanna, sem einnig reyndust gufuvélinni hættu legar í samkeppninni um hagkvæmni, og sem mjög virðast vera að ryðja sér til rúms. Með smíði gufutúrbína, sem kalla mætti eim- snældur, hefst nýr þáttur í orkuframleiðslu. — Eimsnældurnar snúast í sífellu og í þeim eru ekki hlutir sem ganga aftur á bak og áfram, eins og bullurnar í strokkvélunum. Það er því unt að hafa hraða þeirra margfalt meiri og jafnframt eru þær færar um að hagnýta þrýsting gufunn- ar miklu betur heldur en nokkur strokkvél. En vegna hins mikla snúningshraða eimsnældunn- ar verður að nota tannhjólasamfellur eða raf- magns- eða þrýstivökva-aflflutning, til þess að flytja afl þeirra að skrúfuöxlinum, sem ekki má snúast nærri því eins hratt eins og sjálf eim- snældan. Enn sem komið er hafa eimsnældur aðallega rutt sér til rúms í stórum skipum, þar sem VtKlNGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.