Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Side 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Side 3
framleiða þarf jafnvel þúsundir og tugþúsund- ir hestafla. Jafnframt hafa þær þó einnig rutt sér nokkuð til rúms í minni skipum, sem auka- vélar við aðalvélina, til þess að hagnýta hinn lága þrýsting gufunnar eftir að hún kem- ur úr strokkvélinni. Þetta kerfi hefur m. a. ver- ið hagnýtt í ýmsum þýskum togurum, sem kom- ið hafa hingað til lands, og ritaði ég m. a. um þessar vélar í Morgunblaðið árið 1938 eða 1934, en þá lá hér í slippnum þýskur togari með slík- um vélaútbúnaði. Jafnframt þróun gufuvélarinnar og eimsnæld- unnar, fer fram þróun sprengiorkuvélanna, þ. e. a. s. benzínvélanna, glóðarhausvélanna, diesel- vélanna, og nú síðast gassnældanna. f öllum þessum vélum fer bruninn fram í vélunum sjálf- um og þær þarfnast einskis milliliðs til að flytja í hitann eins og gufuvélarnar og eimsnældurn- ar, sem nota vatnsgufuna. Þær þurfa því held- ur engan ketil. Benzínvélarnar eru dýrar í rekstri en léttar og tiltölulega öruggar. Þær henta því best flug- vélum og léttum flutningatækjum vegna örygg- is og léttleika og svo aftur smábátum þar sem eyðslan sjálf hefur ekki ákaflega mikla þýðingu. Hér á landi kynnumst við fyrst gufuvélum í togurum okkar, en glóðarhausvélum í mótor- bátum. Og menn eru fastheldnir á þessar vélar. Ég man það greinilega, er ég kom hingað til jands frá Danmörku og Englandi 1932, að ég gat engan áhuga vakið fyrir notkun dieselvéla, hvorki í fiskibáta, togara, vörubíla eða strætis- vagna. Glóðarhausvélin sat þá í öndvegi í mót- orbátunum, gufuvélin í togurunum og benzín- mótorarnir í Strætisvögnunum. En nokkrum árum síðar fóru menn að taka upp dieselvélar í mótorbáta og jafnvel í strætis- vagnana og nokkra vörubíla og fóru jafnvel að taka gufuvélarnar úr nokkrum línuveiðurum og setja dieselvélar í staðinn. Þróunin var að færast í rétta átt. Smám sam- an fara menn einnig að taka upp öllu hraðgeng- ari og fyrirferðarminni dieselvélar. Fasta skrúf- an sem ekki mátti heyrast nefnd 1932 ryður sér einnig til rúms ásamt dráttargírinu, er færir snúningshraða skrúfunnar niður í helming, þriðjung eða jafnvel fjórðung af snúningshraða vélarinnar. Síðan skellur stríðið á. Sambandið við Banda- ríkin opnast, og frá Bandaríkjunum taka að flytjast mjög hraðgengar vélar af ýmsum teg- undum, útbúnar með dráttargírum og stórum hæggengum skrúfum. Yfirleitt eru menn mjög vantrúaðir á þessar vélar til að byrja með. En sumar þeirra gefast með afbrigðum vel. Á öðr- um verða hins vegar ýmis konar bilanir. Mjög alvarleg vandræði koma í ljós, vegna þess að til sumra vélanna fást engir varahlutir afgreiddir, VÍKINGUR hversu mikið sem við liggur og þótt allar hugs- anlegar leiðir séu farnar. Það verður því með ærnum kostnaði að taka sumar þessar vélar úr bátunum og setja niður í staðinn gamla, hæg- genga glóðarhaussrokka, sem þó alténd er hægt að gera við í viðlögum, vegna þess að ekki þarf að viðhafa mikla nákvæmni. Ástæðurnar fyrir óhöppunum eru ýmis kon- ar. Sums staðar er vélgæzlan vítaverð. Menn hyggj a að hægt sé að bjóða hinum tiltölulega fíngerðu, hraðgengu vélum sams konar rudda- skap eins og hinum stærri. Og þegar skökk send- ing af eldneytisolíu, sem er bæði svört og full af óhreinindum, fer út um hafnir landsins og stíflar síurnar í þessum vélum, þá láta sumir sér lítið fyrir verða og kippa síunum burtu. Þann- ig vaða óhreinindi beint inn í hinar nákvæmu olíudælur og stífla hin örsmáu göt á innspraut- ingslokunum, er síðan brenna í sundur og eyði- leggjast. Aðrir gleyma að fylgjast með smurolíuhita og smurolíuþrystingi og keyra vélarnar áfram hvað sem tautar, unz þær eru komnar í mél. En svo eru aftur aðrir vélgæzlumenn, sem með umhyggju og varúð halda vélunum gang- andi — jafnvel langt fram yfir þann tíma sem verksmiðjurnar hafa gert ráð fyrir — án þess að skipta um slithluti. En vegna þessara mis- taka og hinna miklu erfiðleika á útvegun vara- hluta, skapast vantraust á hinum nýju hrað- gengu vélum, ekki síður þótt fjölda margar hæg- gengar vélar brjóti sig á sama tíma og valdi tjóni og erfiðleikum. En slíkt er ekki eins nýtt. Það er eðlilegt, að þeir sem eiga báta og gera þá út, vilji tryggja sig gegn slíkum óhöppum, enda þótt þeir að nokkru leyti stafi af því að ekki er farið eftir settum reglum, en að öðru og meira leyti vegna óviðráðanlegra stríðsor- saka. Þetta almenna hugarfar: vantrúin á hi-að- gengu vélarnar, kemur berlega í ljós t. d. af út- boðslýsingu þeirri, er nýlega er fram komin, vegna véla í hina nýju báta, sem hér á að smíða. Þar er tekið fram að vélarnar eigi að vera hæg- gengar eða meðal hæggengar. Jafnframt hefi ég frétt að margir muni hyggja á að taka upp notk- un glóðarhausvéla á ný. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé allt sam- an skiljanlegt, en þó all-varhugavert. Kæmi mér ekki á óvart þótt bátar með slíkum vélum yrðu taldir úreltir að vélaútbúnaði fyrr heldur en varir. Svo glæsileg reynsla hefur þegar hlotist af, að minnsta kosti nokkrum hraðgengum dies- elvélum hér á landi, að eigendur þeirra mundu eigi vilja á þeim skipta fyrir nokkrar aðrar vél- ar. Glæsileg björgunarafrek hafa verið unnin, þar sem skipstjórinn og skipshöfnin áttu líf sitt 10?

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.