Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Side 4
undir því, að ekki bilaði neitt í vélinni, er þeir
tefldu á tvísýnu með að bjarga bát og áhöfn.
Má þar nefna dæmið frá Hornafjarðarósi, er
Hvanneyin, sem er með hraðgenga vél (Gray
diesel) bjargaði Bárunni sem er álíka stór og
dró hana til Fáskrúðsfjarðar í versta veðri.
Eftir að hafa kynnt mér þá reynslu, sem feng-
ist hefur af nokkrum hraðgengum vélum hér á
landi, þá er ég sannfærður um, að þær munu
útrýma hinum hæggengari vélum smám saman,
á æ fleiri sviðum. Og hugsanlegt er að þess
verði ekki langt að bíða, að skipstjórinn st jórni
úr stýrishúsinu öllum gangi vélarinnar og fylg-
ist með líðan hennar á fjarstýrðum mælum. Það
verður þá ekki talinn öllu meir vandi að stjórna
fiskibát í góðu veðri, heldur en það er nú að
stjórna bíl á sæmilegum vegi. En þegar bátur-
inn kemur í höfn fara æfðir menn yfir vélina
og sjá um að hún sé jafnan í fullkomnu lagí.
Ný vélategund.
Ég skal nú segja frá nýrri vélategund sem
farið er að framleiða í stórum stíl í Bandaríkj-
unum. Gafst mér kostur á að skoða þessar vélar,
er ég heimsótti verksmiðjur General Motors í
Detroit. En við þær starfa um fimmtán þúsund
manns.
Ég átti langt samtal við framkvæmdarstjóra
verksmiðjanna, Mr. Genn, og sendi hann yfir-
verkfræðing sinn með mér um verksmiðjurnar
þar sem ég eyddi mestum hluta dagsins.
Það væri of langt mál að ætla að reyna að
lýsa verksmiðjum þessum til nokkurrar hlítar
og verð ég því að láta mér nægja að skýra frá
þeim niðurstöðum, er ég komst að, í sem styztu
máli.
Vélar þær, sem þarna eru framleiddar, eru
með einum, tveimur, þremur, fjórum eða sex
strokkum og er árangurinn af langri tilrauna-
starfsemi, sem hófst árið 1920, þegar sérfræð-
ingar General Motors ákváðu að líta óvenju-
bundnum augum á háþrýstivélina og byggja
nýja háþrýstivél eftir rökréttum sjónarmiðum,
án tillits til þess, hvernig þær liefðu áður ver-
ið byggðar. Hið fyrsta sem sérfræðingarnir
tóku sér fyrir hendur, var að greina gerð hinn-
ar nýju vélar frá gerð gufuvélarinnar og ben-
zínvélarinnar — í stað þess að apa hana eftir —
á sama hátt og gerð bifreiðarinnar var á sín-
um tíma aðskilin frá gerð hestvagnsins.
Byrjað var á að rannsaka hvernig hafa ætti
olíu-innsprautingskerfið, og eftir margra ára
tilraunir varð útkoman háhraða innsprautings-
dælan! En þá lentu sérfræðingarnir í erfiðleik-
um með framleiðsluna, því að bullan í olíudæl-
unni þurfti að falla svo nákvæmlega að strokkn-
um að minnu munaði heldur en 1/100 af hárs-
breidd, eins og áður var sagt. Þetta tókst þó að
lokum með nýjum aðferðum.
Næsta skrefið var að hafa vélina tvígengis-
vél, til þess að geta hagnýtt eina sprengingu í
hverjum snúningi í staðinn fyrir helmingi færri
eins og tíðkast í fjórgengis vélum. Með þessu
móti mátti framleiða kraftmeiri vél, miðað við
þunga og fyrirferð. En þetta gerði nauðsynlegt
að nota blásara og þurfti hann að hafa skrúfu-
lagaða vængi. Urðu nú á ný fyrir miklir fram-
leiðsluörðugleikar, sem tókst þó að yfirstíga.
Eftir þessi mörgu ár, sem eyddust í sífeldar
tilraunir, héldu verkfræðingarnir nú að þeir
hefðu um það bil yfirunnið örðugleikana.
En í rauninni voru erfiðleikarnir rétt að
byrja! Það kom í ljós að stimplarnir vildu bíta
sig fasta, þegar erfiði vélarinnar jókst, og varð
því að hefja tilraunasmíði á stimplum. Leið svo
mánuður eftir mánuð, að ekki var unnt að sigr-
ast á þessu vandamáli. En loksins árið 1983 eft-
ir 10 ára sífelldar tilraunir, sem fjöldinn allur
af verkfræðingum, vélsmiðum, málmfræðingum,
efnafræðingum og framleiðslumönnum tók þátt
í með öllum hugsanlegum verkfærum, varð vél-
in tilbúin til sýningar, sem halda átti í Chicago.
Var þó aðeins hægt að láta vélina ganga á dag-
inn, með því að vinna að viðgerðum á henni að
nóttunni! En að endingu tókst að fullkomna
þessa nýju léttbyggðu vél. Og næsta ár var hún
sett í járnbrautarlest. Beyndist vélin nú svo vel,
að hún var óðar sett í hverja járnbrautarlest-
ina á fætur annarri, en jafnframt var tekið að
framleiða smærri útgáfu af vél þessari, einmitt
í verksmiðjunum í Detroit, og hún síðan notuð
til ljósaframleiðslu í strætisvagna og vörubíla,
fiskibáta og dráttarbáta.
Þegar heimsstyrjöldin skall á voru hinar nýju
vélar settar í neðansjávarbáta Bandaríkjaflot-
ans og nærri því í hvern einasta innrásarbát, en
auk þess í fjölmarga skriðdreka og önnur þung-
byggð verkfæri, svo sem dráttarvagna, krana
og þess háttar.
Árið 1940 voru framleiddar í Ameríku diesel-
vélar er samtals afköstuðu sem svaraði fjórum
og hálfri milljón hestafla. En árið 1941—’43
voi-u af hinum nýju General Motors dieselvél-
um, einum saman framleiddar vélar sem sam-
tals afköstuðu 15 milljónum hestafla, eða sam-
tals um 100 þúsund vélar! Ganga vélar þessar
hér undir nafninu Gray diesel.
í innrásai’bátunum er 6 cylindra vélin (sem
hér á landi hefur verið talin 150—165 hestöfl),
lestuð með 225 hestöflum, og á tilraunastöðinni
hefur tekist að láta hana afkasta yfir 300 hest-
öflum. Er vélin þá sérstaklega útbúin. En hin-
ir færustu diesel-véla-verkfræðingar þykjast sjá
fram á, að með vél af þessarri stærð megi í
VÍKINGV lt
108