Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Page 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Page 5
framtíðinni reikna með að framleiða um 450 hestöfl, án þess að auka hraðann verulega! Pönnukökuvélar: En ekki nóg með það. Farið er nú að fella saman tvær eða jafnvel fjórar slíkar vélar, sem annað hvort eru þá allar láréttar eða allar lóð- réttar og snúa einum öxli. Vélar af slíkri gerð kalla Bandaríkjamenn Twins of Fours en einn- ig „pancakes“ eða pönnukökur! Hafa þær fram að þessu mest verið notaðar í skriðdrekum og stórum innrásarskipum. Þótt skotnar séu í mask jafnvel þrjár af i'jór- um slíkum vélum, þá hafa skriðdrekarnir oft bjargast heim á einni vélinni. Vélasamfella: Fjórar vélar snúa einum öxli. Fyrirferð þessarra véla-samfella, — eins og ef til vill mætti nefna vélar af þessarri gerð — er ákaflega lítill, en öryggið mikið, þar eð hægt er að láta samfelluna ganga, jafnvel þótt að- eins ein vélin sé gangfær. Samfellan afkastar 800—1000 hestöflum. Hraðgenga vélin er það sem koma skal. Verkfræðingar General Motors álitu, að hin- ar svokölluðu hraðgengu dieselvélar myndu smám saman útrýma hinum hæggengu vélum. Með því að nota hraðgengar vélar með sams- konar bullum, strokkum, strokk-fóðringum, lokum, gormum, olíudælum og fleiru, hvort sem vélin er 25 hestöfl eða 1000 hestöfl, en með mis- munandi strokkum eða samfeilum, koma sömu varahlutabirgðirnar að gagni fyrir miklu meii'i fjölda af vélum, heldur en þegar notaðar eru hæggengar vélar af ýmsum stærðum með mis- munandi stimpilþvermáli og ýmsum öðrum ólík- um útbúnaði. Hinar hraðgengu vélar er jafn auðveldlega hægt að nota í vörubifreiðina sem í rafmagns- stöðina, traktorinn sem fiskimjöls- eða síldar- VlKINGUR verksmiðjuna, frystihúsið sem íiskibátinn, skemtibátinn sem í stærri skip. Þá eru þessar hraðgengu vélar og vélasam- stæður byggðar með íjöldaframleiðslu aðferð- um, en erfitt er að byggja mismunandi stórar, þungbyggðar vélar með slíkum aðferðum og því hættara við að þær verði all-miklu dýrari. f Bandaríkjaflotanum eru þegar mörg skip sem nota tvær „pönnukökusamstæður" sér til framdráttar og í þeim er hægt að hafa eina eða átta vélar í gangi eftir því sem þörf krefur, fyr- irhafnarlítið að kippa út einni vél og setja vara- vél í staðinn, ef óskað er. Gassnældur. Ég verð nú að láta þetta nægja um diesel- vélarnar. Vera má að þær eigi eftir að mæta skæðum keppinaut, þar sem eru gassnældurnar, sem miklar tilraunir eru nú gerðar með. Enn þá eru þær þó ekki smíðaðar nema í stórum sam- stæðum. Gassnældurnar verða að snúast mjög hratt og henta best til þess að framleiða raf- magn eða dæla olíu, sem aftur má nota til að snúa hæggengari öxlum. í Sviss er þegar ein járnbrautarlest rekin með gastúrbínukerfi með rafmagni sem millilið.. Er þó álitið að vökva- þrýsti-aflflutningur sé jafnvel heppilegri. Mér er ekki kunnugt um, að enn sé farið að reyna gassnældui' í skipum, en sá tími mun sjálfsagt koma. Nýtt öxultengi. Af öðrum nýjungum sem fram hafa komið í Bandaríkjunum, má nefna nýtt rafmagns-öxul- tengi milli skrúfu og vélaröxuls. Er það gert úr þremum aðalhlutum, rafal er snýst sífellt með sama hraða og aflvél skipsins, öxulhluta sem er með tveim rafmagnsvefjum, hvorri utan um aðra. Eru innri vefjurnar hluti úr rafal, en þær ytri vinna eins og mótor og nota rafsvið þriðja hlutans, sem eru staðbundnar rafvef jur til þess að breyta rafmagni í hreyfiorku og snúa skrúfuöxlinum. Með þessu öxultengi er, án þess að nota nokkui’t tannhjól, hægt að láta skrúfuna ganga t. d. þrisvar eða fjórum sinnum hægar, heldur en aflvélina! Auk þess er unnt að leiða rafmagn frá öxul- tenginu til ýmissa þarfa skipsins, svo sem í vindur og annað. Ef öxli skipsins er haldið kyrr- um, má fá allt vélaraflið út sem rafmagn! Kemur þetta sér vel, þegar skipið liggur í höfn eða þegar mikið afl þarf að nota til reksturs togvinda. Ég get hugsað mér að slík öxultengi kunni að eiga sér framtíð í dieseltogurum, þar sem unnt er að spara stóra aflvél, sem annars er nauðsyn- leg vegna togspilsins. 109

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.