Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Page 7
hrogn, er ljúffeng og fjörefnarík og því holl
fæða. Er leitt til þess að vita, að Reykjavíkur-
börnum skuli vera meinað að fá nægju sína af
nýmeti sjávarins sem nóg er þó til af. En í stað
þess má sjá mörg þeirra kútveltast um göturn-
ar maulandi dísæt vínarbrauð og snúða, van-
sældarleg með horinu freyðandi út úr vitunum
af fjörefnaskorti.
Vafalaust stafar þetta tómlæti um fisksölu-
málin að sumu leyti af þrákelni og tilhneig-
ingu til rifrildis um pólitík. En íslendingar hafa
þó furðu lítil áhrif út á við í pólitískum mál-
um, því ekki tókst að útvega íslandi sæti á San
Fransisco-ráðstefnunni, nema með niðurlægj-
andi afarkostum. Þrátt fyrir öll þau ósköp, sem
íslendingar voru búnir að leggja Bandamönn-
um til í baráttu þeirra upp á líf og dauða. Fyrst
að neita Nazistum um flugvelli áður en stríðið
hófst. En eftir að stríðið var hafið, þá að af-
henda Bandamönnum landið sjálft, einhverja
mest áríðandi herstöð heimsins fyrir landher,
flugher og flota. Virðist þó Hvalfjörður einn
hafa verið fullnægjandi aðgöngumiði, ef réttur-
inn hefði skeð. Á sama tíma sem ekki tókst að
fá sæti fyrir okkur á þessari ráðstefnu, var
þjóðum, sem ekkert höfðu lagt fram og elcki
þorðu að taka afstöðu gegn Nazistum, fyrr en
allir gátu séð að þeir hlutu að tapa, boðin þátt-
taka. Þessi málalok bera ekki vott um mikið
þakklæti Bandamanna í okkar garð, eða þá að
hæfnin til að túlka málstað okkar á alþjóða-
vettvangi er ekki í samræmi við allan bægsla-
ganginn og málæðið á því sviði hér heima. Þess
vegna virðist nú vera full ástæða til þess að
draga dálítið úr þessari eilífu togstreitu sem
alltaf er um alla skapaða hluti og snúa sér þá
fyrst að því að skipuleggja fisksölumál Reykja-
víkur til hagsbóta fyrir allan almenning í bæn-
um.
Það er ekki ætlunin með þessum línum að
deila sérstaklega á einkaframtakið eða svo kall-
aða máttarstólpa þjóðfélagsins, til þess skortir
mig þekkingu á því, sem nú er orðið vandasam-
asta og örðugasta viðfangsefni mannlcynsins.
Svo mikið er þó víst að einhver verður að halda
uppi framtaki og framkvæmdum. Með hliðsjón
af því og ástandinu í fisksölumálum Reykja-
víkur, væri ef til vill leyfilegt að fara þess á
leit við hina framtakssömu menn, sem venju-
lega telja sína hagsmuni og þjóðarinnar falla í
sama farveg, hvort þeir sæju sér ekki fært,
hagsmuna sinna og þjóðarinnar vegna, að
minnka til dæmis dálítið innflutning í bili á al-
veg óþörfum varningi á meðan, en beina
orku sinni þess í stað að auknu framboði og
heppilegra dreifingarskipulagi á ódýrara ný-
meti úr sjónum í Reykjavík, en nú á sér stað.
Ef það skyldi nú sýna sig, að hagsmunir fram-
VÍKINGUR
taksmanna og þess hluta þjóðarinnar, sem býr
í Reykjavík, falli ekki í sama ferveg í þessu
máli; ef það skyldi sýna sig, og það er þegar búið
að því, að enginn einstaklingur telur sér þetta
skylt, þá berast böndin að Bæjarstjórn Reykja-
víkur um að láta málið til sín taka. Allsstaðar
þar sem hagsmunir Reykjavíkurbúa og fram-
takssamra einstaklinga rekast á eða falla ekki
í sama farveg, ber bæjarstjórninni að láta mál-
ið til sín taka til hagsbóta fyrir almenning í
bænum. Þetta hefur hún þegar gert í fjölda
mörgum málum. Má þar benda á Strætisvagn-
ana, Rafveituna, Ilitaveituna, Reykjavíkur-
höfn o. fl. o. fl., sem allt hefur tekist blessunar-
lega. Nákvæmlega það sama gildir um fisk-
þörfina til almennings úr því lienni fæst ekki
fullnægt fyrir tilverknað einstaklinga svo að í
lagi sé. Þá ber Bæjarstjórninni að taka málið í
sínar hendur og gera viðeigandi ráðstafanir.
Fyrir nokkrum árum voru uppi all háværar
raddir um það, að bærinn keypti nokkra togara
og ræki þá fyrir reikning bæjarsjóðs. Eins og
gefur að skilja varð ekki samkomulag um það
þá. Það mun hafa verið afgreitt með hinni
venjulegu þjóðnýtingar- eða Bolsivikka-grýlu.
Ef horfið hefði verið að því ráði, þá væri fiski-
skipaflotinn stærri en hann er nú, fjárhagur
bæjarsjóðs betri og skattarnir lægri á bæjarbú-
um. Ekki þýðir þó að sakast um orðinn hlut,
því aldrei er of seint að breyta til og bæta ráð
sitt.
Fólki stríðslandanna hefur óspart verið
lofað betra stjórnarfari og skipulagi að unnum
sigri. Tekið hefur verið undir þennan sigursöng
hér á landi svo sem vera ber og bumbur barðar
fyrir aukinni útgerð, bættum heimi og nýsköp-
un. Þetta er vissulega gleðilegt tímanna tákn,
um það getur engum blandast hugur. En þá
dugar heldur ekki að láta sitja við orðin tóm.
Nú er tækifæri fyrir Reykjavíkurbæ að sýna
sitt rétta hugarfar til þessara mála. Kaupa
nokkra nýtísku togara. Reka þá fyrir reikning
Bæjarsjóðs. Skapa aukið útflutningsmagn fiskj-
ar. Létta á sköttum bæjarbúa. Aulva atvinriu
og kaupgetu fjölda manna og síðast en ekki sízt
sjá bæjarbúum fyrir nægu góðu og ódýru fisk-
meti. Þá þurfa húsmæður Reykjavíkur ekki
lengur að grípa í tómt, þegar þær ætla að kaupa
sér fisk í pottinn. Þá ættu þær heldur ekki fram-
ar að neyðast til að ráfa um óhrjálega staði, frá
Herodesi til Pílatusar í hinni ömurlegu leit sinni
að þessari eftirsóknarverðu fæðu, sem svo mik-
ið ei' til af, en þó svo mikill hörgull á, þegar til
á að taka oft á tíðum og þá verður hin uppvax-
andi kynslóð, sem á að erfa framtíðina og landið,
ekki lengur svikin um nauðsynlegan efnivið
fyrir rautt blóð í æðum.
R. N.
111