Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Page 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Page 11
hafnar, og tók þar farm til Danmerkur. Þar var legið í þrjá mánuði, eða þangað til í mars, því . ekki fékkst trygging á skipinu við siglingu að vetrarlagi. Síðan var haldið til Reykjavíkur aft- ur, og hafði skipið verið sex mánuði í burtu, er það kom heim. Kaupið í þessari ferð var ein króna á dag auk fæðis og þótti það gott, enda voru peningar meira virði í þá daga en nú. Þó að kaupið hefði ekkert verið, hefði mörgum þótt eftirsóknarvert að fara ferðina, því að ferðalöngunin og útþráin var mikil. Á þessum tíma voru engir hafnargarðar í Reykjavík, og komu ekki fyrr en í byrjun fyrri heimsstyrjaldar. Þá þekktist ekkert „hafnarfrí" meðal sjómanna. Skipshafnirnar urðu að flytja allt að og frá skipi á árabátum, og var það oft illt verk og erfitt. Ekki átti þetta sízt við um þá, sem voru á útvegi Geirs Zoega. Hann gerði strangar kröfur til starfsmanna sinna og tók hart á leti og sérhlífni. Þrátt fyrir það þótti Eíl- ert að mörgu leyti góð vistin hjá honum, því að þar var hægt að læra að vinna og vinna vel. Sú saga er sögð, að einn háseti hans, ættaður austan úr sveitum, sem þótti liðléttingur, hafi beðið hann um skæði í skó, svo að hann gæti gengið heim til sín. Það var velkomið, bara að þau entust ekki til baka aftur. Ellert Schram varð fyrst skipstjóri árið 1892, og var samfleytt skipstjóri til ársins 1917, er hann varð að leggja niður sjóferðir vegna þess, hve erfitt hann átti orðið með svefn á sjónum. Seinast var hann skipstjóri á kútter Björvin, og átti hlut í honurn um skeið. Síðar komst hann samt að öllu leyti á hendur kaupmanna, eins og flestir kútterarnir. Síðasta ferðin, sem Ellert fór, var til Danmerkur, til að kaupa vél í skipið. Talið var, að að verðið á vélinni og kostnaður við að ná í hana, hafi alls numið 70 þús. krón- um, og átti hagnaðurinn af sildveiðunm sumarið eftir að borga brúsann. Seint og illa gekk að koma vélinni niður, því að „stríðsvinnubragða" gætti talsvert í Danmörku árið 1917. Síðan reyndist olía til heimferðarinnar ófáanleg með öllu, svo að kútternum varð að sigla báðar leiðir, þrátt fyrir mótorinn. Siglt var norður með Nor- egi til að forðast kafbátana, sem mjög iétu til sín taka um þær mundir. Þann tíma, sem Ellert var skipstjóri, telur hann kaup sitt muni hafa verið um 2000 krónur á ári til jafnaðar. Má það vafalaust teljast sæmilegt kaup í hlutfalli við verðlag þá, borið saman við það, sem nú er. Ellert var einn þeirra manna, sem bundust samtökum um stofnun skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Öldunnar. Ásgeir Þorsteinsson gekk manna bezt fram í félagsstofnuninni og ríKINGUR Stýrimannaskólanum slitið Hinn 15. þ. m. var Stýrimannaskólanum slitið. Far- mannapróf var ekki haldið að þessu sinni, en 19 nem- endur luku fiskimannaprófi. Hér fara eftir nöfn þeirra og einkunnir þær, sem þeir hlutu: Árni Guðmundsson, Reykjavík, 131'/3 stig. Árni Ingv- arsson, Rvík, 140. Ásgeir Jakobsson, Bolungarvik, 133. Brynjólfur Ársælsson, Rvík, 131%- Björn Friðbjörnsson, Akureyri, 124'/3. Björn Óskarsson, Rvík, 137%. Gísli Jón- asson, Siglufirði, 137!/3. Guðmundur Kristjánsson, Rvík, 137. Gunnar Hjálmarsson, Isafirði, 130%. Halldór Bald- vinsson, Hafnarfirði, 129%. Haukur Kristjánsson, Hafn- arfirði, 138. Jóhann Sveinsson, Hafnarfirði 154%. Jón Herbert Jónsson, Akureyri, 119%. Jónas Einarsson, Hjalt- eyri, 131%. Ólafur Björnsson, Hafnarfirði, 142'/3. Sigdór Sigurðsson, Norðfirði, 143. Sigurjón Stefánsson, Dýra- firði, 151%. Teitur Magnússon, Hafnarfirði, 122%. Þor- steinn Ivr. Þórðarson, Yestmannaeyjum, 151'% stig. Þrír nemendanna, þeir Jóhann Sveinsson, Sigurjón Stefánsson og Þorsteinn Kr. Þórðarson, hlutu ágætis- einkunn, og var þeim úthlutað verðlaunum úr Verð- launa- og styrktarsjóði Páls Halldórssonar, skólastjóra. Um leið og sjómannablaðið Víkingur árnar hinum ný- útskrifuðu stýrimönnum heilla að afloknu prófi, vill hann láta þá ósk í Ijós, að framtíðaistarf þeirra megi verða þeim sjálfum og þjóðinni allri sem giftudrýgst. var fyrsti formaður félagsins. Auk Ellerts eru nú aðeins þrír af 24 stofnendum félagsins á lífi, þeir Sigurður Jónsson í Görðum, Þorsteinn Þor- steinsson frá Bakkabúð og Guðmundur Stefáns- son. Það má teljast athyglisvert, að enginn stofnendanna hefur farizt á sjó, — því fast þeir sóttu sjóinn margir. Ellert er framfaramaður í lund og fylgist vel með þeirri breytingu á atvinnuháttum og þjóð- lífi, sem orðið hafa um daga hans. Einna mestan fögnuð hans hefur það vakið, að á síðasta sumri endurheimtu Islendingar loks að fullu sjálfstæði sitt, eftir að hafa lotið erlendu valdi í sjö aldir. Hann varð áttræður hinn 11. febr. s. 1., og ber háan aldur vel. Hann er beinn í baki og kvikur í spori og hefur til skamms tíma stundað seglagerð, er hann setti á stofn eftir að hann hætti sjósókn. Félagi hans í því fyrirtæki var Finnur Finnsson, skólabróðir hans frá árunum 1887—’89, éi' lézt um síðustu jól. Það er.mál manna, að Ellert hafi til hvíldar unnið eftir langan og erfiðan dag og sé vel að því kominn að njóta ávaxtanna af starfi og striti hart nær sjö áratuga það sem eftir er ævinnar. G. Ó. E. 115

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.