Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Side 15
sjónir á næturvökunum í þeim hita og þeirri
móðu, sem grúfir yfir hitabeltishöfum í nánd
við gróðursælar strendur, og í drungalegri þok-
unni yfir úfnum sæ heimskautanna. Hugsanlegt
er líka, að einveran á hinum löngu sjóferðum
láti áhrifa sinna gæta, og getur blátt áfram
margt af þessu ekki átt sér stað.
Það má samt undarlegt heita, sem einnig er
fært í frásögur, að fyrsta eimskipið, sem fór yf-
ir Atlantshaf, hafði meðferðis nýútkomna bók,
þar sem sannað var á órækan hátt, að gufuskip
gæti aldrei komizt yfir Atlantshaf. Og meðan
ritstjórararnir okkar deyja með réttri rænu og
friði í sálu sinni, og lærðu mennirnir stinga
skræðum sínum aftur í hillurnar, kemur enn eitt
skip í höfn, illa til reika, með enn eina lamaða
skipshöfn og skipstjóra, sem ekki veit sitt rjúk-
andi ráð, og innfærslu í leiðarbókina um furðu-
legt atvik, sem gerðist úti í regin hafi. Odysseif-
ur mundi ekki hafa efazt um sannleik frásagn-
arinnar, né heldur Maghellan. Og Columbus
trúði því statt og stöðugt, að ef hann sigldi
nógu lengi til vesturs, mundi hánn ná landi í
Indlandseyjum. Undarlegir menn það, og ekkert
mark á þeim takandi.......
Það var á jóladag 1912, að seglskipið Batallha,
sem skráð var portúgalskt, var á leið frá Brunei
til Surabaya á Jövu. Það neyddist til að varpa
akkerum á grunnu vatni í Macassar-sundi, sem
skilur á milli Borneo og Celebes-eyjar. Ástæðan
til þessa var mótbyri og breytilegir straumar.
Meðan Huston fyrsti stýrimaður, sem var Am-
eríkumaður, var að líta eftir legufærunum, tók
hann eftir dökkum skugga á vatninu spölkoi'n á
bakborða, en þar eð hann áleit, að þetta væri
aðeins skuggi af skýi, veitti hann þessu ekki
nána athygli, en geklc til klefa síns eftir að hafa
sett vörð.
Tæpri klukkustund síðar heyrði hann ægilegt
óp frá einum hásetanna, Diaz að nafni. Hann
fannst liggjandi með óbærilegum kvölum á
framþilj unxjm. Hanu kreisti nakinn fót sinn og
hrópaði, að naðra hefði bitið sig. Þar sem
Huston sá engin merki neins skriðdýrs, leit hanr
svo á, að annaðhvort væri Diaz með svona heiít-
arlega timburmenn eða að hann hefði tekið ein-
hverja hitabeltisveiki, sem hann vissi til, að
gátu lýst sér á svipaðan hátt þessu. Þó að risp-
an, sem maðurinn sýndi honum á fæti sínum,
væri talsvert bólgin, og að undarlegur grænleit-
ur hringur lægi í kring um hana, kenndi hann
um það falli eða smávægilegu meiðsli, sem oft
getur komið fyrir á skipsfjöl. Hann gerði að
þessu eins og hann hafði bezt vit á og lét mann-
inn fara undir þijur. En þegar hér var komið,
gat hann ekki lengur staðið á fótunum, og var
VÍKINGUIl
með slíkum kvölum, að stýrimaðurinn áleit rétt
að kalla á Herrando skipstjóra. En skipstjóran-
um var þetta jafn mikil ráðgáta og stýrimann-
inum, og áður en hann fengi komið við nokk-
urri frekari rannsókn, var maðurinn dáinn.
Þetta snögglega og óvænta atvik var tæplega
um garð gengið, þegar annar háseti, Ellis að
nafni, ættaður frá Wales, hrópaði framan af
skipinu, að allstaðar væri „krökt af nöðrum“,
og hljóp af stað eftir þilfarinu í áttina að Herr-
ando skipstjóra og stýrimanninum, en komst
ekki alla leið áður en hann féll. Yfirmennirnir
veittu því athygli, að hálsinn á honum og nakið
brjóstið voru rispuð og tekin að bólgna. Nú
varð þeim ekki um sel. Þeir vopnuðu sig með
járnstöngum og lögðu gætilega af stað fram
eftir skipinu, ásamt öðrum skipverjum. Þeirsáu,
sér til mikillar undrunar, að skipið var alþak-
ið iðandi, svörtum nöðrum aftur að akkeris-
vindu. Nöðrurnar réðust hiklaust á þá, og virt-
ust hvergi smeykar.
Nokkrir skipverjanna slepptu vopnum sínum
og lögðu á flótta undan þessum ófögnuði, en
aðrir hjálpuðu yfirmönnunum, viku sér undan
höggum naðranna eftir föngum, og drápu allar
þær, sem voru í kringum þá. Þá veittu þeir því
eftirtekt, að endalaus runa þessarra orma
streymdi upp akkerisfestina og skreið inn um
festargötin. Iluston sá nú, að hinn dimmi
skuggi, sem hann hafði séð á haffletinum, bak-
borðsmegin, þegar hann varpaði akkerum, hafði
nú umkringt skipið, og að þetta var þétt nöðru-
vaða. Nöðrurnar syntu áreynslulaust með haus-
inn ofansjávar, á móti straumnum. Þær af þeim,
sem komu að skipinu, reyndu hiklaust að kom-
ast um borð, en hinar héldu áfram án þess að
sveigja úr leið.
Þetta var skelfilegt útlit fyrir alla um borð.
Jafnskjótt og búið var að koma einni nöðrunni
fyrir kattarnef kom önnur í hennar stað, þang-
að til Huston, sem var í þykkum leðurstígvél-
um, ruddi sér braut að festaraugunum og tróð
í þau segldúk, og dró með því talsvert úr innrás-
inni. En margar af nöðrunum höfðu komizt und-
an og skriðu um skipið, og margar fleiri kom-
ust eftir ýmsum leiðum um borð. Yfirmanna-
þjónninn Manúel, sem var ættaður frá Bermuda-
eyjum, varð fyrir biti á skutpallinum, og dó
skömmu síðar. Matsveinninn, sem var svertingi,
varð fyrir nokkrum nöðrubitum í eldhúsinu.
Hann missti meðvitund, en náði sér síðar. Iiann
var eini maðurinn, sem var bitinn og hélt lífi.
Margir hásetanna höfðu, er hér var komið,
sleppt sér af hræðslu, og stokkið upp í reiðann,
en nokkrar nöðrur eltu þá jafnvel þangað, með
undraverðri leikni, en einhvernveginn tókst að
vinna á þeim. Hinir hásetarnir, ásamt yfir-
mönnunum, vöfðu fætur sína, læri og handleggi
119