Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Síða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Síða 16
með þykkum segldúk og vörðu þilfarið fram í myrkur. Huston stýrimaður fullyrti síðar, að þó að Bathalllia liefði verið buin að liggja fyrir akk- eri í þrjár stundir, hefðu engin merki sézt þess, að nöðrunum í sjónum fækkaði. Svo langt sem séð varð umhverfis skipið, var aragrúi af upp- réttum hausum, og eftir að myrkrið var skollið á, lömdu þær sjóinn, svo að hann varð að sam- felldum maurildiseldi, en grænleitum, drauga- legum bjarma sló á upprétta hausana. Þetta fékk mjög á hinn hjátrúarfyllri hluta skips- hafnarinnar, sem hélt því fram, að þetta væri sending frá Andskotanum sjálfum, og að öll mótspyrna væri þýðingarlaus. Þetta átti einkum við þá, sem voru í reiðanum, og þeir fengust ekki til að koma niður til hinna, sem höfðu bú- izt til varnar í káetunni í skutnum, en hana taldi Herrando skipstjóri öruggasta vígið, eftir að öllum gluggum hafði verið tryggilega lokað og slagbrandur settur fyrir dyrnar. Það sem eftir var nætur lá Bathallha stjórn- laus og ljóslaus fyrir akkeri, og mundi hafa verið stórhættuleg hverju öðru skipi á siglingu um þessar slóðir, en eins og vænta má olli það litlum áhyggjum hinum hræddu skipverjum, sem lokaðir voru inni í káetunni eða húktu uppi í reiða og börðu í blindni allt, sem bærðist í grennd við þá. í aftureldingu hófst bardaginn um skipið að nýju. Það kom í 1 jós, að allmargar nöðrur höfðu komið um borð um nóttina, og þær varð að leita uppi í hverjum krók og kima. Af hljóðum, sem bárust upp úr lestunum mátti ráða, að nöðrurnar höfðu einnig ráðizt á rott- urnar, sem voru eins og mý á mykjuskán í skip- inu, og nokkrar þeirra komust upp á þilfar og stukku fyrir borð, annað hvort af örvita skelf- ingu eða af kvölum eftir nöðrubitin, og týndust jafnharðan í hinni óslitnu nöðrubreiðu. Þessi hryllilegi aðgangur hélzt fram undir liá- degi þennan dag. En þá gekk hann til á áttinni og gerði stinningskalda af norðaustri, með tals- verðri kviku. Huston segir, að allur sjórinn hafi á einu vetfangi orðið auður, eins og eftir gefnu merki, að nöðrurnar hafi stungið sér í kaf, eins og eitthvert afl hefði kippt þeim niður. Það kynlegasta var, að þær nöðrur, sem enn voru lif- andi um borð, hlykkjuðust upp úr lestunum og úr hinum ólíklegustu stöðum og steyptu sér með óðagoti í hafið og hurfu samstundis. Engin þeirra sást aftur, og ef ekki hefðu verið líkin af mönnunum og sundurlamdir nöðruskrokkarn- ir um allt þilfarið, hefði mátt ætla, að allt þetta hefði aðeins verið martröð. Herrando skipstjóri lét þegar vinda upp segl, og útfararguðsþjón- usta var haldin yfir hinum ógæfusömu látnu mönnum. Lík þeirra voru orðin að uppblásnum, grænleitum kjötflykkjum, og lagði af þeim slík- an ódaun, að öjlum, sem nálægt þeim komu, varð flökurt af. Huston stýrimaður hafði geymt eina nöðr- una í glasi með vínanda. Hann lýsti henni svo, að hún hefði verið „um þrjú fet á lengd, að gildleika svipuð reiðanál, svört á lit, slikjugljá- andi á búkinn, með tveim smáuggum eða flip- um nálægt hausnum og skotti eða stirtlu, sem var lítið eitt flatt út og hafði brúnleitt, hvelju- kennt kögur nokkra þumlunga hvoru megin frá endanum“. Hann gat þess enn fremur, að ofan á hausnum, nálægt augunum, hafi verið tvö lítil horn eða angar, og virtist sem nöðrurnar beittu fremur hornum þessum en tönnunum, þegar þær hjuggu. Hann skoðaði ekki nákvæmlega nöðruna, sem hann geymdi, þar sem hann kvaðst af eðlilegum ástæðum hafa haft and- styggð á að handleika jafn viðsjála skepnu, og kysi heldur að láta fræðimönnum það eftir. Þegar Batallha kom til Surabaya, olli sagan nokkru umtali í fyrstu. Hollenzku yfirvöldin þar höfðu skipað tvo lækna til að rannsaka málið, en þeir sögðu Huston, að þeir hefðu aldrei heyrt um neitt svipað þessu áður, og þó að þeir væru allvel að sér um skriðdýr í hitabeltinu, væru þeir í talsverðum vafa um, að skepna sú, sem hann hafði látið þá hafa, væri venjuleg sænaðra, þar sem þeii’ aðeins þekktu hina gulleitu, blettóttu sænöðru, sem væri alþekkt við strendurnar, en hún væri að öllu leyti mjög frábrugðin þeirri, sem hann hafði fært þeim. Þeir vissu heldur ekkert um sjúkdómseinkenni lík þeim, sem iiann hafði talið sig sjá á hinum dauðu mönnum. Er hann hélt fast við framburð sinn, sem Herrando og aðrir yfirmenn skipsins staðfestu nákvæm- lega, létu þeir þá skoðun í ljós með noltkurri óþolinmæði í röddinni, að mannaumingjarnir hefðu sennilega verið bitnir af kobra-slöngu, eða einhverri álíka eitraðri nöðru, sem hefði leynzt í farmi skipsins. Skipið var kyrrsett í höfn í nokkurn tíma svo að unnt væri að láta nákvæma rannsókn fara fram, eítir kröfu brezka ræðismannsins, en mál þeirra Ellis og Manuels vörðuðu hann, því að þeir voru báðir brezkir þegnar. En rannsóknin leiddi ekkert í ljós, og loks. var skipinu leyft að sigla. Herrando skipstjóri kraíðist þess, að eiðfestar skýrslur væru teknar af honum og Huston stýrimanni og öllum þeim, sem komust lífs af á skipinu, og þær skýrslur voru afhent- ar hollenzku yfirvöldunum, þar sem hægt væri að vitna til þeirra, ef svö kynni að fara, að íram kæmu kærur eða kröfur á hendur honum sjálf- um eða skipinu. Læknarnir, sem höfðu rannsakað málið, héldu eftir nöðrunni, sem Huston hafði varð- veitt af mestu kostgæfni, og þeir kváðust mundu senda öðrum sérfræðingum hana til ýtarlegri 120 VtKINGVK

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.