Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Qupperneq 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Qupperneq 17
rannsóknar. En hirðulaus innfæddur þjónn fleygði nöðrunni út dag einn, ásamt ýmsu rusli, og hún fannst aldrei aftur. Almenningsálitið smálagaðist í það horf, að vissulega hefði eitt- hvað undarlegt gerzt um borð í Bathalla en að í hæsta máta væri ósennilegt, að skipið hefði orðið fyrir árás af mergð eitraðra naðra úti í sjó, sem hefðu hlotið að skipta milljónum þótt mjög varlega væri áætlað. En engin önnur skýr- ing kom fram. Það var októbermorgun einn seint á fjórða tug þessarar aldar, að Bandaríkjaskipið American Shipper kom til New York frá Liver- pool. Á leiðinni hafði skipið hreppt þrálátt fár- viðri, án þess þó að tjón hefði hlotizt af, þó að annað stórskip, President Harding, sem lenti í sama veðri, hafi orðið fyrir allmiklum skemmd- um, og hafi oltið svo mjög, að 73 farþegar slös- uðust. Þegar Robert Sullivan skipstjóri á American Shipper var spurður um hversu vont veðrið hefði verið, gerði hann lítið úr því og sagðist liafa lent í mörgum hvassviðrum um dagana, en um það væri ekki að sakast, þar sem það væri ekkert annað, en hver sjómaður mætti alltaf eiga von á. En hann sagði aðra sögu. Þegar hann hafði siglt um 200 mílur frá Liverpool, hafði óvenju- legt atvik komið fyrir hann. Síðla dags, er skip- ið var á nálægt 18 mílna ferð, dimmt í lofti og lítilsháttar undiralda, hafði það siglt beint á geysistóran hyal, hinn stærsta, sem skipstjór- inn hafði nokkurn tíma séð. Stafn skipsins gekk svo langt inn í skepnuna, að hann varð að keyra vélina aftur á bak, síðan áfram, og þetta nokkrum sinnum, og stýra alltaf sitt á hvað á rneðan, til þess að hrista af sér þetta risavaxna spandýr, ög hann áleit, að það hafi tekið um hálfa klukkustund. Sullivan skipstjóri gizkaði á, að líkurnar fyrir því, að skip hitti hval þann- ig nákvæmlega miðjan, mundu vera um ein á nóti biljón eða meir. Fréttamenn létu í ljós þá skoðun, að skip á stærð við American Shipper og jafn hraðskreitt rnundi fremur höggva hval hreinlega í tvennt, cf það hitti hann eins og í þessu tilfelli en fest- ast i honum. Skipstjói’inn benti þeim á ná- kvæma innfærslu í dagbókina, og til frekarí sönnunar sýndi hann þeim beiglaða plötu fram- an á skipinu, sem hann kvað hafa skemmzt þannig við áreksturinn. Fyrsti stýrimaður og yfirvélstjóri skipsins staðfestu staðhæfingar hans að öllu léyti, og undirstýrimaður einn benti á það, að rneira högg þyrfti til að höggva í sundur gljúpan hlut heldur en annan, sem veitti meira viðnám. Blaðamennirnir virtust gera sér það að góðu. Tankskipið R. J. Hanna, eign Standard Oil fé- VlKINGUR lagsins, var á siglingu um kl. 3.30 f. h. nokkur liundruð mílum fyrir vestan Fiji-eyjar. Dag- setningar er ekki getið. Skipið var á ferð frá San Francisco til Melbourne í Ástralíu og hrað- inn var um 11 mílur á vöku. Sjór var sléttur og bjartur af tunglskini, og 2. stýrimaður, sem var syfjaður, hugsaði meir um vaktaskiptin, sem tóku að nálgast, en neitt annað, því að þá kæm- ist hann til náða. Þá kom hann skyndilega auga á dökkleita, lága þúst, sem lá beint í stefnu skipsins. í sömu svifum tilkynnti útkíksmaður- inn, ofurlítið hikandi, að „eitthvað skrítið" væri framundan, og hinn undrandi stýrimaður, sem var að koma út úr kortaherberginu, og hefði verið reiðubúinn að veðja lífi sínu urn það, að engar eyjar væru þar í grenndinni, hljóp aftur inn í kortaherbergið til að gæta aftur í kortið og ganga úr skugga um, livort hann væri geng- inn af göfiunum. Hann þurfti ekki annao en lita snöggvast á kortið til þess að fullvissa sig um það, sem hann þegar vissi. Kyrrahafið, fyr- ir íraman skipið, var alveg laust við svo mikið sem smá rif, hvað þá þurrt land, nema þvi að- eins að sjókortaskrifstofa Bandaríkjanna hefði hlaupið alvarlega á sig. Það lá í augum uppi, að sjókortaskrifstofan hlaut að hafa hlaupið á sig, því að stýrimaður- inn, sem nú var orðinn alvarlega hræddur, varð að trúa augum sínum, sem sýndu honum svart á hvítu, að þessi fasta, dimma þúst, sem hann hafði séð áður, og breiddi úr sér langt til beggja hliða við skipið, var nú fast við stafn skipsms. Skipið hélt enn ferð sinni áfram, og ómögulegt virtist að forða strandi, en annar stýrimaður gerði allt, sem í mannlegu valdi stóð. Hann setti á íulla ferð aftur á bak, gaf viðvörunarmerki með flautunni, til þess að vekja sofandi skips- höfnina, og sendi hásetann, sem var við stýrið eftir skipstjóranum. Ekki er ólíklegt, að hon- um hafi verið órótt innanbrjósts og hann hafi álasað sjálfum sér fyrir að hafa ekki haít vit á að taka eitthvað til bragðs fyrr. Ef hann lifði það, að komast fyrir sjórétt, væri óhætl; að veðja um það, að hann missti réttindi sín vífi- lengjulaust. En nú varð því ekki bjargað. Sullivan skipstjóri (annar Sullivan) kom upp á stjórnpallinn um það bil, sem skipið kom að þústinni, og ásamt stýrimanninum og nývakinni undrandi skipshöfninni, greip hann í handriðið með máttvana fingrum, til þess að falla ekki við áreksturinn, sem hann átti von á, en skips- skrúfan hamaðist í vatninu til að reyna að stöðva ferð skipsins. Það var engin leið ti! að það tækist í tíma. R. J. Hanna seig áfram og rakst á, eii ekkert brotnaði eða brast, eins og búizt hafði verið við, og hinir starandi menn urðu máttlitlir í hnjá- liðunum er þeir sáu skipið renna gegnum eitt- 121

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.