Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Qupperneq 18
hvað mjúkt, sem lítið viðnám veitti, en urgaði
í, er það rann aftur með síðunum, svo að það
heyrðist gegnum vélaharkið. Eftir fáeinar sek-
úndur hafði þessi dökka þúst lokazt fyrir aftan
skipið, sem hægði á sér unz það varð hreyfing-
arlaust. Annar stýrimaður, ruglaður og undr-
andi, hringdi vélasímanum á stopp, ósjálfrátt.
Hávaðinn í vélinni lægði, og marrið og brakið,
sem jafnan má heyra í skipum á ferð, hljóðnaði,
en tunglið skein á föl og hátíðleg andlit skip-
verjanna. Olíuskipið rak gegnum þetta undar-
lega haf, og alltaf heyrðist þetta dularfulla urg-
hljóð við skipssíðurnar, sem öðru hvoru var
rofið, er einhver óstyrkur skipverji ræskti sig
eða muldraði eitthvað í barrn sér. Allt minnti
þetta á martröð eða annarlegan, óraunhæfan
heim.
Eigi er ósennilegt, að Sullivan skipstjóra hafi
dottið í hug að senda út neyðarskeyti, eða að
minnsta kosti að gefa til kynna, hvað komið
hefði fyrir, sem einskonar viðbúnaðarmerki um
hjálp, sem hann kynni að þui'fa á að halda. En
það var greinilegt, að skipið var með öllu ó-
skaddað, og forvitni hans og heilbrigð skynsemi
rak hann til að athuga málið nánar, áður en
hann tæki ákvarðanir um nokkuð annað. Iiann
lét setja fötur varlega niður með síðunni, til
þess að kanna þetta furðulega haf, en til að
byrja með flutu þær á hliðinni á yfirborðinu,
hvað sem það var. Þær voru dregnar inn aftur,
þyngdar og látnar fyrir borð. Mönnum létti all-
mjög, þegar þær voru dregnar upp aftur. þó
að það varpaði engri birtu yfir málið, því að í
fötunum var venjulegur sjór.og ofan á honum
flaut gráleitt duft og smásteinar, sem voru ó-
trúlega léttir. Loks varð Sullivan skipstjóri
sannfærður um, að fyrir stafni væri ekkert, sem
skipi hans gæti stafað hætta af, svo hann lét
setja vélina í gang aftur og lét setja sömu
stefnu og áður, varlega fyrst, en djarflegar eftir
því, sem á leið.
Mestallan næst dag sigldi R. J. Hanna gegn
um þetta undarlega gráa duft, sem lá á hafílet-
inum svo þétt, að hvergi sá í sjóinn, svo langt
sem augað eygði allt í kring, og var þó stöð-
ugur vörður með sjónauka í tunnunni á fram-
siglunni. Sullivan skipstjóri hafði siglt um hita-
beltishöfin og hin dularfullu suðurhöf um
margra ára skeið, en aldrei fyrr liafði hann
orðið fyrir neinu svipuðu þessu. Hann vissi, að
honum var kunnugt um skýringu á þessu, þó
að hann gæti ekki komið henni fyrir sig, hvern-
ig sem hann braut um það heilann. Þegar hann
loks datt ofan á það, varð hann að bíða þangao
til hann hafði komið skipi sínu í höfn í Mel-
bourne, til að fá hugboð sitt staðfest. Hann
hafði heyrt sögu fyrir svo löngu síðan, að hann
hafði nærri því gleymt henni, og hafði ekki
meir en svo trúað henni fyrst er hann heyrði
hana.
Um tvö hundruð mílum fyrir suðaustan stað-
inn, þar sem skipið hafði komið í þetta líflausa
gráa haf, voru tvö neðansjávareldfjöll. Þau gusu
óreglulega og á löngum fresti, og er hraunið
kom við sjóinn storknaði það jafnskjótt og varð
holótt og létt eins og svampur. Vitað er til, að
slíkt hraun hefur þakið mörg hundruð fermílna
svæði, og það hefur ýmist verið örþunnt skæni
eða allt að tveim fetum á þykkt.
Þess er ekki getið, að annar stýrimaður á
R. J. Hanna hafi fengið fyrstu gráu hárin þessa
hitabeltisnótt, þrjú hundruð mílum fyrir vestan
Fiji eyjar. En ekki er það ólíklegt.
Það var sólskinsdag einn í aprílmánuði 1937,
að farmskipið Lewis Luckenbach var á siglingu
suður með vesturströnd Mexico, sökkhlaðið
stáli. Skyndilega var eins og tröllaukin hönd
legðist á skipið og drægi úr því ferð um helm-
ing. Á sama augnabliki hrökk varðmaðurinn í
stafninum, sem hafði látið augun reika um
blátt, slétt hafið, upp við það, að hvítfyssandi
alda reis fast við stafn skipsins, byltist inn yfir
borðstokkinn, á lúkarskappann og gerði hann
holdvotan. Aldan hjaðnaði þegar í stað, og stýri-
maðurinn, sem var á verði, kom fram á til að
rannsaka málið. Hann leit út yfir borðstokkinn
og sá sér til mikillar undrunar gríðarstóra skötu,
sem lá fyrir stafni skipsins og lamdi sjóinn og
skiþshliðarnar. Þessi tígulmyndaða, flatvaxna
ófreskja, sem hlýtur að hafa verið margar smá-
lestir á þyngd, var kaffibrún á lit og dökkdröfn-
ótt á baki, en marmaralit og rákótt á kviðnum.
Hann gizkaði á, að hún væri að minnsta kosti
þrjátíu feta breið, og hárbeittur, sagartenntur
halinn, með eiturbrodd upp við rótina, var full
tuttugu fet á lengd einn saman, og skepnan veif-
aði honum af slíkum ofsa, að maður, sem hefði
orðið fyrir einu slíku höggi, hefði lamist í
tætlur.
Það var ekki að sjá, að risaskatan hefði særzt
við áreksturinn. í stað þess að reyna að forða
sér var hún kyrr, og reyndi eftii' megni að
hindra ferð skipsins. Eins og áður er sagt, var
Lewis Luckenbach sökkhlaðið stáli, og sjálft var
skipið þungt og aflmikið. En þó að vélarnar
væru látnar ganga fyllstu ferð og alls væri
freistað, reyndist ókleyft að losna við þetta
flykki, sem hékk utan í skipinu, og komast á
fulla ferð aftur. En það var ekki nóg með það.
ílin æsta skepna tók að fikra sig upp eftir
stefninu þrátt fyrir allar tilraunir skipshafnar-
innar til að losa hana af skipinu með bátakrók-
um og járnkörlum, og þeir urðu að fara mjög
varlega til að forðast að verða fyrir hinum
hættulega hala skepnunnar. Þeir börðust við
122
VÍKINGUR