Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Síða 20
dieselvélar og rafdrifin spil reynast, gang skip-
anna og annað, sem útgerðarmenn og skipstjór-
ar hér telja ekki reynslu fyrir á íslandsmiðum.
Spurningar þessar voru sendar flugleiðis nokkr-
um skipstjórum af íslenzkum ættum, sem stunda
veiðar frá Boston. Auk þess hefur verið send
nefnd manna með sérþekkingu á togaraútgerð
til Boston til að ganga úr skugga um hvort skip
þessi muni hæfa íslenzkum staðháttum.
Verðtilboða hefur enn ekki verið leitað um
skip þessi, en talið er, að þau muni verða mjög
dýr miðað við það, sem áður hefur verið, og
ýmsir telja að verði í Evrópu að stríðinu loknu.
Þó er líklegt, að verði mörg skip pöntuð, muni
það hafa í för með sér verulega lækkun á verði
hvers þeirra.
Margir þeir, sem hafa fengizt við botnvörpu-
veiðar, hafa ótrú á rafdrifnum togspilum. En
nú er það haft eftir mönnum, sem hafa kynnt
sér þessi mál rækilega í Ameríku, að þau raf-
drifnu spil, sem notuð eru á togurum þar,
standist að öllu leyti samanburð, hvað nothæfni
snertir. Meðal þeirra er maður hér úr Reykja-
vík, sem er þaulkunnugur togaraútgerð, og hef-
ur gert sér tvær ferðir vestur um haf til að
kynna sér þessi mál sérstaklega.
Það liggur í augum uppi, að stórhættulegt
getur verið að draga um of kaup á nýjum skip-
um til fiskveiðanna hér við land, ef við eigum
að standast nágrannaþjóðunum snúning í sam-
keppni um markaði. Bretar eru þegar teknir að
leysa fiskiskip úr herþjónustu til að setja þau
á veiðar, og flest þau skip munu betri og hent-
ugri fiskiskip en þau beztu, sem vér eigum.
Þegar er um endurnýjun fiskiskipa vorra að
ræða, er varhugavert að láta sér hátt verð
þeirra um of vaxa í augum, enda er vitanlegt,
að ýmsir smáútgerðarmenn hafa ekki horft í
að láta byggja, ýmist að nýju, eða endurbyggja
gömul skip, þó að verð þeirra hér sé nú að
minnsta kosti fimmfalt á við það, sem var rétt
fyrir stríðið. Ef það getur borið sig, að reka 50
smálesta mótorbát, sem kostar um eða yfir 600
þús. krónur, hví skyldi það þá ekki eins geta
borið sig að reka togara, sem kostar á við fjóra
til fimm slíka báta? Afköst hans ættu a. m. k.
að jafnast á við þá og meira til.
Það ber vott um lofsverðan áhuga stjórnar-
valdanna fyrir nýbyggingarmálunum, að gagn-
gerðar athuganir skuli vera látnar fara fram
í þessum málum. En það verður að hafa hraðan
á. Þessar athuganir eru nú þegar búnar að
taka of langan tíma, og nú er að snúa sér að
framkvæmdum, ef vér eigum ekki að verða eftir
tímanum eins og svo oft áður.
Annað er það atriði, sem ekki hefur vei'ið
nægilega gaumur gefinn, að mínu áliti, í þessu
sambandi. Það er menntun nægilega margra og
SJÓMANNABLAÐIÐ VlKINGUR
Útgefandi:
Farmanna- og fiskimannasamband Islands.
Ritstj. og ábyrgðarm.: Gissur Ó. Erlingsson.
Ritnefnd:
Hallgrímur Jónsson, Grímur Þorkelsson,
Henry Hálfdánsson, Konráð Gíslason, Þor-
varður Björnsson, Snæbjörn Ólafsson.
Blaðið kemur út einu sinni í mánuði, og kostar
árgangurinn 25 krónur.
Ritstjórn og afgreiðsla er á Bárugötu 2, Reykja-
vík. Utanáskrift: „Víkingurpósthólf íS5, —
Reykjavík. Sími 565S.
PrentaO í ísafoldarprentsmiöju h.f.
hæfra manna til að taka að sér rekstur þeirra
skipa, sem fengin verða, því að þau verða að
vera mörg. Með þeim skipastóli, sem vér eigum
nú, er tilfinnanlegur hörgull á mönnum í flestar
þær stöður um borð í skipunum, sem sérþekk-
ingu þarf til að inna af höndum. Nægirí því sam-
bandi að benda á undanþágufaraldurinn, sem
hefur viðgengizt alla styrjöldina. Einna tilfinn-
anlegast mun það vera hvað vélstjórnarmenn
snertir. Þó er það einnig svo t. d. um loftskeyta-
menn, að oft og einatt hafa skipin orðið að
sigla loftskeytamannslaus vegna þess, að eng-
inn hefur fengizt. Þetta má að miklu leyti kenna
því, hve námskeið hafa sjaldan verið haldin
fyrir þá, og er mér kunnugt um, að færri hafa
stundum komist á námskeið en óskað hafa. Um
vélstjórnarmenntunina þarf ekki að fjölyrða.
Fjölda nemenda eru takmörk sett af stéttar-
samtökum járniðnaðarmanna, þar sem sú furðu-
lega regla viðgengst, að þeir, sem ætla sér að
verða vélstjórar á skipum, verða að hafa lokið
námi í járnsmíðaiðn áður en þeim er leyft að
hefja vélfræðinám. Þessu þarf öllu að kippa í
lag. Það er ekki nóg að reisa sjómannaskólanum
veglegt hús, heldur verður einnig að búa svo um
hnútana, að sem flestir ungir menn geti hlotið
þar þá menntun, sem hugur þeirra stendur til,
en að eigi séu settar óeðlilegar skorður með úr-
eltum og óheppilegum lagafyrirmælum.
Það virðist í alla staði eðlilegast og réttast,
að þeir, sem vilja hljóta menntun í einhverri
grein sjómannafræðslunnar, fái hana fyrst og
fremst í sjómannaskólanum og við störf á sjó.
En þá þarf vitanlega að leggja áherzlu á verk-
lega kennslu í skólanum jöfnum höndum við þá
bóklegu. Þetta atriði þarf gaumgæfilegrar at-
hugunar, og það sem fyrst, ef gerfimennskan
á ekki að verða yfirgnæfandi á skipum vor-
um.
324
VlKINGUR