Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Side 23
Þórarinn Jónsson:
Björgun
(Siguröur formaður)
Um stjórnarvölinn hélt hann styrkri mund
og starði öldunum mót.
Þær geistust á móti’ honum léttar í lund
með lokkandi bros og örvandi liót.
Faldinum hreyktu og faðminn út breiddu
og formanninn til sín með brosinu seiddu
Hann Sigurður brosti við brotsjóa fans
og brátt er komi'ð drif.
Oft hafði liann komist í krappan davs
í kring um Langarif.
Hvað er að tarna? — Hann hvessir brá
og heldur sig neyðarmerki sjá.
Breytt er um stefnu móti’ stormi og sjó
og stríðið af alvöru háð.
Hann skipanir gefur, með röggsemi og ró
og ræna vill Ægi bráð.
Því bátinn þarna að Rifinu relcur
þar rjúkandi Hrönn sína nátönn skekwr.
Maður og bátur, þeir eru eitt
og aldrei fremur en nú.
Við skjótan dauða er skeiðið þreytt
hvort skyldi þeim takast að tengja brú?
sem bjargaði hinum frá brotinu kalda
en brimið óx og þyngdist alda.
Björninn flatrak um freyðandi haf
og framundan dauðinn beið.
Brátt nálgaðist grunnbrotsins nákalda traf
og nátönnin hvassa, þá litlu skeiö
sem örlítil byltist á öldunum bláu
aflvana fyrir hrönnunum háu.
Þeir dauðans biðu með dáðríkri ró
ei digna, þótt reynslan sé hör'ð.
Þeir hafa áður reyyit svipað á sjó
og séð líka sáttmálagjörð,
þar uppgjörið er á eina hendi
að æfiskeið þeirra, sem hraðast endi.
Brandur skipstjóri á Birninum var
bjartur á hvarm og hár.
Gamall að árum en ekki neitt skar
öldurmannlegur en knár.
Arnhvössum augum gegn rokinu rennir
þótt rennvota hva/rmana sjólöðrið brenni.
Hann nuddar augun og nú sér hann fley
er nálgast með fjörlausn og grið.
Hvort verður á undan, það veit hann ei
voðaleg er þessi bið.
Skammt frá þeim válega boðann brýtur,
í brotinu rjúkandi dauðinn þýtur.
Og Björninn flatrak með bilaða vél
þeir breytt gátu ei stefnunni neitt.
Þeim blasti við lífið, en hins vegar hel
þeir horfðu á kapphlaupið þreytt.
Aumt var að sitja auöum höndum
en óðfluga reka að dauðans ströndum.
Hver seglpjatla áður fokin fór
í flaumsins æðandi gný.
Nú reið yfir bátinn rjúkandi sjór
og rokið æstist á ný.
Það mjókkaði bili'ð til beggja lianda.
Þeir bjargast. enn gátu úr þessum vanda.
Að baki þeim orguðu ólögin grimm
sín ógnandi tröllslegu Ijóð.
Þeir æðrulaust biðu á bátnum fimm,
þá brast hvorlú kjark né móð.
Það þýddi nú lítt að sitja og sýta
sæmra var eftir björgun að líta.
Nú bar hann Víking sem óðast að
mót öskrandi roki og sjó.
Hver einasti skipverji skildi það
sú skýring ei firrti þá ró. —
Tveir brutust fram á, þótt brotsjór ylti
og bátinn alveg lunninga fyllti.
Líftaug frá Víkingi fleygt var fljótt
er framhjá brunaði hann.
Grimmefldar hendur gripu hana skjótt
um greiparnar sjórinn rann.
Hinn digri kaðall í bátinn var bundinn
og brátt var upp runnin frelsis-stundin.
I skjóli undir liöfðanum liópur beið
og horfði út í rjúkandi byl,
hann starði út í sortann og lcvíðandi kveið,
að kæmi ein harmsagan til. —
1 Ægisdjúp væru týndir tíu
en tregi og sorg yrði birt að nýju.
En Ijósi'ð og skuggarnir skiptast oft á
og skjótt getur birt til á ný.
Ljósi i sortanum Ijóst fyrir brá
það lifnuðu vonir með því.
Fólkið var kyrrlátt, en ofviðrið æddi,
og öskrandi brimið um ströndina flæddi.
VlKINGUR
m