Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Síða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Síða 16
Hjón og einn maður til, ungur maður og lagleg- ur, voru saman í járnbrautarvagni. Skyndilega fór lestin inn í jarðgöng og var þreifaridi myrkur. Ungi maðurinn notaði tækifærið og kyssti frúna á meðan lestin var í göngunum. Þegar lestin kom út í dagsbirtuna, laut eigin- maðurinn að konunni og sagði; — Það kostaði nú bara tvær milljónir króna að byggja þessi göng. — Og þau eru áreiðanlega þess virði, svaraði frúin. ¥ Alexander Dumas eldri sat einu sinni í veizlu við hlið húsmóðurinnar, sem gerði allt, sem í hennar valdi stóð til þess að skemmta hinum fræga gesti sínum. — Þér voruð hjá herra V. í gærkveldi. — Já. — Leiddist yður ekki þar? — Mér leiðist aldrei þar sem ég er, svaraði Dumas. ¥ Frú N. N. ætlaði á hljómleika, en varð of sein. Þegar hún kom að dyrunum, sagði hún við dyra- vörðinn; — Hvaða symfóníu er nú verið að leika? — Þá níundu, svaraði hann. — Hamingjan góða! Og ég sem flýtti mér þó eins og ég gat. ¥ Frægum sönglcennara var stefnt fyrir rétt til þess að bera vitni. Áður en réttur var settur, gekk hann til dómarans og sagði: — Afsakið, herra dómari, við þekkjumst, er ekki svo? — Nei, ég hefi ekki þann heiður, svaraði dóm- arinn. — En ég hefi kennt dóttur yðar söng. — Þriggja ára fangelsi við vatn og brauð, sagði dómarinn þurrlega. ¥ Á hljómsveitaræfingu sagði Anton Bruckner einu sinni: — Þetta á að leika pianissimo. Fiðlurnar léku veikar. En hann endurtók: — Skiljið þið mig ekki? Pianissimo! Fiðlurnar léku ennþá veikar, en Bruckner hrópaði fokvondur: — Hamingjan góða! Pianissimo! Fiðlararnir voru vita ráðalausir, en næst þegar þeir komu að þessum vandræðakafla, létu þeir fiðl- urnar síga og léku alls ekki. Brurkner leit til himins með forkláruðum svip, hélt áfram að stjórna og sagði: — Guð minn góður! En hvað þetta er dásamlegt. ¥ Á FRÍVJ Eiginkonan: — Þetta er einkennilegt. Hér er verið að auglýsa skyrtur, sem engar tölur eru á. Eiginmaðurinn: — Það er nú ekki nýtt fyrir mig; ég hef alltaf verið í tölulausum skyrtum frá því að ég kvæntist þér. ¥ . .Nábúinn: Maðurinn yðar virðist vera afar kyrr- látur og hæggerður maður. Hvað gerir hann á kvöldin ? Fúin: — Venjulega situr hann og hugsar, en stundum bara situr hann. ¥ Vinnuveitandinn: — Ert þú ekki sami drengur- inn, sem kom hingað um daginn og ég sagði að ég þyrfti ekki dreng? Snáðinn: — Jú, þess vegna kom ég aftur; nú er ég orðinn eldri. ¥ Það er sagt um lækna, að þeim verði ekki mikið um, þó að sjúklingur þeirri deyi. Þeir bara hugsa SVO; Skítt með það; sjúklingurinn hefði eins getað dáið, þó að ég hefði ekki verið sóttur. ¥ . .Hún: — Mér þætti gaman að vita, hvað marga menn ég geri óhamingjusama, þegar ég gifti mig. Hann: — Hvað ætlið þér að giftast mörgum? ¥ Lítil telpa horfði lengi framan í afa sinn og sagði að lokum: — Heyrðu, afi, varst þú í örkinni hans Nóa? Afinn: — Ónei, barnið mitt. Telpan: — Og af hverju drukknaðirðu þá ekki. ¥ Höfum við eklci sést áður? sagði maður við annan mann. — Trúlegt þykir mér það, svaraði hinn. Ég hef verið fangavörður í 25 ár. ¥ Klukkan tólf rak faðirinn höfuðið fram í gættina og sagði: — Hvernig er það, Mabel! Kann þessi ungi herra ekki að bjóða góða nótt? Mabel (í myrkr- inu fyrir framan): — Jú, hann kann það áreiðanlega betur en flestir aðrir. 194 VIKINEUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.