Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Blaðsíða 21
En honum fannst það nokkuð einkennilegt að hún skyldi þekkja hann og vita hvað hann hét. „Fáðu mér nú kettlinginn og komdu svo niður vaðinn á eftir mér, stúlka mín. Nú kemstu það. Heldurðu það ekki?“ „Jú, jú! Ég held að ég komist það“, sagði hún og var svo ósköp örugg. „En gættu nú þess, að færa ekki nema aðra höndina í einu og að láta þig ekki renna, því þá er svo hætt að við verðum bæði að farlama vesalingum", sagði hann uppörfandi. „En þetta gengur allt ágætlega. Ég finn það á mér. Nú fer ég fyrst í vaðinn og svo kemur þú á eftir. Þetta verður allt í lagi, og miklu betra en fólkið heldur". Hann þóttist viss um að ópin og lætin í fólkinu hefðu orðið, frekar en sjálf lífshættan, til þess, að hræða vesalings stúlkuna. Öll óp og köll þögnuðu, meðan Kathleen handfangaði sig niður eftir vaðnum á eftir Tom. En taugaæsingur áhorfendanna var mikill. Og þegar þau voru komin alla leið niður á jörð, laust upp samtaka gleðihrópi. Hartley gamli varð fyrstur til að koma til þeirra, Hann staulaðist þangað, sem Tom hafði borið Kath- leenu og sett hana þannig niður, að hún hallaðist upp við tré. Hann var að hvísla að henni hughreystingar- orðum um leið og hann strauk hárið frá andliti hennar. Hún opnaði augun — og hvað Tom sá þar, getur hann sennilega bezt sagt sjálfur. „Tom“, sagði faðir hans hásri röddu. „Þú — þú ert kominn aftur. Ég var að horfa á þig þarna uppi. Ég hélt, að ég hefði aðeins fengið að sjá þig heima til þess að. missa þig strax aftur, þegar ég sá að hnykkur kom á vaðinn við þunga ykkar. Þú, Tom, og litla stúlkan, þessi blessaða sál, sem mér var farið að þykja svo vænt um. Já, ég hélt að —“. En Tom lét hann ekki þurfa að ljúka við setninguna og greip fram í: „Við erum nú úr allri hættu, pabbi. Þetta er allt um garð gengið“, sagði hann svo blíðlega. Þau fengu húsaskjól um nóttina hjá nágranna James Hartleys. Og næsta dag fóru þau niður í búðina og inn í bakherbergið, þar sem Tom og faðir hans höfðu átt í hinni örlagaþrungnu deilu fyrir fimm árum, deilu, sem hafði orðið þeim báðum svo beisk. Kathleen var rjóð og hugsandi þar sem hún sat þarna hjá feðgunum. Hún hafði roðnað, af því að hún var að hugsa um það, sem hún hafði sagt við Tom í gærkvöldi. Hana langaði svo mikið til að vita, hvað hann mundi hugsa um hana. Og það var skrítið, að honum fannst það ekkert und- arlegt, að hún þekkti hann. Hann hafði ekki spurt hana neitt að því. Og hann var strax farinn að ávarpa hana Kathleen — skírnarnafni hennar — en ekki ungfrú Peters. Og þau töluðu saman eins og þau hefðu þekkzt alla ævi. Tom sat með annan handlegginn yfir herðar föður síns og James Hartley sagði: „En af hverju skrifaðirðu aldrei?" „Það voru nú ekki mörg tækifæri til þess“, svaraði hann. „Ég fékk þrjú hitaveikis-köst — hvert á fætur öðru. Og svo fékk ég líka alvarlegt högg á höfuðið, við það, að seglrá brotnaði. Af því höggi leiddi það, að ég fór einn hring kringum hnöttinn í þeirri trú, að ég héti Bill Smith. En svo fór ég smámsaman að muna, að nafn mitt var eitthvað annað — ættamafn mitt var ekki Smith". Og nú leit hann brosandi til föður síns, svo að skein í hvítar tennurnar. „Ég var á Malay, þegar allt rann ljóslega upp fyrir mér. Það var eins og minnið flæddi allt í einu yfir mig. Ég mundi allt — allt. Og þá varð ég gripinn ákafri heimþrá. Ég vann mig áfram — heim á leið. — Og nú —“. Hann þagnaði. „Og nú?“ spurði faðir hans með þeirri röddu, sem hann gat ekki haldið i skefjum. Tom leit til Kathleenar, sem þá snéri sér undan. En hann gat þó séð roðann, sem þaut fram í kinnarnar og vangana. Hún iaut höfði og endurtók spurningu gamla mannsins: „Já, Tom — og nú?“ „Ég kom heim“, sagði Tom, „af því að ég hélt, að mér mundi verða tekið vel, þrátt fyrir allt. Og nú er ég staðráðinn í því, að vera kyrr hérna — framvegis". En hann Tom Hartley fór ekki í búðina. Hann fór að vinna á skipasmíðastöðinni við strandgarðinn. Hann komst þar vel áfram og varð brátt forstjóri stöðvar- innar. Hann settist að í litlu húsi, nærri húsi föður síns. Og hún Kathleen? — en auðvitað getið þið sjálf getið ykkur þess til, hvar hún settist að. Árin liðu — og það var kominn nýr maður í litla húsið. Það var hraustlegur ungur maður, sem þótti vænt um að mega heimsækja hann afa sinn og fá eitt- hvað gott í munninn hjá honum. Dag nokkurn stóðu þau: James Hartley, Tom Hart- ley, Kathleen Hartley og Jimmy litli, fyrir utan búðina hans Hartleys gamla og voru að horfa á viðskiptavin- ina, sem gengu þar inn og út. „Ég ætla að fá mér svona búð, þegar ég er orðinn stór. Get ég það ekki, pabbi?“ Tom og faðir hans litu hvor á annan og Kathleen hélt niðri í sér andanum. „Máske", sagði pabbi hans rólega. „Og máske á ég eftir að lifa þann dag, að sjá hann Jim Mason mála „& sonur" á búðarskiltið mitt“, sagði gamli maðurinn. Og Tom stakk handlegg sínum undir handlegg föður síns og gekk með honum ásamt konu sinni og syni þeirra, gáskafullum og hraustlegum snáða, inn í búðina. Sig. Fr. Einarsson endursagði söguna úr ensku. LEIÐRÉTTIINIG í minningargi'ein um Guðlaug Helgason í síðasta blaði hafa orðið nokki-ar villur. 1. í ljóðlínum Hallgríms Jónssonar stendur í ann- arri línu neðan frá: þökk fyrir samúð, á að vera þökk fyrir sambúð, einnig æskugleði. 2. í 17. línu greinarinnar stendur: öll þessi störf, á að vera öll þau stöi’f, sem honum voru falin að vinna. 3. í 7. línu i sama dálki neðan frá stendur: „Þarna er slitin ,,kastlína“, á að vei'a: þai'na er slitin „kall- lína“. Það er lína, sem allir togarasjómenn þekkja. 4. Seinni vísan eftir Guðlaug (sáluga) á að byrja þannig: Aumra þýja aðferð klúr. — Þetta er góðfús lesandi beðinn að leiðrétta hver í sínu blaði. F. Ág. H. V I K I N G U R 199

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.