Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Page 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Page 24
Knattspyrnukeppni verzlunarskipa Eimskipafélag íslands h.f. hefur gefið bikar til keppni í knattspyrnu milli verzlunarskipa, og vinnst hann til eignar á þessu ári. Keppni þessi er haldin að tilhlutan Sjómannadagsráðs og skipa knatt- spyrnunefnd þeir Böðvar Steinþórsson formaður, Stefán Björnsson og Tómas Sigvaldason........... Þessi skip taka þátt í keppninni, Eimskipafélags- skipin, Gullfoss, Goðafoss, Dettifoss, Lagarfoss, Brúayfoss, Reykjafoss og Tröllafoss, og skip Skipa- útgerðar ríkisins Esja og Hekla, svo og varðskipið Ægir. Verður nánar sagt frá keppni þessari, þegar henni er lokið. A Sjómannadaginn síðasta kepptu í knattspyrnu skipverjar á Reykjafossi og Tröllafossi um bikar, er Sjóklæðagerð íslands hefur gefið til keppni á sjómannadaginn, og unnu skipverjar á Goðafossi hann 1951. Leikar fóru svo á sjómannadaginn að jafntefli varð, 1:1, þrátt fyrir framlengdan leik. — Akvað stjórn Sjómannadagsráðs að afhenda hverj- um keppenda frá báðum liðum verðlaunapening Sjó- mannadagsins, en svo skyldu þau keppa aftur um bikarinn. Fór þessi leikur fram 25. júlí og endaði þá einnig með jafntefli, 1:1:, og varð framlengt, og tókst þá Tröllafossi að setja úrslitamark um bikar Sjóklæðagerðarinnar. Lauk leiknum því með sigri Tröllafoss, 2:1. Að leik loknum afhenti Böðvar Steinþórsson sig- urvegurum bikarinn fyrir hönd Sjómannadagsráðs. Dómari var Hannes Sigurðsson. Hefur vaknað mikill áhugi fyrir knattspyrnu meðal skipverja á verzlunarskipunum. — Hafa og Skipverjar á m.s. Reykjafossi, er kepptu um bikar Sjóklæðagerðarinnar. Skipverjar á m.s. Tröllafossi með bikar Sjóklæðagerðarinnar. knattspyrnulið frá sumum þeirra keppt á erlendum vettvangi, yfirleitt með góðum árangri. Verður væntanlega skýrt nánar frá þessu síðar hér í blað- inu. — Böðvar Steinþórsson afhendir fyrirliða m.s. Tröllafoss-liðsins, Eiríki Ólafssyni stýrmanni bikarinn. zaz VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.