Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Blaðsíða 6
kópana nýfasddu og gerir oft mikinn usla á við- komunni. Um vorið sáu þeir félagar mörg hreindýr fyr- ir innan Rwuðhöfða svipað og haustið áður. Þar virtist vera mjög gott haglendi fyrir dýr, því í dölunum á milli lágra hlíða er veðursæld og gróður mikill, enda sáust á stóru svæði troðn- ingar og götuslóðar í allar áttir, svo og beina- grindur og hreindýrahorn snjáð og fáguð af skepnum dauðum fyrir tugum og jafnvel hundr- uðum ára síðan. Snemma í aprílmánuði urðu leiðangursmenn fyrst varir við farfugla, lóur, spóa o. s. frv. og seint í mánuðinum og í byrjun maí komu alls- konar land- og sjófuglar. Eftir því sem snjórinn þiðnaði á láglendinu og lagnaðarísinn bráðnaði á firðinum, auðgaðist fuglalífið mjög mikið, meðal annars af gæsum, öndum, æð'arfiugli, svartfugli o. s. frv. Til að byrja með skutu þeir félagar mikið af fugli, en eftir því sem leið að varptímanum hættu þeir því með öllu. Þegar leið á sumarið og ungarnir voru orðnir fleygir, byrjuðu þeir fé- iagar aftur að auka matarforða sinn með alls- konar fuglategundum, þar á meðal gæsum, önd- um, lómi, himbrima og æðarfugli, svartfugli m. m. Dag einn í lok júlímánaðar komu veiði- menn heim í kofa sinn meðal annars með 60 gæsir, og þótti það góður fengur. Kapt. Ryder tekur það fram, að þrátt fyrir þótt þeim félögum sýndist landið ærið hrjóstr- ugt frá skipinu að sjá, virtist það vera býsna grösugt þegar í land var komið. Kjarr, lyng og blóm af mörgum tegundum, klæddu hlíðarnar upp að snjólínu, sem þarna var í hérumbil 1000 feta hæð. Og þegar þeir fé- lagar ferðuðust í landi, fannst þeim ærið örð- ugt að komast áfram gegnum hnéhátt lyng og skógarkjarr. Af berjum var þarna ógrynni. Bláber, kræki- ber og fleiri tegundir. Allskonar blóm og rósir uxu þarna. 1 hlíðum og dölum, er lágu móti suðri, var suðrænn hiti og bakandi sól marga daga í röð í síðari hluta ágústmánaðar, svo menn gengu lítið klæddir' og nutu sumarsins eins og þeir væru mörgum breiddarstigum sunnar. 1 lok ágústmánaðar fór kapt. Ryder með nokkrum mönnum í rannsóknarferð lengra inn í flóanum, þangað sem kallað er Rauðoddi. Þar fannst þeim mjög gróðursælt. Þar voru hrein- dýr í hópum og voru mjög spök. Undirforingi Vedel skaut 4 dýr. Fleiri vildi hann ekki skjóta. Kapt. Ryder skrifar, að hann óvíða á vestur- strönd Grænlands hafi séð jafn gróðursælt sem þarna. „Ekki er hægt að segja annað, en að dýralíf sé talsvert mikið í Scoresby-sund“, skrifar kapt. Ryder, og þar sé góður staður fyrir veiðimenn, sem eru vel útbúnir. En hann viðurkennir, að það sé aðeins lítill hluti af þessu næstum ótak- markaða svæði, sem honum hafi tekist að rann- saka. — En þótt dýralíf sé þar tiltölulega mikið, þá virtist honum það næsta ótrúlegt, hve jarð- argróður, blóm og berjategundir þróuðust og uxu á skömmum tíma, eftir því sem sólin steig hærra á loft og hitinn óx. Um vöxt og lit margra hinna viltu blóma, er vaxa þar í brekkum og á láglendi skrifar hann, að stærð og litskrúð sumra þeirra geti vel jafnast á við fegurstu gluggablóm, er sjást í stórborgunum. I ágústmánuði var mýbitið suma daga óþol- andi, og var það mjög að kenna því, að þeir skipverjar höfðu ekki nægilega góðar andlits- hlífar til varnar gegn þessum óvinum þeirra. Þann 8. ágúst 1902 hélt kapt. Ryder heim á )eið með Heklu frá Scoresby-sund. „Okkur hafði liðið mjög vel á ferðinni", skrifar hann. Þess má geta, að vegalengdin milli vetrar- stöðvar kapt. Ryders á Danmarkseyju og þess staðar við mynni Scoresby-sund, er Einar Mikkelsen rúmlega 30 árum síðar stofnaði ný- iendu sína, er á að gizka eins og vegalengdin frá Reykjavík til Snæfellsness. Svo hér er um all- mikið landrými að ræða. Frá heimferð kapt. Ryders til Danmerkur er iítið að segja. Hún gekk vel. Hann lætur þess getið, að hann tók stefnu frá Scoresby sund til Vestfjarða á Islandi. Eftir að hann hafði siglt nokkrar mílur, hitti hann norska hvalveiðabáta, er voru gerðir út frá Vestfjörðum og létu vel af aflabrögðum. Seinna þegar hann var kominn rúmlega miðja vega milli íslands og Grænlands, hitti hann nokkra islenzka þilbáta, er áttu heima á Vestfjörðum svo og Norðurland. Þeir láu fyrir stjóra og fisk- uðu hákarl á handvað. Um þetta farast honum orð á þessa leið: „Manni getur ekki annað en kennt í brjóst um þessa aumingja menn, sem á litlum manndrápsfleytum illa útbúnum liggja íyrir stjóra dögum saman langt norður í hafi, þar sem allra veðra er von og dorga eftir há- karli“. Svona var það þá. Áhættusöm atvinna, er í mörgum tilfellum kostaði fjölda röskra manna lífið. Merkilegt að kapt. Ryder — maður, sem í VÍKINGUR 13E3

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.