Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Blaðsíða 22
hefði hún trúlofast mér, sko, ég á við“.
„Þú ert allur í mat og kvenfólki. Ég er að horfa eftir
skipinu.
Ég- hefði helzt viljað sjá það fyrir myrkrið".
,,Þú átt að vera kaldur eins og ég, lagsi“, sagði
Svenni. „Því sjáðu, mér er alveg sama, þó ég þurfi að
damla hér með árunum í nótt“.
„Ég held nú“, sagði Siggi, „að við ættum ekkert að
geta um það, að við höfum verið I landi í nótt. Treystir
þú þér til að þegja um það, Svenni?“
„Ég get þagað, það er alveg óskiljanlegt að við getum
það, en þá sko, megum við ekki geta um hangiketið eða
vinnukonuna, nátturlega af alveg óaðskiljanlegum á-
ætlunum".
Þá hætti Siggi allt í einu að róa og horfði inn með
fjallinu.
„Þarna er skútan að koma, sko, þarna, og bendir
Svenna.
„Ja, hver andskotinn", hrópaði Svenni. „Er bara
komin, hefur sjálfsagt verið að leita að okkur þarna inn
í sveitinni".
„Nú skulum við róa hérna dálítið út á víkina, svo
þeir sjái okkur betur“, sagði Siggi.
„Já, það er alveg rétt, en hún fer nú hægt og verður
sjálfsagt ekki komin fyrr en seinna“.
„Við skulum nú samt róa þvert út frá landinu", sagði
Siggi. „En segðu mér nú söguna af sjálfum þér, þegar
þú varst ráðinn kokkur í fyrrasumar. Þú hefur alltaf
verið svo dularfullur, þegar á það hefur verið minnst“.
„Já, ég skal nú gera það, en þá verð ég líka að fá að
tala við þá um borð, þegar við komum þangað. En ég
skal ekkert segja um landferðina. Nei, svei mér þá, alla
daga, og ekkert minnast á hangikjöt eða feitu vinnu-
konuna".
„Já“, sagði Siggi. „Þú mátt hafa orðið við þá háu
herra, en þú mátt bara ekki verða okkur til skammar,
þú verður að hafa það hugfast, Svenni minn“.
„Ja, sussu, nei — já, það skeður ekkert svoleiðis.
Nei, af og frá. Um það, já, þegar ég fór á skútuna í
fyrra. Það var nú svoleiðis, að ég fór um borð í skútuna
að gamni mínu, þeir voru nýlagstir og annar strákur
með mér, hann var lítill, en pabbi hans var stýrimaður
á skútunni, og hann vildi finna hann. Við fórum frá
Dúsbryggju, og þegar við komum um borð, fórum við
strax uppá dekkið, og drengurinn fór að heilsa pabba
sínum. En ég gekk fram á framendann á skútunni og
bar mig vel, eins og höfðingi eða prestur, eða eitthvað
mikið. Og svo sagði ég sælir, sælir, herrar mínir. Þá
sá ég allt í einu kokkinn, sem kom upp úr lúkarnum með
fullt fangið af matarílátum, og að sjá svínið, það bók-
staflega sá ekki í hann fyrir skít. Þar á eftir kom
skipstjórinn upp og hafði hann verið að reka hann til
að þvo upp bakkana og um leið og koksi gekk aftur
fyrir hlaupbómuna, sem þið kallið, segir hann rétt sí
svona, já, koksi, þú mannst hvað ég hefi sagt, ef þú
þrífur ekki vel til, þá bókstaflega rek ég þig af skipinu".
Koksi sagði bara: „humm — sei, sei“. Kapsi stanzaði
aftan við stóravantinn og horfði til lands, en koksi fór
fram fyrir spilið og seildist í Karólínu og kom með
hana, setti hana niður hjá kappanum bakborðsmegin og
fór að ausa í hana sjó, svo sótti hann kústa aftur í
fiskikassann og kom með hann og lét hann hjá Karól-
ínu. Síðan tók hann bakkana og ætlaði að byrja að þvo,
þá var kapsi fljótur eins og eldibrandur, þreif í hárið á
koksa og spurði: „Hvern andskotann ætlarðu nú að
gera, kannske það sé hugmyndin að þvo matarílátin upp
úr þessu íláti, bölvaður ódámur geturðu verið. Taktu
saman dótið þitt og farðu strax í land og láttu mig
aldrei sjá þig frarnar".
„Skárri eru það nú lætin, útaf engu — já, ég get svo
sem farið“, sagði kokkurinn.
„Svona, stýrimaður láttu setja kokkinn í land, tafar-
laust“. Og það var gert, máttu trúa. Nú, þá hummaði ég
og ræskti mig, og sagði við kapsa: „Vantar þá ekki
kapteininn kokk, svona almennilegan kokk, þrifinn og
myndarlegan".
„Hvað viltu því“, segir hann.
Ég gerði mig háleitan og sagði: „Ja, ég væri máske
til með að rétta þér hjálparhönd, ef þér lægi á“,
sagði ég.
„Og þrifinn er ég, og ég þarf ekki að fá hjálp til
að moka undan köllunum". Þá hlógu svínin að mér, en
ég var svo alvarlegur, að þeir steinhéldu kjafti, allir
saman, og kapsi horfði á mig alveg hissa og sagði: „Þú
ert líklega einhver fyllibytta og mestur í túlanum,
greyið“.
„Þú getur rétt reynt að bjóða mér að súpa á flösku
með brennivíni, veiztu hvernig ég meðhöndla svoleiðis
karla“, sagði ég. „Ég sýp gúl sopa og svo spýti ég því
framan í þann, sem bauð mér. Ég drekk aldrei brenni-
vín, og ef þú heldur, að ég sé ónýtur allur nema kjaft-
urinn, þá skulum við bai'a koma í eina glímu, hérna á
dekkinu".
Hann var svo hissa, kafteinninn, að það hljóp á hann,
nei, hérna, það kom á hann, meina ég. Svo horfði hann
á mig, upp og ofan, eða mér endilöngum, á ég við“.
„Farðu í land og sæktu fötin þín, það er bezt að
reyna þig einn túr“.,
„Hvaða andskotans föt á ég að sækja? Ég á fötin,
sem ég er í, og það er mér nóg. Annars sýnist mér, að
ég hafi annað að sýsla en að vera að flækjast í landi“.
„Nú, þú ert sem sagt klæðlaus".
„Ertu kapteinn og sérðu ekki, að ég er í 3 peysum og
3 buxum? Heldurðu að ég verði í þessu öllu við kabyss-
una. Nei, ekki aldeilis, svo á ég nú smá poka þarna í
bátnum, og í honum er ýmislegt, sem ég þarf að nota,
ef ég verð hér kokkur“.
„Nú, jæja“, sagði kapteinninn. „Ég skal borga þér
25 krónur á mánuði og svo máttu eiga það, sem þú
dregur. Og frítt fæði. Ertu því samþykkur?"
„Ætli það sé ekki bezt“, sagði ég.
„Jæja, farðu þá fram í lúkar og farðu að verka þar
til“.
Og þá var ég orðinn kokkur, og ég byrjaði strax og
var svo einn um borð þangað til um kvöldið.
„Og þar með varstu ráðinn kokkur", sagði Siggi.
„Og hvernig gekk það?“
„Nú, ágætlega, maður, ég var alltaf að þvo, bæði
lúkar og káetu.
154
V í K 1 N □ U R