Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Blaðsíða 8
fast hann sótti sjóinn inn á Hestfjörð. Þar var að jafn- aði gnægð af góðæti, fiskseiðum og margskonar teg- undum. Þaðan kom lundinn með í holuna sína venju- lega smásíld, sandsíli, trönusíli, þorskseiði, ýsuseiði, lýsuseiði, skerjasteinbít, mjóholu, gráslempu 15 til 20 grömm að þyngd og smokkseiði, enda þótt engin smokk- veiði væri að sumrinu eða hausti til. Áður en rækju- veiðar hófust á Hestfirði, mátti að sumarlagi sjá fjörð- inn þakinn af lunda við veiðar sínar. Hnísur og hrefnur busluðu þar í átunni og nutu lífs- ins í allsnægtum og selurinn lét ekki sitt eftir liggja að njóta gæðanna. Silungsveiði var oft mikil í ánum og við ósa Hestfjarðarár. Miklu var þarna af að taka. Um tölu þeirra fiskseiða, sem árlega létu líf sitt fyrir ofur- eflinu, veit enginn. Hitt vitum við með vissu, að það var hverfandi samanborið við það afhroð, sem hvers konar fiskungviði hefur orðið fyrir siðan byrjað var að stunda rækjuveiðar á þessum firði. En hvernig er svo um að lítast á Hestfirði nú? Fró því ég var unglingur, hefur mér verið tíðföi-ult á ári hverju um þennan fjörð. Lýsingin hér að framan á margbreytilegu fiska-, fugla- og öðru dýralífi á við það, sem áður var. Nú er þarna öðruvísi um að litast. Rækjan á firðinum er gengin til þurrðar og þangað ligg- ur því sjaldnast leið rækjuveiðibátanna nú. Lundinn er horfinn af firðinum. Viðburður að hnísur og hrefnur sjáist þar, og smásíld horfin með öllu. Kunnugum mönnum dylst ekki, að þetta er árangur rányrkju þeirrar, sem rækjuveiðunum fylgja. Rækju- veiðimönnum er bezt kunnugt um orsökina til þess^ra breytinga. I hvert skipti, sem þeir hafa tekið inn vörp- una sína úr þessu forðabúri uppvaxandi ungfiskjar, hafa þeir séð þúsundir ef ekki tugþúsundir smáfisk- seiða láta lífið fyrir þessu fjöldamorðs veiðarfæri þeirra. En þeir hafa líka jafnframt veitt rækjur, sem minnsta kosti aðra stundina er eftirsótt vara, og gefur arð af sér í bili. Ég hef oft átt tal við suma þessara rækju- veiðimanna. Öllum ber þeim saman um, að tortíming fiskseiðanytjafiska vorra sé gífurleg og skaðleg. Hestfjörður er nú rúinn orðinn þeim nytjafiskteg- undum, sem þarna áttu fyrir sér að vaxa upp í friði, héraðsbúum og þjóðinni til varanlegs ábata, ef rækju- veiðar hefðu aldrei verið leyfðar. Sjón er sögu ríkari. En hér er ekki látið við sitja. Rækjuveiðunum er nú haldið áfram af kappi annars staðar en á Hestfirði og öðrum miðum, þar sem rækjan hefur yfirgefið. Ekki færri en fjórir til sex mótorbátar hafa undanfarin ár og það, sem af er líðandi ári, skafið botninn hér við ísafjarðardjúp með fjöldamorðtólum sínum, botnvörpunni. Óátalið af þeim, sem hér mestu um ráða, en í óþökk allra hugsandi manna, sem sjá og reynt hafa skaðsemi þessarar veiðiaðferðar hér við Djúp. Sem sagt, rányrkjunni er haldið áfram með ólögleg- um veiðarfærum, botnvörpu í stað flotvörpu, þrátt fyrir marg viðurkennda skaðsemi þessara veiðiaðferðar. Hve langan tíma það kann að taka að ganga milli bo!s og höfuðs alls uppvaxandi fisks hér í Djúpinu, og bægja frá því allri fiskigengd með slíku framferði, skal ég ekki um dæma. Ég vil geta þess hér, að árið 1953, eftir að landhelgin hafði verið víkkuð út og bann sett við veiðum með botn- vörpu og dragnót á friðunarsvæðinu, voru engar rækju- veiðar stundaðar á fiskimiðum hér við Djúpið. í apríl- mánuði það ár kom mikil fiskigengd í Djúpið og gekk fiskurinn þá hindrunarlaust alla leið inn fyrir Ögur- hólma, þar sem hann að jafnaði staðnæmdist, enda þar gnægð af rækju. Góður og stundum ágætur afli hélst upp frá þessu á miðdjúpsmiðum allt sumarið og fram eftir hausti. Trillubátaútgerð hér við Djúp fór mjög vaxandi, og sjómenn á þessum útvegi hugsuðu gott til framtíðarinnai'. En Adam var ekki lengi í Paradís. Rækjuveiðar færð- ust í aukana árið 1954, og árið eftir, síðastliðið ár, höfðu rækjubátarnir lagt undir sig veiðisælustu fiskimiðin hér í Mið-Djúpinu. Þá um vorið kom og talsverð fiski- gengd í Djúpið. En nú brá svo við, að fiskurinn gekk ekki lengi'a inn en þangað sem skarkað hafði verið mest á með botnvörpu rækjuveiðimanna. Mótmœli héraðsbúa. Ég get ekki látið hjá líða að skýra frá þeim mót- mælum, sem átt hafa sér stað hér í héraðinu gegn drag- nótaveiðum. Á aðalfundi sýslunefndar Norður-ísafjarðai’sýslu ár- ið 1950 var lagt fram erindi frá trillubátaformönnum í héraðinu um að dragnótaveiði verði bönnuð í ísafjarðar- djúpi og Jökulfjörðum. Erindi þetta var undirskrifað af ekki færri en 30 til 40 formönnum. Erindinu var vísað :til sérstakrar nefndar. Nefnd þessi lagði fyrir fundinn reglugerð í þrem greinum um bann við drag- nótaveiði á nefndum miðum og samþykkti fundurinn hana í einu hljóði, ásamt svohljóðandi tillögu frá nefnd- inni: „Sýslufundur Norður-ísafjarðarsýslu samþykkir að skora á sjávarútvegsmálaráðuneytið að setja að fengnum tillögum Fiskifélags Islands og fiskideild- ar atvinnudeildar Háskólans reglugjörð um bann við dragnótaveiði í Isafjarðardjúpi í sömu átt og meðfylgjandi reglugerðaruppkast gengur. Telur nefndin nauðsynlegt að þetta verði sett á vegna uppeldis á ungviði nytjafiska og smábátaútvegs við Djúp“. Öllum er kunnugt um afdrif þessa máls. Veiðar með dragnót og botnvörpu voru þá nokkru síðar bannaðar með öllu innan landhelginnar. Sama ætti að sálfsögðu að gilda gagnvart botnvörpu þeirri, sem notuð er hér við Djúp við rækjuveiðar, sem er að því leyti skaðlegri öllu fiskungviði en venjuleg dragnótavarpa, sem var mörgum pörtum möskvastærri. Mér er kunnugt um, að á síðastliðnu ári sendu trillu- bátaformenn hér við Djúp frá sér mótmæli eða bæna- skrá til hærri staða um afnám rækjuveiða í ísafjarðar- djúpi. Málið var lagt fyrir Fjórðungþing fiskideilda Vestfjarða. Afgreiddi þingið það frá sér með svofelldi ályktun: „Fjórðungþing fiskideilda Vestfjarða telur nauð- synlegt til verndar rækjustofninum, að rækjuveiðar innfjarða verði bundnar við álcveðin veiðisvæði og veiðileyfi takmörkuð. Jafnframt leggur fjórðungs- 14D VIKiNGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.