Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Blaðsíða 15
að togaraútgerð og skipum yfirleitt. Hann hlýt- ur að hafa lagt töluvert mikið að sér til að kynn- ast starfinu af eigin raun, farið margar ferðir með togurum, verið á móðurskipum við Gi-æn- land og ferðast mikið, enda er hann trúnaðar- maður bæði skipaeigenda og vátryggjenda og er það líklega einsdæmi í heiminum. Ennfremur voru mættir 2 enskir vélstjórar og 5 af áhöfn skipsins, svo og vélamenn frá h.f. Hamri með dælur og annan útbúnað. Var nú hafizt handa undir stjórn capt. Band- wood, með að taka dælur og áhöld um borð og byrjað að dæla úr skipinu, er var fullt af sjó lramúr og afturúr og gekk á ýmsu. Tókst að dæla úr skipinu til hálfs, en stöðugt var mikið brim og erfiðleikar miklir. Einhvern veginn atvikaðist það þannig að ég hafði gerzt nokkurs konar bátsmaður hjá capt. Bandwood, og túlkur þegar Geirs Zoéga naut ekki við. Um flóðin og þegar ekki var hægt að vinna var farið heim á bæina til að borða og sofa. Við heldri mennirnir, sem kallað var, bjuggum á Melhól og munum við hafa verið 7 fastagestir þar, flesta vissi ég næturgesti 10, en nær 20 manns sátu til borðs þar daglega, því heimilisfólkið var margt, 7 manns, og alltaf eitthvað aðkomufólk, svo ærið hefur Gísli bóndi þurft að draga í búið til að fæða og hýsa allt þetta fólk. Föstudaginn 23. kl. 06.00, er komið var niður á strandstað, var heldur slæm aðkoma, skipið var þá lagzt á hliðina, hurðir brotnar inn, lest- arlúgur skolaðar í burt og skipið fullt af sjó framúr og afturúr. Dæla, er staðið hafði í véla- húsgangi, á kafi í sjó og þarmeð óvirk. Er capteinninn hafði athugað vegsummerkin, gaf hann skipun um að taka dælurnar í land og bjarga því, sem bjargað yrði, og þarmeð að liætta björgunartilraunum. Voru síðan dælurnar teknar í land og var það hið versta verk, skipið a hliðinni og dælurnar rennblautar af tjöruolíu, en menn ófúsir til átaka. Minnstu munaði að ég yrði höfðinu styttri við það tækifæri, er slóst á mig strekktur vír, en vírinn kom á húf- una, sem fauk langt út í sjó og þótti það vel sloppið. Daginn eftir fór capteinninn með sína menn til Reykjavíkur. Sama dag, er var laugardagur 24. marz, sím- aði ég til forstjóra landhelgisgæzlunnar og DÝPTARMÆLAR ASDIC-LJTBÚNAÐUR DÝPTARMÆ LAPAPPÍ R Um smástrauminn hafði myndazt sandrif frá landi og út að skipinu, svo að ganga mátti þurrum fótum um borð í hálfföllnu. tjáði honum hvernig komið var, en taldi jafn- framt að enn væru möguleikar á að bjarga skipinu, en tók það jafnframt fram að búast mætti við að tapa dælum og öllu öðru, er um borð væri, í sjóinn, því skipið væri nú í enn meiri hættu en áður, þar sem það lá á hliðinni og hallaðist útum og lá þannig flatt fyrir brot- sjóum. Pétur Sigurðsson sagði eitthvað á þá leið, að sá sem ekki hættir neinu, vinnur ekki neitt, og bauðst til að senda það sem óskað væri eftir og var það 2 dælur með öllu tilheyrandi, „truck- bíll“ með spili og langur listi af ýmsu dóti, og var þetta allt komið austur að Melhól á sunnu- dagskvöld. Á laugardag og sunnudag var unnið að því að taka festarvíra, er voru orðnir sandkastaðir, upp úr sandinum og voru þeir ýmist grafnir upp eða höggnir og bætt nýjum bútum í. Einn- ig var leitast við að lagfæra það sem aflaga hafði farið um borð, hurðir settar fyrir, lestar- lúgur þéttaðar, en nokkuð af lestarlúgunum lannst rekið upp á sandi. Veður var batnandi og dálítið farið að slá á sjóinn. Snemma á mánudagsmorgun er hafizt handa um að taka dælur og annan útbúnað um borð, allar þéttingar endurbættar og jafnframt byrj- að að dæla bæði úr vélarúmi og lestum, og á þriðjudag var búið að dæla allan sjó úr skipinui Enskur vélstjóri frá vátryggingafélaginu, mrJ Eden, var kominn aftur og von var á öðrumj mr, Holderoft, alltaf kallaður Bill. V/s Þór koml Framhald á bls. 150 TAL5TDÐVAR FRIÐRIK A. JDNBBDN 5 DG 40, 5 OG VO WATT GARÐASTRÆTI 11 SÍMI 4135 SÍMRAD ví KIN G U R 147

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.