Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Blaðsíða 7
BJARNI SIGURÐSSON, VIGUR: R ækjuveiðar við ísa fjarðardjúp Það er staðreynd, að fiskveiðar með botnvörpu og dragnót á grunnmiðum og fjörðum inni, er stór skað- leg öllu uppvaxandi fiskungviði og fiskigengd á grunn- mið í kringum land vort. Sjómenn yorir höfðu árum saman verið sjónarvottar að þeirri tortímingu ungfiskjar, er átti sér stað með veiðiaðferðum þessum og hikuðu því ekki við að neita sér um þann stundarhagnað, sem af veiðum með botn- vörpu og dragnót leiddi, á grunnmiðum. Sáu þeir manna bezt, að slík rányrkja mundi innan skamms hefna sín og koma hart niður á þjóðinni síðar meir, væri haldið á- fram á sömu braut. Fengin reynzla í þessum efnum, varð til þess, að með reglugerð nr. 21, 19. marz 1952, voru fiskveiðar með botnvörpu og dragnót bannaðar á fakmörkuðu friðunar- svæði kringum allt landið, og landhelgin víkkuð út frá því, sem áður hafði verið. Þó stutt sé síðan reglugerð þessi gekk í gildi, er fullyrt af sjómönnum og öðrum, að afli á friðunarsvæðinu og þá einkum á fjörðum og fló- um inni, hafi glæðzt mjög og komið mörgum veiðistöðv- um að góðu gagni. Illu heilli er með lögum nr. 88, 8. desember 1952, ráð- herra heimilað að veita vélbátum undanþágu frá banni þessu til að stunda kampalampaveiðar og leturhumar- veiðar á tilteknum svæðum með venjulegri kampalampa- vörpu og leturhumarvörpu. Áður en undanþágan er veitt, skal leita um hana álits Fiskifélags íslands. Undanþáguheimild þessi hefur komið hart niður á smáútvegsmönnum og trillubátasjómönnum hér við ísa- fjarðardjúp, sem jafnan hefur mátt teljast fiskisælasti fjörðurinn hér á Vestfjörðum, að ógleymdum Arnar- firði. Á báðum þessum fjörðum hefur því miður undan- þága þessi verið veitt og rækjuveiðar þar stundaðar án nokkurra takmarka, með þeim afleiðingum, sem telja má hörmulegar. Hér við Djúp vita allir, að rækjuveiðar eru ekki stund- aðar með „venjulegri kampalampavörpu“, eins og það er orðað í nefndum lögum og ætlast er til. Nei, vörpur heilt ár hafði lifað í óbyggðum Grænlands og Hðið þar vel, segir að lokinni ferð, að „hann kenndi í brjóst um“ íslenzku hákarlaveiðimenn, er hann mætir á heimleiðinni. M. Þ. þær, sem notaðar eru, eru búnar hlerum og dregnar eftir botninum, jafnt á grunnsævi, sem 80 til 90 faðma dýpi hér í Djúpinu hvar sem er. Að hér sé rétt hermt, má staðfesta með samtali, sem birt er í blaðinu „Tím- inn“ 22. febrúar síðastliðinn, við Símon Olsen, fyrsta manninn, sem varð til þess að stunda þennan veiðiskap hér við Djúp, sem er hin mesta veiðikló. Símon segir meðal annars: „Varpa rækjubátanna er að öllu leyti eins og vörpur togaranna, nema hvað þær eru eðlilega margfallt minni“. Það munu nú vera liðin 15 til 20 síðan byrjað var að stunda rækjuveiðar hér við Djúp. Fyrst með venjulegri kampalampavörpu, sem ekki munu hafa reynzt eins stórvirk til rányrkjunnar, enda ekki dregin eftir botni. Hestfjörður og Mjóifjörður hafa reynzt mjög veiði- sælir og talsverð rækjuveiði þar um árabil. Hestfjörður fyrr og nú. Hestfjörður mun vera grynnstur allra fjarðanna, sem ganga suður úr ísafjarðardjúpi, 15 til 35 faðma djúpir, eða þar um, þar sem hann er dýpstur. Hægviðri eru þar tíð, þótt vindur sé allþungur á Djúpinu og því næðis- samt þar við rækjuveiðarnar. Fiskigengd, stærri fiskj- ar, hefur aldrei átt sér stað svo ég viti til inn á Hest- fjörð, enda fyrir mynni fjarðarins grunnsævi mikið og boðar með sundum á milli. Áður en rækjuveiðar hófust á þessum firði gekk þangað að jafnaði mikil smásíld að sumri og hausti. Dr. Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur hefur haft þau ummæli um Hestfjörð, að hann muni „ein þýðing- armesta og bezta uppeldisstöð ungviðis flestra fiskiteg- unda hér við iand“. Af eigin reynzlu og eftirtekt frá því á unglingsáriim mínum, verð ég að ætla, að ekki muni ofmælt í þessum efnum frá hálfu þessa athugula merkismanns. Vér, sem aldir erum við hér við Djúp og komnir eru á efri ár, vitum að áraskipti eru á átu- og fiskigengd í Djúpið okkar. Átuleysissumur í Djúpinu man ég fá, en þó nokkur. Hér í Vigur er lundavarp mikið. Skiptir tugum, ef ekki hundruðum þúsunda af lunda, sem ár- lega elur hér upp unga sína. Ungann (kofuna) fæðir lundinn á smásíld og hvers konar fiskungviði, sem hann einkum á átuleysisárum verður að sækja um langan veg. Með þessu ferðalagi lundans er gott að fylgjast héðan úr Vigur. Tíðast lá leiðin til fanga hjá lundan- um inn til fjarðanna. Sérstaklega var áberandi, hve V I K I N □ U R 139

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.