Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Side 21
Síldveiðar við Sprengisand
Atburður frá árinu 1904
Niðurl.
Svenni hafði verið stórvirkur við borðið, enda borð-
reg-lur af skornum skammti. Unglingar, sem þarna voru,
og hitt fólkið líka, virtist undrandi yfir lyst hans og
snarheitum við þetta starf, og nú tók Svenni orðið og
var mikið niðri fyrir:
„Ja, ég segi nú fyrir mig, að ég er orðinn alveg fullur
upp í háls og þarf engan mat, þegar ég kem aftur. Og
ef dallurinn er strandaður eða týndur, þá fer ég bara
labbandi heim, því ég er alveg ágætur að ganga, þegar
ég get notað fæturnar, það er nú svo með það“.
„Æ, auming.ia Svenni, þegiðu nú, og haltu áfram að
borða eða kannske þú sért búinn“, spurði Siggi.
„En mikið ert þú góður maður Daníel, búinn að setja
bátinn fleiri hundruð og fimmtíu faðma, og svo allt
hitt. Þegiðu sjálfur, Siggi minn“.
Þegar máltíðinni lauk fóru menn að tínast burt, þeir
vík, þú færð að leggja á móti“, sem þýðir, að Lúðvík
veðji þúsund á móti fimmhundruð dollurum, að hann
muni ekki fá tíu aftur áður en hann fær sjö.
Nú er Lúðvík Júði smákall hvenær sem er, og öllu
fremur otari en spilari, og eina ástæðan til þess, að
hann er þarna við borðið nú, er sú, að hann er að lána
Nikka Grikkja aura, og yfirleitt eru ekki meiri líkur
til að Lúðvík Júði veðji þúsund á móti fimmhundruð
um nokkurn skapaðan hlut, en að hann gefi hjálpræðis-
hérnum aurana sína, sem engar líkur eru til. Og nú
þegar Kaili Rosti segir Lúðvík, að hann skuii veðja,
tekur Lúðvik að skjálfa frá hvirfli til ilja.
Hinir við borðið segja ekki orð, svo Kalli hristir ten-
ingana aftur í lófanum, blæs á þá og kastar þeim í
derbyhattinn og segir „Ha“, en auðvitað getur enginn
séð í derbyhattinn nema Kalli, og hann lítur á tening-
ana og segir „Fimm“. Hann hristir þá aftur og kastar
þeim í hattinn og segir „Ha“, og svo litur hann á ten-
ingana í hattinum og segir „Átta“. Ég er farinn að
svitna við tilhugsunina um, að hann fái sjö í hattinn
og tapi veðmálinu, og ég veit, að Kalli á engan fimm-
hundruðkall til að borga með, þó ég viti fullvel, að Kalla
dettur ekki í hug að borga, hvað sem hann fær.
Eftir næsta kast kallar Kalli „Peningana", sem þýð-
ir, að hann fái loksins tíu, enda þótt enginn sjái það
nema hann, og hann réttir höndina að Lúðvík Júða, og
Lúðvík Júði réttir honum stóran og feitan þúsundkall,
afar hæg.t
Framhald.
íélagar og Daníel fóru út og gáðu til veðurs og taldi
Daníel mjög líklegt að þokan yrði farin eftir lítinn tíma.
Daníel gekk svo inn í bæinn og var æði stund inni, kom
svo út og fékk Sigga svolítinn böggul vel frá gengnum
og umvafinn spotta og sagði við hann, að það gæti verið
varasamt að fara á sjóinn, án þess að hafa með sér
bita, og þó þetta væri lítið, þá væri það betra en ekkert,
ef þeir fyndu ekki skipið í nótt.
„Hana“, kallaði Svenni, „þar rifnaði helvítið í sund-
ur á fjallinu, já, sú mátti nú rifna“.
Nú lyfti undir þokuna og fjaliið kom í ljós, og þokan
virtist á hröðu undanhaldi undan vestangolunni.
„Jæja, Svenni minn, nú er ekki til setunnar boðið
hjá okkur. Nú skulum við fara“.
Ég ætla nú að ganga með ykkur og hjálpa ykkur til
að komast á flot“, sagði Daníel.
Svo gengu þeir ofan að lendingunni, þar stóð bát-
urinn, kyrfilega skorðaður og allt draslið í honum.
„Þurfum við ekki að taka allt úr honum til að koma
honum á flot?“ spurði Siggi.
,Það er ekki víst“, sagði Daníel. „Nei, ekkert úr hon-
um, ég skal setja bátinn á flot, ef þið passið uppá að
hann fari ekki á hliðina, þú ert líklega sterkur karlinn,
þó þú sért ekki gamall", sagði Daníel og glotti.
Ojá, það hugsa ég, já, rétt er það, alla um borð ræð
cg við einn í einu“. „Nei, ég meina sko, einn í einu“.
„Jæja, láttu þá Daníel sjá, hvað þú getur“.
„Já“, sagði Svenni. „Ég fer á stefnið, en þið haldið
honum á floti“.
„Á kjölnum áttu við?“
„Já“, rétt Daníel, á kjölnum átti ég við, auðvitað.
Menn geta nú alltaf mistalað sig“.
„Jæja, þokan er alveg að fara, og nú fram með bát-
inn“.
Svenni stökk að stefninu og hinir á sitt hvort borð,
einn, tveir, þrír, og Svenni spyrnti við og á stað fór
báturinn, og ekki linaði Svenni átakið fyrr en báturinn
flaut. Svo kvöddu þeir Daníel með mestu virktum og
stukku uppí bátinn, lögðu út árar og reru út úr lend-
ingunni.
„Svona nú, ég ræ engan lífróður, skaltu trúa, Siggi.
Ég er yfir mig hissa og yfir mig fullur, þessi matur
og þetta fólk. Ja, — maður og svo vinnukonan, sú feita
á ég við, það var nú býsn, hún horfði langt inn í haus
á mér. Aumingja stelpan, hún var alveg bálskotin í
mér, og ég held bara að hefði ég verið þarna aðra nótt,
þá, já, þá hefði ég trúlofast henni, eða réttara sagt, þá
VÍ KI N □ U R
/
153