Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1956, Blaðsíða 9
þingiö áherzlu á, að rannsaka verði til fulls af sér-
fróðum mönnum, hvort rækjuveiðar spilli fiskiveið-
um meðal annars með eyðingu fiskseiða og botn-
gróðurs".
Ollu vesalmannlegra var naumast hægt fyrir Fjórð-
ungsþing-ið að afgreiða þetta mikilsverða mál.
Hér skal að nokkru athuguð þessi ályktun Fjórð-
ungsþingsins.
1. Öllum sjómönnum, sem fiskveiðar stunda, er kunn-
ugt um, að rækjan er uppáhaldsfæða þorksins. Kemur
þetta bezt í ljós, þegar þorskurinn er slægður og magi
hans veltur út úr bolnum, úttroðinn af rækjum og engu
öðru, sé hann á þeim stöðvum, sem rækjan heldur sig.
Aður en nokkrar rækjuveiðar hófust hér við Djúp, var
sjómönnum hér vel kunnugt um hvar rækjan hélt sig
hvað helzt á miðunum. Var það að jafnaði á svæðinu
frá Kofra við Álftafjörð, sem miðaður er við Súða-
víkurhlíð og alla leið inn fyrir Bretsker. Stöðugt virt-
ist rækjan á Vigurmiðum og eftir að koma á miðin
fyrir innan Ögurhólma. Því var það, að þegar fiski-
gengd kom í Djúpið að vorlagi, staðnæmdist þorskur-
inn á þessum miðum. Þarna var uppáhaldsfæðu hans að
finna, og þarna „lá hann í átunni“, eins og það var
orðað, í lengri eða skemmri tíma. Það mundi hann ekki
hafa gert, ef botnvörpunni hefði verið sökkt í Djúpið
á þessum slóðum til veiða. Nútímareynzla ber því bezt
vitni. Á þessum forsendum og engum öðrum er rétt að
stefna að því að friða rækjuna, en ekki að útrýma
henni.
Rækjan er á tiltölulega fáum stöðum, svo vitað sé,
kringum landið og að því er ég bezt veit hvergi veidd
nema hér við Djúp og á Arnarfirði. Sárafáir bátar
stunda þessar veiðar og næsta líklegt að rækjuveiðar
verði aldrei stór liður teknaveginn fyrir ríkisbúskapinn.
Hins vegar spilling sú, sem af veiðum þessum hlýzt á
fiskistofninum og fiskigengd á þau svæði, sem veiðarnar
eru stundaðar, augljós öllum, sem til þeekkja.
2. Þá er að athuga, hvort rétt muni að binda veiði-
leyfi við ákveðin veiðisvæði, til dæmis hér við Djúpið.
Nú er það vitað, að rækjan á innfjörðum Djúpsins er
víðast mjög til þurrðar gengin og sumstaðar horfin, og
því ekki annað hægt að gera en að leita hennar á fiski-
miðum í Djúpinu, þjr sem enn mun vera talsvert af
henni. Það hefur nú verið gert hin síðustu árin, með
þeim afleiðingum, sem að framan hefur verið lýst. Að
halda slíkri eyðileggingarstarfsemi áfram með botn-
vörpu á beztu fiskimiðunum hér innan Djúps, verður að
teljast hreinasta glapræði.
3. Um hvort eyðing botngróðurs hafi spillingu í för
með sér á fiskimiðum. Allt bendir til að svo hljóti að
vera og að rannsóknar þurfi þar ekki við. Flestum sjó-
mönnum mun kunnugt um, að sumir nytjafiskar okkar,
svo sem steinbítur, koli og ýsa neyta í ríkum mæli
þeirrar fæðu, sem á botni finnst. Algengt er að í munni
og maga fiskjar finnist gróður af hafsbotni, auk ýmis-
legra fiskseiða, krabbategunda og snigla. Ég efast um,
að nokkur íslendingur, lífs eða liðinn, hafi rannsakað
ýtarlegar lifnaðarhætti fiska hér við land en dr. Bjarni
Sæmundsson. Mikinn hluta ævi sinnar var þessi ötuli
og áhugasami fiskifræðingur í för með sjómönnum á
rannsóknarferðum sínum kringum landið. Hefur hann
efalaust auk eigin rannsókna og mikillar þekkingar á
þessu sviði, notið margvíslegra upplýsinga eftirtektar-
samra sjómanna í þessum efnum. Um ýsuna segir
Bjarni: „Að fæðu sína sæki hún langmest á botninn".
Allir heilvita menn vita, að stórkostleg botnröskun á sér
stað, þar sem botnvarpan fer um á mararbotni. Svo
mjög kveður að því, að umhverfis rækjuveiðibátana og
á svæði því, sem þeir fara um með vörpuna í togi, er
sjórinn allt að yfirborði meir og minna blandaður leir
og hvers konar gruggi, sem geta má nærri að geri um-
hverfið annað en aðlaðandi fyrir nytjafiska vora. Hitt
er líka vitað, að til eru þeir þverhausar, sem berja
höfðinu við steininn og segja, að umferð þessa veiðar-
færis um botninn hafi sömu áhrif á botngróðurinn og
plæging jarðar á ræktun landsins.
Þess hefði vissulega mátt vænta, að Fjórðungsþingið
hefði ekki gengið fram hjá því mikilvægasta varðandi
rækjuveiðar eins og þær eru stundaðar. Það er, að ekki
séu notuð þau veiðarfæri við veiðarnar, sem lögbönnuð
eru, botnvarpa með hlerum. Mér skilst, að undanþágan
gildi ekki um þetta veiðarfæri, en ætlazt sé til að flot-
varja sé notuð við þessar veiðar, varpa, sem ekki sé
dregin eftir botni, heldur venjuleg kampalampavarpa.
Á síðastliðnu hausti sneri ég mér til eins af fulltrú-
um okkar Vestfirðinga á Fiskiþingi og spurði hann um
álit og undirtektir Fiskiþingsins á undirskriftaplaggi
formanna héðan frá Djúpi, varðandi rækjuveiðar hér,
sem ég gerði ráð fyrir að lagt hefði verið fyrir þingi.
í fréttum frá Fiskiþingi, sem birtar voru í ritinu
“Ægi“, sá ég þessa máls hvergi getið og voru mér það
nokkur vonbrigði. Fulltrúinn brást vel við spurningum
mínum og lánaði mér þingskjal nr. 11 frá Fiskiþingi
um humar- og rækjuveiðar frá sjávarútvegsnefnd þings-
ins. —
Af þessu nefndai'áliti, sem að mestu leyti ber keim
af ályktun Fjórðungsþings fiskideilda Vestfjarða, verð-
ur ekki annað séð en að Fiskiþingið hafi látið mál
þetta sig litlu varða. Er nefndarálitið að nokkru leyti
þó frábrugðið ályktun Fjórðungsþingsins eins og sjá
má af eftirfarandi málsgreinum, sem orðrétt eru hér
teknar upp úr nefndarálitinu:
„Þá telur þingið, að leit beri álits fiskideilda á
hverum stað, áður en leyfi séu veitt til humar- og
rækjuveiða".
„Fiskiþingið leggur fyrir fiskimálastjóra að afla
sem gleggstra upplýsinga um að leita álits sér-
fróðra manna um hvort rækju- og humarveiðar
spilli öðrum aflamöguleikum".
Það má að sjálfsögðu álítast rétt að leita beri álits
fiskideilda á hverjum stað, áður en leyfi séu veitt til
humar- og rækjuveiða. Hitt má benda á, að þar sem
að rækjuveiðar eru ekki stundaðar annars staðar í kring-
um landið en hér á tveimur fjörðum á Vestfjörðum og
að fiskideildum annars staðar en á þessu svæði, muni
hvorki kunnugt um, að veiðar þessar eiga sér stað með
botnvörpu á beztu fiskimiðunum hér innan ísafjarðar-
djúps, né heldur hverjar afleiðingar það hefur fyrir
smábátaútveginn hér í héraðinu, þá megi gera ráð fyr-
ir, að margar fiskideildir á landinu geri sér ekki fylli-
VIKINGUR
141