Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Blaðsíða 1
SJOMAIMNABLAÐIÐ
U í K IH 6 U R
CTGEFANDI: FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS
XX. árg., 10. tbl. Reykjavík, október 1958
r~------------------------------------------
Hermann Jónasson f orsxtisráðhcrra boðaði innlenda og erlenda blaða-
menn og útvarpsmenn, sem hér voru staddir 8. sept. s.l., á sinn fund í
sambandi við landhelgismálið. 1 fundarlok sagði forsætisráðherrann m. a.:
„Við bíðum eftir úrslitum lanáhelgismálsins og vitum hver ftau verða.
Það er þrátt fgrir allt margt forsvarsmanna réttlætis í þessum heimi og
þeir eiga beitta penna, máttug orð. Einhuga þjóð, sem hefir réttlætið sín
megin og veit hvað hún vill, er og verður sterk, bótt lmn sé vopnlaus og
smá. Að banna okkur að friða fiskimiðin er sama og að banna okkur að
lifa í landi okkar. Við munum aldrei hvilca frá ákvörðun okkar um tólf
mílna fiskveiðilandhelgi".
k.___________________________________________/
Einhnga þjóð
„Norður við heimskautsbaug á
hrjóstugri eldfjallaeyju, sem
heitir ísland, býr ein fámenn-
asta þjóð veraldar, 165 þúsundir.
— Það sem hefur gert þetta land
elds og ísa byggilegt eru auðug
fiskimið í fjörðum þess og flóum
og á grunninu umhverfis landið.
— Á Islandi eru engar námur
neinnar tegundar, engir akrar,
engar ávaxtalendur. Fiskurinn er
97% af útflutningi landsins og
fyrir hann kaupa landsmenn
margs konar lífsnauðsynjar, vél-
ar, byggingarefni, eldsneyti o. fl.
frá þeim löndum, sem þeir selja
fisk. — Fiskiskip erlendra þjóða,
í seinni tíð stórvirkir togarar,
hafa sótt mjög á fiskimið Islend-
inga og sópa þá oft burtu netum
og línum íslenzkra báta.
Fiskinum molcað upp.
Annað er þó alvarlegra. Tækn-
in til að vinna fiskinn og ná hon-
um vex mjög hratt. Honum er
blátt áfram mokað upp af hinum
stóru togurum, — og hinum
stóru togurum fer ört fjölgandi
erlendis. Vísindamenn, erlendir
og íslenzkir, hafa sannað svo að
ekki verður með réttu um það
deilt, að fiskurinn er að ganga
til þurrðar á Islandsmiðum vegna
ofveiði. Islendingar hafa horft á
Ilermann Jónasson,
forsælisráSherra.
það með skelfingu að möguleikar
þeirra til að lifa í landinu eru í
yfrvofandi hættu. Hér er því að-
eins um tvo kosti að velja: að
stækka fiskveiðilandhelgina eða
láta sér lynda að þjóðin glati
efnahagslegu sjálfstæði sínu. Eg
vek athygli á því að við takmörk-
um nú einnig mjög veiði íslenzkra
skipa með stórvirk veiðitæki inn-
an tólf mílnanna.
Sumar erlendar þjóðir segja
við okkur, að við hefðum átt að
færa út fiskveiðilandhelgina með
samningum — og þá væntanlega
með samningum við allar þjóðir.
Hvenær mundu þeir samningar
hafa tekið enda? Hvenær mundu
allar þjóðir, sem eiga togara á
Islandsmiðum, hafa samþykkt
fyrirfram þá útfærslu, sem við
þurfum á að halda? Þessi leið
var ekki fær, enda hafa aðrar
þjóðir yfirleitt ákveðið landhelgi
sína með einhliða yfirlýsngu.
Tíu ára tilranmir.
Áður en við gripum til þeirra
úrræða, sem nú hafa verið fram-
kvæmd, reyndum við í 10 ár að
fá teknar ákvarðanir á alþjóða-
vettvangi um stærð fiskveiði-
landhelgi. Við gerðum það á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna. Þær
vonir urðu loks að engu á Genf-
arráðstefnunni.
ViS gátum eklci beðið lenffiir.
Á meðan við biðum og sáum
fyrir að fiskstofnar okkar fóru
minnkandi, tóku stórar þjóðir
sér yfirráð yfir 12 mílna land-
helgi og auðæfum á botni land-
grunnsins langt til hafs, og það
þótt tekjur af fiskveiðum séu að-
eins örlítið brot af tekjum þess-
ara þjóða. — Við íslendingar
gátum ekki beðið lengur. Það var
í augum okkar réttur og skylda
íslendinga og lýst yfir 12 mílna
VÍKINGUR
177