Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Qupperneq 4
Björn Þorsteinsson sagnfr.:
Básendaorustan
1532
Þann 11. marz 1532 hélt all-
stórt kaupskip úr höfn í Ham-
borg. Þetta var rammbyggt skip
og skipshöfnin, um 30 manns, al-
vopnuð byssum, sverðum, lás-
bogum og öxum. Undir þiljum
voru fimm fallbyssur fólgnar,
þungir hólkar með víðum hlaup-
um. öll útgerð skipsins gaf til
kynna, að þær stundir kæmu,
þegar hauskúpumerkið væri
dregið að hún og beinagrindin
með rýtinginn og rommglasið á
'lofti hlykkjaðist á þöndu stór-
segli yfir morðóðum sjóræningj-
um á stórum rosabullum með
reifuð höfuð. En skipið hélt ekki
venjulega leið sjóræningjasagna
og víkinga, sigldi ekki í suður og
vestur til þess að ræna gulli og
gimsteinum nýfundinna landa,
lieldur hjó það bárur Norður-
sjávar og stefndi á leiðarstjörnu.
En e. t. v. var gulls einnig að
leita í þeirri átt, jafnvel örugg-
cra gutls, en þess, sem reyfarar
greina frá.
Hafið er vorúfið að þessu
smni, átt óstöðug og vindar
snarpir. Áhöfn Hamborgarfars-
nis liggur auðsæilega allmikið á.
\ikum saman ann hún sér ekki
b rildar, en siglir og beitir ósleiti-
hga, og skipið þokast norður og
vestur yfir Atla.ntshaf. Vörður
s'endur stöðugt í körfunni á
st órsiglunni og gefur nákvæma
skýrslu um skipaferðir. En ekk-
ert ber til tíðinda. Englendingar
virðast liggja enn í heimahöfn-
um, þeir eru ekki lagðir í „sjó-
ferðina löngu“ að þessu sinni,
nema nokkrar skútur, sem eru
bomnar á miðin undan Færeyj-
um. E. t. v. ætla þær ekki lengra.
Hansafarið siglir djúpt undan
eyjunum, og skipstjórinn, Ludt-
kin Smith, kaupmaður í Ham-
borg fer sjálfur upp í stórsiglu-
Körfuna og tekur mið, þegar þær
hverfa í sæ.
Ludtkin Smith er maður um
fertugt. Hann hafði nokkrum
sinnum verið kaupmaður á Is-
landsförum, en þetta er í fyrsta
sinn, að hann er skipstjóri og
foringi leiðangurs norður til eyj-
arinnar. Áður en hann lét úr
höfn í Hamborg, hét hann ráð-
herra í borginni að vinna íslenzka
höfn úr höndum Englendinga og
drepa hvern þann, sem reyndi að
hindra það áform sitt. Menn vé-
fengdu ekki, að hann hefði full-
an hug á því að standa við heit-
ið, en hingað til höfðu Englend-
ingar verið aðsópsmiklir á Is-
landsmiðum og Þjóðverjum
þungir í skauti.
Fyrir tæplega hálfri öld hafði
frændi Ludtkins Smiths siglt
þessa sömu leið og lent í Hafnar-
iirði á Islandi kvöldið fyrir alh’a-
postulamessu eða 1. maí. Við
Straum, sunnan fjarðarins, lá
skipið Vighe frá Lundúnum. Um
nóttina vígbjóst skipshöfnin,
létti akkerum og sigldi til Hafn-
arfjarðar. 1 morgunsárið greiddu
Englendingar aðför að Hansa-
mönnum óviðbúnum, skutu
nokkra til ólífis, en tóku skipið
herskildi. Þeir ráku skipstjórann,
I.udtkin Steen, og nokkra Þjóð-
verja með honum í skipsbátinn,
en héldu 11 af áhöfninni um borð
og sigldu með feng sinn til Ir-
lands. Þar lentu þeir í Galway
cg seldu skipið, farm þess og
fangana 11 nafngreindum Irum.
Kröfum og kærum fyrir þetta
sjórán og mansal hafði ekki ver-
ið sinnt til -þessa. Enn þá var
veröldin lítið breytt og þræla-
markaðir á brezku eyjunum.
Vopnabúnaður Hamborgarfars-
ins var því ekki ástæðulaus.
Árið 1511 höfðu Englendingar
tekið Hamborgarfar við Island
og farið með það og áhöfn þess
til Húllar, en þaðan slapp skip-
stjórinn með miklum ævintýrum;
hitt skipið tóku þeir í hafi.
Árið 1514 tóku þrjú ensk her-
skip Hamborgarfar í hafi á leið
lil Islands, særðu skipstjórann
og vörpuðu honum lifandi fyrir
norð, og di’ápu nokkra af áhöfn-
inni. Með skipið fóru þeir til
Newcastle og héldu því í tvo
mánuði. Að þeim tíma liðnum
réðust Englendingar um borð í
skipið, tóku stýrimann og hjuggu
hann í stykki og vörpuðu þeim
utbyrðis, einnig hálshjuggu þeir
tvo háseta, en særðu 5 hættulega
’ ryskingum, sem urðu við of-
beldisverkin. Þannig voru 15 af
áhöfn skipsins drepnir, þegar
bví var skilað að lokum með
nokkrum hluta farmsins.
Árið 1528 réðust 7 ensk skip
á Hamborgarfar í höfninni að
Rifi við Snæfellsnes, og tóku úr
því öll vopn, byssur, púður og
inatvæli og meginhlutann af
farmi þess. — Ári síðar réðst
Englendingurinn Jón Willers frá
Lynn á Hamborgarfar norður í
Bátalega og núverandi viti á Stafnesi.
180
VÍKINGUR