Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Side 5
Eyjafirði og sökkti því í hafið
með 36 manna áhöfn.
Að lokum birtast hvítar jökul-
bungur yzt við sjóndeildarhring
í norðri, og blásvört háfjöll
teygj a sig upp fyrir hafsbrún
hvert af öðru. Island rís úr hafi
5 grárri vormorgunskímu, kald-
ranalegt en heillandi. Sjómenn
töldu, að fjöll þess byggju yfir
geigvænum töframætti, þau væru
svo segulmögnuð, að þau soguðu
skip upp að hafnlausum söndum
og brytu þau í spón með því að
draga að sér nagla úr byrðingum
þeirra. Árlega fórust hér skip
með ströndum fram, en samt sem
áður hættu menn aldrei að sigla
til íslands, ef þá hafði einu sinni
borið þangað. f heima byggðum
þeirra lék það ekki á tveimur
tungum, að íslandsfarar yrðu
fyrir gerningum; þar bjuggu
seiðkonur í fjöllum.
Hamborgarfarið hélt dj úpt
vndan Vestmannaeyjum og
stefndi fyrir Reykjanes. Nokkr-
ar enskar duggur voru á leið inn
til eyjanna, annars voru engin
skip sjáanleg. Skipshöfnin hafði
unnið kappsiglinguna til fslands
að þessu sinni og gat valið sér
verzlunarhöfn samkvæmt því á-
kvæði íslenzkra laga, að sá á
höfn, sem fyrstur lendir þar að
vorinu. Á laugardagskvöldið fyr-
. r páska hélt skipið að lokum inn
á lónið að Básendum við Stafnes.
Höfnin að Básendum er langt
og mjótt lón eða gjögur, sem
skerst vestan í Romshvalanes
sannanvert. Siglingaleið inn á
lónið er alllöng og tæp milli
skerja, en fyrir innan er útfiri
og þröng lega. Hér var því einu
skipi gott að verjast.
Fyrir sunnan Básenda skerast
svipaðir básar inn í nesið eins og
Kerlingarbás, Kirkjuvogsbás og
Biasíubás og Þórshöfn. Frá sum-
um þessum stöðum var dálítið út-
ræði, og Básendar urðu verzlun-
arstaður Englendinga á 15. öld,
en Hamborgarar náðu höfninni
sum árin seint á öldinni. Verzl-
unarbúðir voru norðan hafnar-
innar, og þar lagði Ludtkin Smith
skipi sínu við fjögur akkeri og
VÍKINGUR
lét binda landfestar eftir því sem
menn kunnu bezt.
Daginn eftir voru heilagir
páskar og guðsþjónustur í kirkj-
im að Hvalsnesi og Kirkjuvogi,
en menn Ludtkins Smiths unnu
að því að skipa upp vörum og
búa um skipið á legunni,en gerðu
sér síðan glaðan dag. Þegar leið
á daginn, sáu þeir, að skip kom
af hafi og stefndi til Básenda.
I eir tygjuðust þegar til varnar,
ef óvinir væru á ferð, en komu-
menn felldu segl og vörpuðu akk-
erum fyrir utanhöfnina.Skömmu
síðar var báti róið frá skipinu að
Hamborgarfarinu, en á honum
\ar enskur kaupmaður að nafni
Thomas Haerlack, auk stýri-
manns. Þeir Ludtkin tóku þeim
íélögum vel og glöddu þá með
niat og góðum bjór. Þeir fréttu,
að hér var komið skipið Anna
frá Harwich í Englandi, um 120
lestir að stærð og með um 80
nanna áhöfn. Englendingar
höfðu lagt úr höfn þann 15. marz
og hreppt mjög hagstætt veður
I'eir báðu leyfis, að mega leggj-
ast á höfnina, en þeirri málaleit-
an tók Ludtkin Smith þunglega.
Hann bað þá félaga að skila aft-
ur til manna sinna, að þeim væri
ráðlegast að leita sér annarrar
hafnar, því að skip þeirra væri
svo stórt, að nægur fiskur yrði
ekki fáanlegur í bæði skipin að
Básendum. Hann benti þeim á,
að allar hafnir við ísland stæðu
opnar hverjum sem vildi,og væru
rjálsir verzlunarstaðir þeim,
sem þangað kæmu fyrstir að vor-
inu. Samkvæmt þeirri hefð sagð-
jst Ludtkin eiga einkarétt til
Básendahafnar að þessu sinni,
en þar að auki hefði hann heitið
Hinriki nokkrum Berndes, kaup-
manni í Hamborg, að ætla honum
pláss hjá sér í íslenzkri höfn, ef
hann yrði áundan honum til
landsins. Ludtkin Smith fór um
það mörgum fögrum orðum, að
hefðu Englendingar orðið fyrri
til hafnar við ísland að þessu
smni, þá hefði hann hvorki vænzt
}:ess né krafizt af þeim, að þeir
vikju úr höfninni fyrir sér, og
nú ætlaðist hann til þess sama
af Englendingum.
Þeir Thomas Haerlack tóku
vel boðskap Þjóðverja og kváð-
ust ekki ætla að bíða boðanna,
en sigla tafarlaust til Grindavík-
ur, þegar hann gengi í norður og
byr gæfi. Síðan kvöddust þeir
með virktum, og héldu Englend-
ingar út í skip sitt.
Það var allt kyrrt og friðsamt
við Básenda næstu nótt; enska
skipið sýndi einungis ekki á sér
neitt fararsnið. Á annan í pásk-
um kom enn skip af hafi og
stefndi til Básendahafnar. Þar
biðu menn Ludtkins óþreyjufull-
ir eftir því að sjá, hvers konar
skip hér væri á ferð. Undir kvöld
kom það að höfninni og varpaði
þegar akkerum við hliðina á
önnu frá Harwich. Hér var kom-
ið frægt íslandsfar, Thomas frá
Húll í Englandi. Því hafði lengi
verið haldið til íslands og háð
181