Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Page 9
reynir að finna hvar hann er
staddur á hafinu.
Harvard-háskólinn verðlaun-
aði hann fyrir að skrifa þessa
bók með því að sæma hann heið-
ursgráðunni Master of Arts.
Þetta var upphafið að löngum
afskiptum hans af þessu mikla
menntasetri. Sagan segiraðBow-
ditch hafi komið til Boston á
strandferðaskipi. Hann á að hafa
farið til Harvard daginn, sem
skólinn var settur, til þess að sjá
viðhöfnina og hlusta á ræður,
sem fluttar voru á latínu. Mikil
var undrun hans þegar hann
heyrði nafn sitt kallað upp frá
ræðupalli og tilkynnt um þann
heiður, sem hann hafði hlotið.
Eftir að hinn mikli siglinga-
fræðingur hætti sjálfur sigling-
um, einbeitti hann sér við störf
sín í landi á sama hátt og hánn
hafði áður gert meðan hann var
á sjónum. Fyrst varð hann for-
stjóri vátryggingafélaga, síðar
bauð Harvard-háskólinn honum
prófessors stöðu. Hann afþakk-
aði þann heiður, en þáði umsjón-
armannsstöðu við skólann árið
1810. Árið 1816 var hann sæmd-
ur heiðursnafnbótinni doktor í
lögum, en síðan kjörinn formað-
ur háskólaráðsins. Meðan hann
gegndi því embætti, notaði hann
viðskiptavit sitt til þess að rétta
vð fjárhag skólans og koma hög-
um hans á traustan grundvöll.
Hann var leiðandi maður bæjar-
félagsins og lánssamur kaup-
sýslumaður þar til hann lézt, 16.
marz 1838, þá sextíu og fimm ára
gamall.
Hinar miklu vinsældir, sem bók
hans hlaut, má bezt marka af því
hversu mikið seldist af henni. En
hún var gefin tíu sinnum út áður
en hann dó. 1838 til 1868 var hún
gefin út af einkafyrirtæki, 1868
fékk bandaríski flotinn útgáfu-
réttinn. Síðan hefur bókin öðru
hvoru verið endurprentuð, aukin
og endurbætt af hafrannsóknar-
stofu Bandaríkjanna. Einmitt
um þessar mundir er ný útgáfa
að koma á markaðinn, 1300 b'lað-
síður að stærð. Þar er um mikla
framför að ræða frá hinni upp-
runalegu Bowditch útgáfu, því
Ályktanir frá F F S í
Ályktun stjórnar Farmanna-
og fiskimannasambandsins um
landhelgismálið 27. 8. ’58, er í
heild svohljóðandi:
„Stjórn F.F.S.Í. telur ríkis-
stjórn íslands sízt hafa gengið
of langt með ákvarðanir sínar
um 12 mílna landhelgi, þar sem
það er skoðun F.F.S.Í. að fslend-
ingum beri tvímælalaus umráða-
réttur yfir öllu landgrunninu,
eins og skýrt hefur verið látið í
ljósi með ýmsum samþykktum á
þingum sambandsins.
Um leið og stjórn F.F.S.Í.
þakkar öllum þeim er veitt hafa
landhelgismálinu fullan stuðning
frá öndverðu, heitir F.F.S.Í. á
alla fslendinga, hvar í flokki sem
þeir standa, að taka nú höndum
saman og leiða landhelgismálið
fram til sigurs með festu og ein-
beitni, jafnframt skorar sam-
bandið á alla sína félaga að veita
landhelgisgæzlunni fyllzta full-
tingi þar sem þeir geta því við
komið“.
Tilraunir til ásiglingar.
Eftirfarandi ályktun var sam-
þykkt á fundi í stjórn Farmanna-
og fiskimannasambands íslands
27. sept. s.l. og send ríkisstjórn-
inni:
Stjórn F.F.S.Í. leyfir sér hér-
með að vekja athygli á þeim sí-
endurteknu fullyrðingum í ís-
lenzkum dagblöðum, sem byggj-
ast á upplýsingum frá yfirmönn-
<$>-----------------------------
auðvitað hefur hin nýja útgáfa
að geyma allar uppfinningar raf-
einda-aldar, sem teknar hafa ver-
ið í notkun á venjulegum sigl-
ingaleiðum, við neðansjávarsigl-
ingar og siglingar um heim-
skautasvæðn. Þrátt fyrir það ber
bókin öruggt vitni þeim mikla
snilling, sem var upphafsmaður
hennar og um framlag hans til
öruggra siglinga í 155 ár.
Peabody-safnið í Salem geymir
fjölda margt til minningar um
Bowditch, þ. á. m. siglingafræði
hans, áhöld o. fl. Að dómi Banda-
um varðskipanna, að brezkir tog-
arar gjöri þráfaldlegar tilraunir
til þess að sigla á íslenzku varð-
skipin, sem eru við varðgæzlu,
með það fyrir augum að sökkva
þeim.
Það virðist liggja ljóst fyrir,
að brezku herskipin, sem send
hafa verið upp að íslandsströnd-
um til þess að vernda landhelg-
isbrjótanna, leggi blessun sína
yfir að almennar réttarreglur á
hafinu séu þverbrotnar, og jafn-
vel meira en það; að foringjar
herskipanna örvi til þess að slík
óhæfuverk séu framin.
Ásiglingar skipa eru alvarlegt
vandamál, sem siglingaþjóðir
heims hafa um áratugi beitt orku
og fjármunum til að koma í veg
fyrir. Ötal ráðstefnur hafa verið
haldnar og ekkert til sparað
tæknilega, til þess að draga úr
slysum á sjó.
Stjóm F.F.S.f. beinir þeirri á-
skorun til ríkisstjórnar fslands,
að hún krefjist yfirlýsingar af
hálfu brezku ríkisstjórnarinnar,
er leiði skýrt í ljós, hvort slíkar
ofbeldishótanir og tilraunir til
framkvæmda þeirra, séu gjörðar
með vitund og vilja ríkisstjórnar
Bretlands, eða hvort þær séu ein-
ungis á ábyrgð ófyrirleitinna
togara- og herskipsmanna Breta,
þar eð slíkt er brot á alþjóðalög-
um og öllu velsæmi, og stefnir
mannslífum í bráða hættu.
-------------------------—-----<s>
ríkjanna var Bowditch mikil-
menni, sem á það skilið, að sag-
an varðveiti minningu hans.
Hann á skilið þau ummæli, sem
eru kjarninn í formála hverrar
útgáfu, nefnilega: ,,Á meðan skip-
sigla um sjóinn, á meðan komp-
ásnálin bendir í norður og á með-
an himinhnettirnir ganga eftir
brautum sínum verður nafn Bow-
ditch vel metið. Hann hjálpaði
meðbræðrum sínum til þess að
rata um höfin, hann var velgerð-
armaður alls mannkynsins".
VlKINGUR
185