Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Page 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Page 13
R ússnesk vísindastöð INNGANGSORÐ á Norðnrpólnum Á eftir þessum formálsorðum birtist fyrirlestur, er prófessor A. Volkov hefur flutt m. a. í Noregi, eftir heimkomu sína úr leiðangri við Norðurpólinn, er stóð yfir frá 24. apríl 1955, til jafnlengdar næsta ár. Prófessor N. Volkov var íot i stjóri leiðangursins, og pólarstc hans á rekísnum nefndist: „Norð urpóll No. 5“. Yfir þetta eina ár rak stöðina ýmsa krákustígu yfir hafið, 2500 km. vegalengd, stóð hún af sér ísruðninga, sem voru ekki alltaf þægilegir. Vegna mikilla hreyfinga og ísruðnings var flatar- mál hins samfellda ísfláka orðið 1 hundraðshluti af stærð hans árið áður. Þegar stöðin var yfgefin, var ísflákinn ekki meira en 10 hekt- arar. • í október 1957 heimsótti próf. N. Volokov ísland í boði MÍR. Flutti hann ýtarlegan fyrirlestur í einni af kennslustofum Háskóla íslands um vísindastörf leiðangursins og lífið á rekísnum. Ennfremur sýndi hann þar skuggamyndir og kvik- mynd, sem tekin hefur verið í Norð- urpólsstöð'vum þeim, er Sovétríkin hafa starfandi þar á seinustu árum. Próf. Volkov lagði áherzlu á það, hversu þýðingarmiklir pólarleið- angrar Sovétríkjanna höfðu orðið við Norðurpólinn. Minntist hann í því sambandi landa okkar Vil- hjálms Stefánssonar, og hins mikla starfs hans á pólarísnum. Ekki vissi hann þó fyrr en honum var sagt það hér, að Vilhjálmur er borinn og barnfæddur íslendingur, og flutt- ist ekki til Ameríku fyrr en hann var kominn yfir tvítugt, og því síður, að æskustöðvar Vilhjálms væru spölkorn frá Akureyri, en þaðan var próf. Volkov rétt kom- inn er hann fékk þessar upplýsingar. Nú vinnur próf. Volkov að vís- indastörfum í Norður-fshafs rann- sóknarstöð Norðursjóleiðarinnar sem hefur aðsetur í Leningrad. Norðursjóleiðin er meðfram strönd Asíu, frá Atlantshafi til Kyrra- hafs. Frá því er próf. Smith fór á hinu fræga skipi „Tseljúskín" árið 1934 hefur þessi leið verið farin hindrunarlaust af hundruðum skipa með aðstoð veðurþjónustu yfir pól- VÍKINGUR Próf. N. A. Volkov. k REKÍS í miðjum ágústmánuði endar sumarið á Norðurpólnum. Það hvein í fyrsta kafaldsbylnum, sem skildi eftir sig þó nokkra snjóskafla á ísnum við sumarbústað okkar, en yfirborð ísbreiðunnar umhverfis okkur tók á sig tilbreytingalausan hvítan lit. Þar skáru sig úr ennþá meir áberandi grænbláir blettir sólbráðsvatnanna. Eitt kyrrlátt kvöld ákvað náttúran auðsjáanlega að endurgjalda okkur hina gráu lit- <$>-----------------=------------ arsvæðið og flugvéla, er leiðbeina þar sem um ísrek er að ræða. Áður var það harla áhættusamt að sigla meðfram norðurströnd Asíu. Heimildir úr sögu frumherja norðurleiðarinnar er að finna í mörgum bókum, sem ritaðar hafa verið um þetta efni. Áður en próf. Nikolaj Volkov hélt heimleiðis, lét hann í ljós það álit sitt á landi okkar og þjóð, að hann myndi ánægður kjósa íslend- inga með sér til norðurpólsfarar ef um það væri að ræða. Kvað hann ísland myndi ávallt verða einn þeirra staða, er yrði sér ógleyman- legur. Sigurvin Össurarson. lausu daga liðins sumars. Hún opn- aði okkur sitt töfrandi fjölþætta litaflóð, gjörbreytti öllu í krin°' um okkur, svo að allt varð óþekkj- anlegt. Myndafréttaritari tímaritsins „Ogonjok" (Loginn), M. I. Savín var sem þrumu lostinn af undrun yfir hinum óvenjulega leik ljóss oCT skugga, sem komu IrB.ni i um, sem mynduðust við heljarleik ísjakanna. Hann hrópaði upp: Hvílík mynd! Fyrir eitt slíkt kvöld myndi það borga sig að koma í skyndi á ísflákann. Myndasmiðir okkar voru nú í essinu sínu og tóku óviðjafnanleo'- ar myndir af ísruðningi, skýjum ofT sólbráðsvötnum. Kvöldið var sjaldgæft. Skáhallir geislar kvöldsólarinnar brutust gegnum rofin, purpurarauð gull- in ský svifu yfir yfirborði ísflák- ans, er hafði gosið úr sér ísruðn- ingnum. Þeir endurspegluðust leiftruðu og streymdu yfir í öllum regnbogans litum. Kvikasilfrið í hitamælinum hafði staðið á núlli í iy2 mánuð og sýndi nú 5 gráður. Fjöldi sólbráðsvatna og tjarna voru þakin þunnum gljá- andi nýlögðum ís. Farirðu út á rönd slíks vatns, þakið lausum nv- föllnum snjó, sökkva fæturnir up^ á læri í vatn. En þó, þrátt fyrir kólnandi veðráttu og tíða snjókomu hélt ísbráðið ennþá áfram. I vötn- um, er þöktu 30—40% ísflákans geymir vatnið sólarhitann sem fer í gegnum svellið. Hann hitast sem mold í vermireit. Alveg nýlega var hægt að vaða yfir þessi vötn án hættu á því að fylla stígvélin og varð nú að fara um með sér- stakri varúð. Dýpi í sumum þeirra var meira en metri. Langt fram yfir miðnætti heyrð- ust köll Ijósmyndaranna, einmitt úr ysta tjaldinu komu haffræðingarnir Ljúdkovích og Shestéríkov. Þeir tilkynntu þýðingarmikla fregn. Lokaniðurstaða haffræðirannsókn- arstöðvarinnar sýndi, að ísflákinn okkar, á seinustu tveim mánuðum hafði farið margar lykkjur milli 84 og 85 lengdargráðu til austurs 189

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.