Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Page 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Page 21
Maður, sem ég gleymi aldrei Eftir dr. wed. Frederic Loomis „Læknir“, sagði kunnuglegur málrómur í símanum, „munið þér eftir föður mínum, skipstjór- anum? Hann, sem heimsótti mig á spítalann, þegar ég átti litla drenginn minn. Nú liggur hann þar sjálfur. Hann er orðinn 74 ára, og yfirlæknirinn segir, að það sé lítil von með hann. Gætuð þér ekki gefið yður tíma og litið inn til hans augnablik? Hann er víst ekki alveg með sjálfum sér. Hann heldur, að hann sé á sjón- um aftur. En hann segist gjarn- an vilja tala við yður“. Þegar ég hafði lokið sjúkra- vitjunum á minni deild, fór ég til skipstjórakáetunnar eins og hjúkrunarkonurnar kölluðu stof- una þar sem gamli maðurinn lá. Þegar ég kom inn, leit hann upp til að sjá, hver væri að ónáða hann. En svo þekkti hann mig, og andlit hans ljómaði af ánægju. „Halló, kapteinn“, kallaði hann. „Legðu að og settu upp landfest- ar, ég hef beðið eftir yður“. Hann settist upp í rúminu og setti upp gamla einkennishúfu. Á nátt- borðinu stóð sextant og við hlið- ina á honum skipslandherna, sem varpaði daufu, rauðu ljósi út yf- ir stofuna. Ég rétti honum hend- ina, sem hvarf inn í stóra hendi hans, eins og mús, sem hleypur inn í holu. „Mér hefur verið til- kynnt bilun í vélarúminu, lækn- ir“, byrjaði hann. „Það hlýtur að vera komið rúst í ketilrörin, en hvernig það hefur komið er ekki gott að segja. Ég sagði nú við dóttur mína, að ég vildi óska, að þér væruð skipstjóri á skútunni hérna“. Allt í einu þagnaði hann og lokaði augunum, og andlitið hrukkaðist af verkjum. „Fyrirgefið þér“, sagði hann, þegar verkirnir voru liðnir hjá. „Ég hef sent eftir yður, því að það er nokkuð, sem ég verð að segja yður. Hitt fólkið hefur VlKINGUR náttúrlega sagt yður, að ég væri ekki með réttu ráði. En það er ég nú samt. Allt þetta sjómanns- tal er bara reykský, sem ég held mig á bak við. Ég veit fjarska vel, hvað að mér er, og ég veit, að ég stend aldrei upp úr þessu rúrni hérna. Það er þess vegna, sem ég leik þennan leik, því að ég he!d ekki út að liggja alltaf á bakinu og bara hugsa, ég verð að hafa eitthvað að gera“. Hurð- in var opnuð og hjúkrunarkona kom inn. „Hvers slags ókurteisi er þetta“, kallaði hann, „þegar þér komið inn í káetu skipstjór- ans eigið þér að berja að dyrum fyrst“. Þegar stúlkan, sem varð dauðhrædd, var farin aftur, sneri gamli maðurinn sér að mér aft- ur. „Þér fyrirgefið, læknir“, sagði hann rólega. „Enn er ég neyddur til að standa mig í hlut- verkinu. Ég vil ekki láta fólkið halda, að ég sé hræddur við dauðann. Þá hugsun gæti ég ekki haldið út. Ég kemst aldrei meira á sjóinn, en það gerir ekkert til, ef ég bara get látið eins og ég sé um borð í skipi. Það er eitt, sem ég ætla að biðja yður um, þegar kveðjuflautið er þagnað, og ég verð farinn frá borði. Ætla ég að biðja yður að segja Nancy, að ég hafi leikið öll þessi fífla- læti að yfirlögðu ráði, og að ég hafi ekki verið vitund ruglaður. Ég vil ekki, að hún verði hrædd og haldi, að þetta rugl gangi kannski í erfðir til litla sonar hennar“. „Svo að við tölum meira, er spítalinn eitt stórt herskip. Yfir- læknirinn er flotaforinginn; hon- um verð ég að hlýða. Ég er sjálf- ur skipstjóri og það eru þér líka: Þér eruð komnir um borð í mitt skip til að heimsækja mig. Upp á þennan máta getum við talað óþvingað saman. Svo getum við borðað bita saman, þó að hér sé ekkert að hafa annað en mjólk- urvelling og blávatn. Varalæknir- inn er stýrimaður, og hjúkrunar- konurnar eru þegnskylduháset- ar“. Hurðin opnaðist og yfir- læknirinn kom inn. Varð þá gamli maðurinn allt í einu alvar- legur. Um leið bar hann hendina upp að húfunni og heilsaði að hermannasið og blikkaði til mín um leið. „Gott kvöld“, sagði læknirinn. „Má ég biðja umskýr- ingar á því, hvernig verkið geng- ur?“ „Ennþá í þurrkví, verið að skafa og mála botninn, herra flotaforingi. Vinnan gengurheld- ur hægt“. „Er nokkuð að frétta úr vélarúminu, skipstjóri?" „Já, vélafólkið er alveg ómögulegt". Þegar hér var komið, kvaddi ég og fór. Þegar ég var kominn yfir á mína deild, hringdi ég til útgerðarfélagsins, sem gamli maðurinn hafði starfað hjá. Sagði ég þeim frá líðan hans og bað þá að senda mér flagg með félagsmerkinu og ameríska þjóð- fánann. Sendu þeir mér strax tvö stór flögg og tvo silkiborð- fána á flaggstöngum. Stóru flöggin voru sett upp á vegginn hjá gamla manninum, meðan hann svaf. Varð hann ákaflega hrifinn af þessu. Var svo aldrei komið með matarbakka til hans, svo að ekki stæðu á honum báðir borðfánarnir. Nancy kom til mín og sagðist sjá, að honum hefði batnað mik- ið við þetta. Ég kom oft til hans á þessum tíma, sem hann lá þarna, og sá ég, að honum hrak- aði alltaf, hafði hann oft mikla verki. Einn dag sagði hann við mig: „Læknir, munið þér eftir hrædda, litla messadrengnum, er kom hér inn fyrsta daginn, sem þér voruð hér? Ég er búinn að finna út, hver hún er. Hún heitir einhverju skandinavisku nafni, Jónsson eða Jensen eða eitthvað svoleiðis. Faðir hennar var sjó- maður frá Osló. Hann drukknaði, og nú er hún að læra að verða hjúkrunarkona, svo að hún geti hjálpað móður sinni, en hún er ekki heilsuhraust, og læknarnir halda, að hún þoli aldrei að verða 197

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.