Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Qupperneq 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Qupperneq 23
Jónas Guðmundsson Ný varðskip Islendingum er þetta ekki nýtt. Þeir hafa alla tíð barizt fyrir sjálfstæði sínu vopnlausir. Þann- ig hafa þeir endurheimt sjálf- stæði sitt án vopna. Sú stefna, að telja voldugri þjóðir á rétt- látan málstað, hefur reynzt hald- betri en stál og blý. En allt á sín takmörk. Þannig höfurn við neyðzt til þess að \opna varðskipin og lögregluna. En minnumst þess, að þau vopn eru aðeins til þess að halda uppi lógum og reglu á ío'jmdi og ís- lenzkum hafsvæðum. Það er nefnilega talsverður munur á því, hvort um almenna löggæzlu réttkjömar stjórnarforystu er að ræða, eða útþenzlustefnu of- beldisþjóða. Þessi stefna þjóðarinnar, að eiga engan hermann undir vopn- um og hafa andstyggð á ofbeld- ishernaði og vopnaviðskiptum þjóða á milli, er greypt í þjóðar- sálina. Nú hina síðustu daga hefur at- ®---------------------------- lá þar og fékk að tala við fyrsta stýrimann. Bað ég hann að gefa mér smábút af tjörguðu tói. Ég hugsaði, að kannski gæti það glatt gamla skipstjórann og framkallað gamlar endurminn- ingar, frá því að hann gekk um sólríkar bryggjur í Shanghai eða Singapore. Gekk ég svo til baka aftur upp á spítala með tóend- ann í vasanum. Þegar ég kom inn á sjúkrastofuna sá ég, að dauðinn var allnærri. Yfirlækn- irinn stóð við dánarbeðinn og hélt um púlsinn á hægri hendi. Benti hann mér að koma nær og taka hina hendina. Nancy stóð þar ásamt nokkrum nýjum hj úkrunarkonum. Okkur til stórrar undrunar brosti skip- stjórinn, þegar hann heyrði mál- róm minn. „Það er hringt til burtferðar, skipstjóri“, sagði hann. Ég varð að beygja mig VÍKINGUR hyglin beinzt að varðskipunum. Brezkir togai’ar veiða í landhelgi undan ströndum landsins í vemd brezkra herskipa. fslenzku varð- skipin eru einskis megnug að halda uppi lögum gagnvart þessu ofurefli, enda er þess ekki kraf- ist. Stærsta varðskipið setti menn um borð í brezkan togara. Löggæzlumennirnir voru, þrátt fyrir harðorð mótmæli, teknir til fanga af brezkum sjóliðum og hafðir í haldi á aðra viku, unz herskipinu þóknaðist að bæta gráu ofaná svart og sigla dul- búið uppundir land og pkila þar af sér föngunum. Svcna hefur einn atburðurinn rekið annan. Það hefur og verið táknrænt, að jafnvel togararnir sjálfir hafa reynt að bjóða varðskipun- um byrginn, án beinna afskifta herskipanna. Vopnaðir heitum sjó, úrsláttajárnum, hnífum og öxum, haf þeir verið reiðubúnir til þess að verjast uppgöngu varðskipsmanna, svo ekki sé minnst á alvarlegri tilraunum til ---------------------------------<g niður að honum, svo að ég gæti skilið, hvað hann sagði. „Við tök- um landganginn og ....“. Allt í einu kipptist hann við og sagði: „Hvaða lykt er þetta?“ Ég hafði alveg gleymt tóspottanum, sem ég var með í vasanum. Lét ég hann nú í horaða hendi hans. Við færðum hendina upp að vitum hans og hann dró andann djúpt að sér. Eitt augnablik leið ánægja og vellíðan yfir andlit hans. „Lát- ið fara að framan, klárt að aft- an“, sagði hann. Dóu svo út orð- in. Við beygðum okkur ofan að honum. Við gátum heldur ekkert sagt. Allt í einu urðu orðin skýr- ari og hærri, eins og hjá skips- skrúfu, sem vinnur sig gegnum öldurnar í miklum sjó: „Beint svona, fulla ferð áfram. Vertu sæl, Nancy“. Jón Jónsson, skipstj. þýddi úr „Det Bedste". að stytta þeim aldur, svosem með ásiglingum og þessháttar. Það er engin furða, þótt mönn- um sé tíðrætt um varðskipin þessa dagana. Menn eru salt- vondir út í „mömmu lýðræðisins" fyrir ofbeldisaðgerðir hennar við strendur landsins. Og það verð- ur æ ljósara, að varðskipin eru alltof lítil, gömul og úrelt, en því miður, heyrist lítið minnst á að afla nýrri og betri skipa, til verndar fiskimiðunum. Ekki er þar með sagt, að verið sé að hvetja til þess að látið sé af hlutleysis- og friðarstefnu, heldur að þjóðin beri það mikla virðingu fyrir lögum þeim er hún setur, að hún sjái um að lög- gæzlumennirnir búi við sæmileg vinnuskilyrði. Landhelgin er ekki að okkur finnst, neitt óskaplega stór, þótt hún sé dregin 12.0 sjó- mílur af annesjum, en hún er ekki svo lítil í augum þeirra manna, er standa á stjórnpalli á 70 tonna trébátum, 20 ára göml- um, og eiga að gæta hraðskreiðra togara. Þessvegna verður eitt- hvað að gera, ef vel á að vera. Við megum ekki láta okkur nægja að tönglast á því við „séum vopn- laus smáþjóð", heldur eigum við að gera eitthvað raunhæft til þess að verja landhelgina. Það ætti a. m. k. ekki að verða okkur of- viða að afla skipa, sem eru nógu Öflug til þess að landhelgisbrjót- ar reyni ekki að komast undan lögum á flótta. Almenningur skil- ur þetta vel, þessvegna ætti yf- irvöldunum að vera það Ijúft, að bregðast vel við og fá löggæzlu- mönnum sínum góð og hraðskreið skip í hendur, til þess að verja fiskimiðin og koma lögum yfir alla þá, er dirfast að brjóta fisk- veiðireglugerðina. Að vísu getum við ekkert gert gegn ofureflinu, sem nú er við að tefla, en „það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð“. Þessvegna mun brezka þjóðin átta sig fyrr eða síðar og láta af þessum ofbeldis- aðgerðum. fslenzka þjóðin verð- ur þá að vera reiðubúin til þess að taka löggæzluna í sínar hend- ur, einsog áður. 199

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.