Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Síða 24
♦---------------
Amerískur bankastjóri „skaut“
sig í filmstjörnu, og vildi giftast
henni. Hann fékk leynilögreglumann
til þess að grennslast eftir hegðun
hennar. Skýrslan hljóðaði þannig:
Viðkomandi hefir mjög gott orð á
sér, umgengst heiðarlegt fólk, —
en hið einasta grumsamlega við
hana er að hún í seinni tíð hefir
oft sést með bankastjóra nokkrum,
sem mjög vafasamt orð fer af.
*
Á hóteli í Svíþjóð: 1 þessu rúmi
hvíldi Óscar II.
Ameríski ferðamaðurinn: — Lát-
um það nú vera, en viljið þér ekki
gjöra svo vel og skifta um lak.
*
Búið var að vígja nýja barnaskól-
ann og skólastjórinn, sem einnig var
nýr, sýndi börnunum kennslustof-
urnar. Þegar þau komu inn íyiátt-
úrufræðibekkinn, opnaði hann skáp
sem í var beinagrind af manni.
Þá gat Siggi litli ekki orða bund-
izt: — Er þetta gamli skólastjór-
inn?
*
Heillaskeyti: Heiður brúðurinni,
heiður brúðgumanum. — Heiðar
Jónsson.
Tveir sjómenn tóku tal saman
eftir inniveruna. — Ósköp ertu nið-
urdreginn, Siggi minn, hvað gengur
að þér?
— Konan vill skilja, hún segir að
ég verði að velja milli hennar og
neftóbaksins.
— Nú, hvernig fer það?
— O, ég býst nú við að ég sakni
hennar.
*
A
Jæja, Jón minn, sagði læknirinn
við gamlan bónda. — Ég vona að
þú hafir fylgt ráðum mínum með
að taka inn 3 pillur á dag og kon-
jakk snaps áður en þú gekkst til
hvílu. — Ojá, svaraði Jón gamli, —
ég á eitthvað eftir af pillunum, en
er hálfan mánuð á undan með kon-
jakkið.
*
Dómari nokkur í Ameríku felldi
nýlega mjög réttlátan dóm. Tveir
strákar fengu að velja í milli 5 daga
fangelsi og að blása upp sín tvö bíl-
dekkin hvor, með munninum. Þeir
voru teknir þegar þeir voru að
hleypa lofti úr dekkjum á bíl, sem
stóð á bílastæði.
Nokkrir amerískir sjóliðar sem
voru staddir í sænskri höfn fóru
eitt sinn í kirkju. Þeir skildu víst
lítið af ræðunni, og að messugjörð
lokinni sagði presturinn nokkur orð
og stóð þá upp einn maður, sem sat
á fremsta bekk. Allir sjóliðarnir
stóðu upp líka, til mikillar undrun-
ar fyrir kirkjugesti. Presturinn
skýrði þeim síðar frá að hann hefði
tilkynnt skírn og beðið barnsföður-
inn að standa upp.
Sjómaður keypti eittsinnmjúk
ar og fallegar skinnlúffur (hand-
skjól) handa unnustu sinni í af-
mælisgjöf. Hann bað afgreiðslu-
stúlkuna að senda „lúffurnar"
heim til hennar á afmælisdaginn.
— En af misgáningi sendi af-
greiðslustúlkan kvenbuxur. Með
afmælisgjöfinni skrifaði sjómað-
urinn unnustunni eftirfarandi
bréf:
Elskan mín!
Ég sendi þér þessa smágjöf til
þess að þú sjáir, að ég mundi
eftir afmælisdeginum þínum, þó
ég sé að heiman. Ég vona að það
komi sér vel fyrir þig að fá þær,
þær eru hlýjar nú í kuldanum og
auðvelt að fara úr þeim og í þær.
FRÍVA
Ég var í vandræðum með að velja
hentugan lit, en afgreiðslustúlk-
an sýndi mér einar, sem hún var
búin að nota í þrjár vikur, og
það sá varla á þeim. Ég vissi
heldur ekki hvaða númer þú not-
ar — þó að það stæði mér auð-
vitað næst að vita það — en af-
greiðslustúlkan var á stærð við
þig, og ég fékk hana til þess að
máta þær, og þær pössuðu henni
alveg. Hún sagði, að þú skyldir
blása inn í þær, þegar þú hefðir
notað þær, því þeim hætti oft til
að verða rakar að innan við notk-
un. Mundu mig, elskan mín, um
að nota þær nú í kuldanum.
Þinn elskandi Anton.
200
VÍKINGUR