Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Side 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Side 25
KTINNI Siggi litli beitti ýmsum brögðum við að sleppa við að hátta á kvöld- in. Eitt kvöldið þegar hann loksins var háttaður, heyrði móðir hans mikinn hávaða úr svefnherberginu. Hún kom þjótandi inn og spurði hver ósköpin gengju á. — Það eru víst taugarnar, var svarið. * Hvemig getur Grace Kelly vitað að hún er barnshafandi á nýjan leik? Það er enginn vandi. Hún les það í blöðunum. * Þú löfaðir mér að koma heim kl. 10, en svo kemur varðmaðurinn með þig klukkan tvö um nóttina. — Já, en varðmaðurinn hafði engan tíma fyrr. * Af hverju borgum við skatt, var efni skólastíls í barnaskóla nokkr- um. Pétur litli, sem ýmislegt hafði heyrt um þetta efni heima, svaraði: — Af því að við erum neydd til þess. * Á veitingastað nokkrum kom fiðluleikarinn úr hljómsveitinni til eins gestsins og spurði: Voruð það þér, sem báðuð um Paganini stykk- ið? — Onei, ég bað bara um steikta lúðu. i * — Ja, í minni sveit voru góðir eiginmenn, sagði kerlingin. — Þeg- ar konan fór út í skúr til að höggva í eldinn, kom maðurinn með, settist hjá henni, kveikti í pípunni og skemmti henni með gamansögum og öðru gríni. * Jón bóndi kom í kaupstaðinn og tók út vörur, meðal annars 1 kíló af munntóbaki. Kaupmaðurinn hafði orð á því að þetta væri ó- venjulega mikið. — Ég er að hugsa um að halda veizlu, sagði bóndi. * — Heyrið þér, sýslumaður, ná- granni minn kallaði mig stórt naut. Er slíkt ekki ærumeiðandi? — Tæplega, ef miðað er við hið háa kjötverð. — Heldurðu ekki að við fáum í soðið bráðum! * Flest sjálfsmorð eru framin með hníf og gaffli. * Danskur prófessor gaf einu sinni ef tirfarandi skilgreiningu: Sígar- etta er pappírsræma með glóð í öðr- um endanum og auðnuleysingja í hinum, en tóbakspípan hefur gott höfuð á báða enda. Hinn hamingjusami fer aldrei of snemma á fætur. * — Hvers vegna eru svo undrandi á svipinn, Anna? — Ég er ekkert undrandi, ég flutti augabrýnnar aðeins hærra upp. * Ég hefi nú ekki mikla trú á því að maðurinn minn vilji daðra við laglegar stúlkur, sem hann hittir. Það verður svipað og með hundinn okkar, í hvert sinn og bíll ekur f/amhjá, hleypur hann eftir honum. En ef hann nær bílnum veit hann ekkert hvað gera skal. * * Tveir skipbrotsmenn komust á fleka. Annar þeirra starði í örvænt- ingu út yfir autt hafið. Þá klappaði hinn á öxl hans og sagði: — Vertu ekki að örvænta, góði, þeir eru viss- ir með að finna okkur ,ég skulda nefnilega útsvar frá því í fyrra. * Jón var ekkjumaður og sat í ó- skiftu búi. Nú ætlaði hann að gift- ast aftur og fór til prestsins. — Þér verðið að skipta, Jón minn, fyrr get ég ekki framkvæmt giftinguna. — Það hafði ég nú hugsað mér, sagði Jón, já og jafnvel að fara í bað. Læknirinn tók Röntgenmynd af höfðinu, en fann ekkert. Því trúi ég vel. * — Þessi lindarpenni, sagði sölu- maðurinn, — endist heilan manns- aldur. Þér getið kastað honum ofan af fjórðu hæð, slegið á hann með hamri, sett hann í sjóðandi vatn og keyrt yfir hann vörubíl. — Hm, er hægt að skrifa með honum? * Kennarinn: — Allir í bekknum hafa skrifað langar ritgerðir um mjólkina, en þú aðeins 10 línur. Siggi litli: — Já, en ég skrifaði um niðursoðna mjólk. * í gær sá ég nokkuð, sem ég hélt að væri ómögulegt. — Hvað var það? — Tvo nauðasköllótta menn, sem fóru í hár saman. * * Það var á hrútasýningu og ráðu- nauturinn var óvæginn í dómum, ef honum þótti hrútarnir ekki upp- fylla kröfumar. — Lappimar eru of langar, hryggurinn allur í hlykkj- um, hausinn ljótur og ullin léleg, út með helvítið. Eigandinn sneri sér við í dyrun- um og sagði: — Er þá kjötið ætt? * Flestir menn eru eins og tunglið. Þeir hafa sína dökku hliðar, sem þeir sýna ekki neinum. VlKINGUR 201

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.