Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Síða 29
A VÍGASLÓÐ
Framhaldssaga
4
Gregson setti upp þykkjusvip. —
Of stoltur til að taka við þeim.
Maður lítillækkar sig til að gefa
þér þær, svo móðgast þú. Fjandi
hart, þykir mér.
— Taktu við þeim, svo skipstjór-
inn reiðist ekki, sagði enski pilt-
urinn.
Þjóðverjinn hreyfði sig ekki.
— Skipstjórann langar til að
kasta þér fyrir borð. Hann hatar
Þjóðverja. Og þar er enginn, sem
hindrar hann í að gera það, ef hann
tæki upp á því.
Enski flugmaðurinn hafði gam-
an að þessu og það vottaði fyrir
glotti í öðru munnviki hans, er
hann talaði. En Þjóðverjinn hreyfði
sig ekki.
— Hentu honum útbyrðis, skin-
stjóri, ég skal engum segja.
— Allt í lagi, sagði Þjóðverjinn
og tók sígaretturnar. — Þakka þér
fyrir. Mjög vingjarnlegt af þér.
Þakka þér kærlega fyrir.
— Bölvuð látalæti, sagði Gregson.
— Hagaðu þér nú skikkanlega
sagði enski pilturinn. Þú ert stríðs-
fangi núna.
Drengurinn hlustaði með athygli
og allt, sem sagt var, var í augum
hans mikilvægt, og við það að finna
að menn gátu einnig hent gaman í
návist dauðans, var sem skelfing-
in vegna dauða Jimmys yrði létt-
bærari að nokkru. Hann lét sinn
tebollann við hvora hlið flugmann-
anna.
— Ég held ég geti ekki setið
uppi, sagði enski flugmaðurinn. —
Fjárans klúður.
— Ég skal styðja þig, sagði Grep--
son.
— Nei, sagði pilturinn. — Gefðu
mér það heldur í skeið.
Meðan Gregson lyfti varlega
höfði hans og mataði hann á teinu
með skeið, reis Þjóðverjinn upp við
olnboga. Hann hélt sígarettunni o®
bollanum í sömu hendi og starði út
VlKINGUR
yfir hafið í vesturátt. Drengurinn
þóttist lesa í fasi hans flóttalönp-
un, hvernig hann lét teið ósnert
og lét sígarettuna brenna upp án
þess að reykja hana. Hann vonaði
að hann myndi reyna að flýja. Ef
hann reyndi að flýja, myndi Greg-
son drepa hann. Það væri stórkost-
legt. Ef hann yrði drepinn, myndi
drengurinn eignast sjónaukann.
Það yrði líka stórkostlegt. Og þe^-
ar hann kæmi heim að lokum, myndi
hann bera hann um öxl sér og vera
ögrandi stoltur á svip eins og mað-
ur, sem snýr heim úr stríði með
sigurtákn.
Það tók að rigna, meðan hann
stóð þarna og horfði á Þjóðverj-
ann; smáir dökkir dropar féllu þétt
og vættu þilfarið. Gregson leit til
lofts. — Hann ætlar að rigna, sagði
hann. — Bezt að koma ykkur nið-
ur. í andliti enska piltsins var þján-
ing, einkennileg þjáning, sem færði
ungt andlit hans úr skorðum, svo
það virtist gamalt. Drengnum datt
ekki í hug að það gæti verið merki
um ótta. Það var svo fjarri hon-
um að tengja ótta við fullorðna
menn.
— Farðu með Messner niður
sagði enski pilturinn, og það vott-
aði fyrir glotti á andliti hans. —
Gestir fyrst.
— Ég fer með ykkur báða niður
sinn í hvorum börum.
— Takið hann niður fyrst. Ef
þið missið hann, veit ég hvað gera
skal.
Gregson lagði höfuð énska pilts-
ins varlega á þilfarið. — Komdu
Snowy, sagði hann, og skyndilega
fannst honum hann þurfa að hrósa
drengnum. — Stórsnjall piltur
þekkir allar flugvélar.
— Ágætt, sagði flugmaðurinn.
— Gott, Snowy litli. Hann brosti
til drengsins.
Gregson færði sig yfir til Þjóð-
verjans, smeygði báðum höndum
undir bak hans og tók að lyfta hon-
um upp. Það var eitthvað óhugnan-
lega undarlegt við fæturna. Þegar
Gregson lyfti honum, héngu þeir
máttvana eins og þeir væru ekki
lengur hluti af líkama hans. Hann
heyrði Þjóðverjann grípa andann á
lofti.
Gregson lagði hann aftur á þil-
farið. — Rólegur, sagði hann. —
Rólegur. Nú náum við í börurnar.
Regnið streymdi úr loftinu. Drop-
arnir féllu í andlit Þjóðverjans, sem
lá á bakinu og dró andann í þung-
um dráttum, og honum virtist fró-
un í því að finna kalt regnið í and-
lit sér. Gregsin sótti sjúkrabörurn-
ar og lagði þær niður við hlið Þjóð-
verjans. — Leystu þær sundur,
Snowy, sagði hann. Snowy leysti
þær sundur og stóð hjá meðanGreg-
son lyfti herðum Þjóðverjans yfir
a börurnar Hann sá Þjóðverjann
kreppa hnefana. —- Farið varlega,
sagði hann. — Varlega, fæturnir.
Gregson sagði ekkert, en dró fæt-
urna einnig hægt yfir á börurnar.
Þá fórnaði Þjóðverjinn allt í einu
höndunum tryllingslega og greip
þeim síðan skyndilega fyrir andlit-
ið og þrýsti þeim að því, og milli
hvíta fingranna brutust hálfkæfð
kvalaóp. Óp óvinarins snertu dreng-
inn ekki mjög, því að hann stóð
sem lostinn og starði á blóðpollinn,
sem myndast hafði, þar sem fætur
Þjóðverjans höfðu legið.
Þjóðverjinn huldi andlitið í hönd-
um sér meðan þeir báru hann nið-
ur. Þeir lögðu hann á káetugólfið
milli kojanna. í svip drengsins mátti
greina vott af fullorðinslegu stolti;
þetta var í fyrsta sinn, sem hann
hafði tekið þátt í slíku. Hann stóð
og virti Gregson og Þjóðverjann
fyrir sér, hátíðlegur á svip. Hann
var nú búinn að komast yfir áhrif-
in af því að sjá blóð í fyrsta sinn.
Hann var hrifinn í þennan heim
siysa og þjáninga, sem var hlaðinn
spennu og æsingi.
Þjóðverjinn hélt höndunum stöð-
u.gt fyrir andlitinu, og hreyfði þær
ekki þaðan er þeir tóku hann af
börunum, þótt hver hreyfing ylli
honum ægilegum kvölum. Hann
hafði þær til að dylja þjáninguna
cg angistina í andlitinu.
Uppi á þiljum rigndi. Enski pilt-
urinn hafði dregið eina ábreiðuna
upp fyrir höfuð sér og ábreiðurnar
huldu hann nú allan, eins og hann
væri þegar liðið lík. Hann svipti á-
breiðunni frá andlitinu, þegar Greg-
205