Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Síða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Síða 1
SJOMAIMIXIABJLAÐIÐ UÍKIH6UR ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS XX. árg., 11.-12. tbl. Reykjavík, nóv.-des. 1958 LEIÐARLJÓS YFIR HÖF OG HEIMA Forsíðumynd þessa jólablaðs Víkings getur verið táknmynd þess, sem jólin boða, hafa flutt á liðnum öldum og flytja enn: Yfir úfið haf, yfir fjöll og rjúkandi sæ, ber leiftrandi ljósgjafi úr fjarskan- um birtu. Til hvers kom hann, sem í húmi hinnar heilögu nætur fæddist? Hann kom til þess að bregða birtu yfir dimman Heim. Hann kom til þess að verða leiðarljós öllum, sem um vegleysur hafs, víddir lofts og jarðar fara. Hann kom til þess en höfum vér þegið ljósið hans þá leiðsögn, sem hann vill öllum veita? Á það er auðvelt að benda, hve kristinn heimur hefur gengið víðsfjarri vegum hans. Það er auðvelt að sýna fram á, hve menn hafa stýrt yfir höfin eftir öðrum stjörnum en stjörnunni hans. Vér vitum, að einmitt af þessu stafa hörmulegustu mistökin í lífi kynslóðanna, að ómælan- legt magn tára hefur hrunið á jörðina og hrynur enn, vegna þess, að vér stýrum ekki skipi voru eftir leiðarmerkinu, sem Kristur brá upp með fæðing sinni, lífi og dauða. Og einnig það ætti oss að vera ljóst, að aldrei hefur oss verið meiri þörf á leiðarljósi hans en einmitt nú, þegar vísindaafrek og tækní hefur lagt mann- inum vald í hendur sem getur leitt til ómælanlegra skelfinga mannlífi öllu, ef hjartað, sem hendinni stýrir, elskar ekki og virðir hugsjónir lávarðarins, sem í jötu var lagður. Þetta er alltof augljóst til þess, að opn- um augum fái dulizt. En hvers vegna eig- um vér að sjá þetta bezt á jólum? Vegna þess, að í honum, sem fæddist blásnautt barn í Betlehem, sjáum vér fullkomnun þess, sem getur gætt mann- lífið þeirri hamingju og fegurð, sem.vér þráum. Enginn draumur hefur fæðzt svo háleitur á jörðu, að hann rætist ekki í persónu þessa óviðjafnanlega manns. Engin von hefur fæðzt svo fögur og djörf, að hún bendi ekki til hans, sem heilög jól minna oss á. Engin hugsjón hefur svo háleit vakað fyrir nokkurum manni á jörðu, að hún klæðist ekki holdi í persónu Krists. Þó verður oss sam- fylgdin við hann erfið. Þó kjósum vér önnur ljós til að stýra eftir. Þú veltir þessari spurningu undrandi fyrir þér, og á jólum beinist hún að þér með öllum sínum þunga. í glitrandi ljós- móðu jólakertanna blasir hún þér við sjónum. í jólaguðspjalli og jólasálmum talar hún til þín. 1 andblæ hinnar heilögu hátíðar leitar hún hugar þíns og hjarta. Þú virðir fyrir þér forsíðumynd jóla- blaðsins. Skýjabólstrarnir eru eins og rjúkandi brim, og þannig, milli rísandi boða, yfir úfið haf, er mannkynið að stýra veikri súð. En yfir vegleysum hafs- ins ljómar ljós, sem vísar veg. Það er ljósið hans, sem í heiminn kom um miðja, myrka nótt. Það er Ijósið hans, sem getur lýst í framtíð farsældar og friðar. Gefi góður Guð öllum mönnum, á landi, á lofti og á sjó, gleðileg jól. Jón AuSuns. VÍKINGUR 209

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.