Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Qupperneq 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Qupperneq 2
j(ón (jjinuraríon iccjir, a<f £n<j(enclinjar laji i/erií: — „ómiÍJir í/ií íi (enzla, ivo acf jó(L jal ch!i 2. (af (iÍiÉ; réÉ jó(! engu iínu og jé!! eUert jgrir iitt . GREIN Grindavíkurstríðið 1532 Bjöm Þorsteinsson sagnfræðingur. „Það er nauðsynlegt að hefta frelsi manna til þess að merkja sér fisk, áður en hann er keypt- ur, því að allar deilur milli kaup- manna eru venjulega sprottnar af þeim ósið. Jafnskjótt og kaup- menn koma til hafnar, þjóta þeir út um allar trissur og merkja sér hvern fisk, sem þeir finna. Þá ber það oft við, að þeir merkja sér annarra manna fiska, sem eru seldir fyrir löngu, en kaupend- unum gafst aldrei tími til að merkja sér. Því næst verður það, þegar fyrri kaupendur koma og heimta fisk sinn, að hann er seld- ur öðrum og gríðarlegar deilur hefjast. Af þessum sökum er það gott og rétt, að menn spyrjist fyrir um réttan eiganda eða um- boðsmann þeirra fiskbirgða, sem þeir ætla sér að kaupa, áður en þeir ganga frá samningum, og merki sér ekki fiskinn fyrr en kaupin hafa verið gerð“. Þessi klausa er úr „Reglugerð til þess að vai’ðveita frið milli allra höndlunarmanna á lslandi“ — og er frá árinu 1533. Hún veit- ir okkur dágott hugboð um það geysilega kapphlaup, sem þá er háð um íslenzka ski’eið. Jafn- skjótt og kaupmenn eru orðnir landfastir, þjóta þeir um ná- grenni hafnarinnar með brenni- merki á lofti og setjast við fisk- staflana og helga sér skreiðina með því að brennimerkja hvern fisk. Síðar komu aðrir kaup- menn, stundum úr næstu höfn, og töldu sig eiga fiskinn sam- kvæmt viðskiptasamningi síðast- liðins árs og tóku hann í sína vörzlu, ef þeir gátu. En brenni- merkið varð ekki þvegið af skreiðinni, og því auglýsa kaup- menn í borgum Englands og Þýzkalands eftir íslenzkum fiski, sem frá sér hafi verið tekinn, merktur S eða R eða einhverjum öðrum stöfum, litlum eða stór- um, og út af þessu spinnast alls konar bréfaskriftir og málaferli. Geysilega hörð keppni kaup- manna um íslenzka skreið gefur örugglega til kynna, að verzl- unin við ísland hafi verið mjög ábatasöm. Því miður er erfitt að henda reiður á því, hver sé raun- verulegur gróði Islandskaup- manna í sæmilegum árum, því að heimildir eru fáar um verð skipa og úthaldskostnað og inn- kaupsverð á fjölmörgum vörum, sem hingað eru fluttar. Það hafa með öðrum orðum ekki varðveitzt neinir viðhlítandi reikningar út- gerðarfélags íslandskaupmanna frá 15. öld og fyrra hluta þeirr- ar 16., en ýmsar heimildir gefa þó til kynna, að gróði þeirra hef- ur verið geysimikill. Frá árinu 1532 eru til skýrslur og útreikn- ingar eiðsvarinna manna um út- gerðarkostnað nokkurra enskra skipa og áætlað verðgildi þess fanns, sem þau flytja venjulega frá Islandi til Englands. Sam- kvæmt þeim skýrslum getur verðgildi eins skreiðarfarms frá íslandi orðið um 80% af heild- arverðmæti skipsins að viðbætt- nm öllum úthaldskostnaði og verðmæti þess farms, sem skipið flutti til íslands. íslandsfar getur því með öðrum orðum greitt nær- fellt allan úthaldskostnað og verð sitt í einni ferð. Svo feitum hesti hafa auðvitað ekki allir riðið úr Islandssiglingu, en minnsti gróði, sem ég þekki eftir slíka ferð á fyrri hluta 16. aldar, eru 40% af verðmæti skipsins. Þegar búið var að greiða verð útfluttrar vöru, kaup skipverja og allan út- haldskostnað með verðmæti afl- ans, þá voru eftir peningar sem jafngiltu um 40% af verðmæti kaupfarsins. Islandssiglingin tók venjulega 6—7 mánuði, en hinn hluta ársins eru íslandsförin oft í leiðöngrum með ströndum Ev- rópu, og auðvitað hafa þau ekki tapað í þeim ferðum. Það er því ekkert undrunarefni, að kóngar og æðstu prelátar gerðu stundum út skip til Islands. Hins vegar má ekki gleyma því, að um þess- ar mundir og lengi síðan voru margs konar hættur á höfunum, sjórán alltíð og skipstapar af völdum veðra. Siglingar eru því áhættusamar, en freistandi. Síðustu grein lauk á því að Ludtkin Smith, kaupmaður og út- gerðarmaður frá Hamborg, hafði unnið frægan sigur á Englend- ingum í orrustunni að Básend- um dagana 2.—3. apríl 1532. Skömmu síðar að því er virðist rita þýzkir kaupmenn í Hafnar- firði til Hamborgar og biðja borgarráðið að senda sér liðs- auka, því að þeir ætli í stríð við Englendinga, sem sitji í Grinda- vík og haldi skreið fyrir þeirti. Mönnum kann að virðast, að það hafi verið seint að bíða þess liðs- afla, eins og samgöngum var VÍKINGUR 210

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.