Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Page 3
háttað, en slíkt er á misskilningi
byggt. Skipaferðir voru alltíðar
milli íslands og Hamborgar vor
og sumar og siglingaleiðin ekki
lengri en svo, að liðsaukinn gat
verið kominn til íslands tæpum
tveimur mánuðum eftir að bréf-
ið var skrifað. En hjálparsveit-
irnar hafa aldrei komið, því að
atburðarásin var hraðari en
menn hafa e. t. v. ætlað, og hjá
styrjöld varð ekki komizt.
I bréfinu, sem Þjóðverjar
skrifa, segir m. a., að Englend-
ingar í Grindavík hafi að ástæðu-
lausu tekið fisk, „sem við höf-
um keypt og borgað, en bjóða að
greiða hann með vörum á lands-
vísu eða í Englandi á einn nóbíl
hundraðið". Þjóðverjar segjast
ætla að ná fiskinum, hvað sem
það kosti. í skýrslu Hamborgara
um Grindavíkurstríðið frá sumr-
inu 1532 segir, að John nokkur
Breye, kaupmaður í Grindavík,
hafi tekið „réttlaust og með of-
beldi“ 35 lestir af fiski frá Þjóð-
verjum þá um sumarið, en 12
hundruð fiska frá Danakonungi.
Þann 18. júlí 1532 útnefnir Er-
lendur lögmaður Þorvarðarson
tylftardóm í Reykjavík til þess
að dæma um.atburðina í Grinda-
vík, en þar segir, að Yón Beren
hafi gripið 20 lestir eða meira
af fiski frá þýzkum kaupmönn-
um. Hins vegar segir í enskri
skýrslu um málið, að misklíðar-
efnið hafi verið fjögur hundruð
fiskar, sem John Breye sagðist
hafa tekið upp í skuld frá fyrra
ári, en Hamborgarar og Brimar-
ar gerðu kröfu til. — öllum heim-
ildum ber því betur saman um
orsök styrjaldarinnar en algengt
er, þegar stríð hefjast.
Um 1532 höfðu Englendingar
alllengi haft eina af helztu bæki-
stöðvum sínum við ísland suður
í Grindavík. Þar munu þeir oft
hafa haft vetursetumenn, og var
Mai’teinn Einarsson, síðar bisk-
up, þar verzlunarstjóri hjá þeim
um tveggja ára skeið. Systir
hans, Guðlaug, giftist enskum
kaupmanni, og fylgdi Marteinn
systur sinni utan, þá barn að
aldri. Hann var 9 ár í Englandi
og hlaut þar skólamenntun, en
VÍKINGUR
um tvítugt kom hann út, senni-
lega á vegum mágs síns, og sett-
ist að í Grindavík. Það mun hafa
verið laust eftir 1520. Þegar hér
var’ komið, var einkum fyrir
enskum kaupmönnum þar suður
frá fyrrnefndur John Breye frá
Lundúnum. í íslenzkum heimild-
um kallast hann Ríki-Bragi, Jó-
hann Breiði eða Eldri Bragur.
Jón Gissurarson segir í ritgerð
um siðaskiptin, að fyrir Eng-
lendingum í Grindavík hafi verið
Jónar tveir, kallaðir Eldri-Brag-
ur og Yngri-Bragur. Þetta kem-
ur heim við samtímaheimildir,
því að þar getur um nafnana
John Bryee, og er annar á skip-
inu Peter Gibszon frá Lundún-
um, en hinn á Thomasi frá Húll,
sem var sökkt í orrustunni við
Básenda. Eftir þá orrustu hafa
þeir, sem af komust, flúið til
Grindavíkur.
Þangað kemur Jóhann Breiði
á skipinu Peter Gibszon annað-
hvort snemma í apríl eða um
miðjan maí. Skipið er talið um
hundrað lestir að stærð. Jóhann
setur upp markað og gerir út til
þess að veiða þorsk og löngu,
eins og segir í heimildum, en fær
þegar fregnir af óförum landa
sinna við Básenda. Honum þykir
ekki friðvænlegt og lætur reisa
virki við búðirnar hjá Járngerð-
arstöðum. Þar var saman komið
harðsnúið lið, sem vildi gjarnan
hefna harma sinna á Þjóðverj-
um, og lét reiði sína í þeirra garð
bitna að nokkru á Islendingum.
Jóhann lét þegar þau boð út
ganga til Islendinga í víkinni, að
þeim sé stranglega bannað að
flytja nokkurn fisk burt úr verzl-
unarstaðnum eða selja Þjóðverj-
um og hótaði afarkostum. Þá
hefur hann gripið skreið, sem
Þjóðverjar töldu sér á einhvern
hátt. Einnig hefur hann senni-
lega viljað skammta íslending-
um verzlunarskilmála að öðrU
leyti, því að í dómi Erlendar lög-
manns eru nafngreindir þrír Is-
lendingar í Grindavk, sem Jó-
hann á að hafa rænt, bundið og
pínt, og einum þeirra hótaði hann
lífláti, ef hann verzlaði við aðra
en sína menn. Jón Gissurarson
segir, að Englendingar hafi verið
„ómildir við íslenzka, svo að fólk
gat ekld það liðið; réð fólk engu
sínu og fékk ekkert fyrir sitt“.
1 þýzkri heimild segir, að Jóhann
Breiði hafi tekið 80 lömb og sauði
frá Islendingi, sem skeytti ekki
verzlunarbanni hans og taldi, að
hann hefði ekkert vald yfir sér,
og beitti aðra fátæka menn svip-
uðu ofbeldi. Hann lét taka hest
af Islendingi og barði manninn
til ólífis, þegar hann krafðist að
fá hann aftur. Einnig gerðist
hann djarftækur til kvenna og
tók konu nokkra með valdi um
borð í skip sitt, en geymdi mann
hennar þar hjá sér í hlekkjum á
höndum og fótum, svo að hann
gerði sér ekki ónæði, á meðan
hann hélt konuna.
Um þessar mundir var Diðrik
af Bramstað höfuðsmaður á Is-
landi, en hann dvaldist erlendis
og hafði hér fyrir sig nafna sinn,
Diðrik fógeta af Mynden, sem
frægur er í íslenzkri sögu fyrir
afskipti sín af siðaskiptunum.
Diðrild þessum bar að halda uppi
lögum og reglu í landinu, en Jó-
hann Breiði gerði honum margt
til miska. Prestur nokkur varð
sekur um margs konar illvirki,
en flýði á náðir Jóhanns, svo að
fógeti fékk ekki fangastað á hon-
um. Einnig hafði Jóhann Breiði
í heitingum við fógeta og hótaði
að hengja hann hvar sem hann
næði honum, og fór smánarorð-
um um Danakonung. Jón Giss-
urarson segir, að Islendingar hafi
að lokum ekki þolað lögleysur
Jóhanns Breiða og manna hans.
„Tóku íslenzkir sig þá saman og
riðu til Bessastaða, kröfðu höf-
uðsmanninn, Diðrik fógeta af
Mynden, liðveizlu móti slíkum
illmennum. Varð hann vel við
og sendi strax í alla kaupstaði,
því íslenzkir hefðu ella látið illa
að honum sjálfum, ef hann hefði
ekki við orðið; skipaði hann
þýzkum að finna sig við Þórðar-
fell, sem er hjá Grindavík“. Þessi
frásögn er margstaðfest af skjöl-
um að því leyti, að Diðrik af
Mynden gengst fyrir herútboði
til þess að hindra yfirgang Eng-
lendinga, sem höfðu vígbúizt í
211