Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Page 4
Grindavík. Fógeti sneri sér fyrst
til þýzkra kaupmanna í Hafnar-
firði og hét á þá að duga sér í
herferð til Grindavíkur. Hann
hvatti þá með því að brýna nauð-
syn bæri til þess að tryggja hér
frið og frelsi til verzlunar og lét
lesa mikið kæruskjal á hendur
Englendingum fyrir allt það, sem
þeir hefðu unnið gegn Danakon-
ungi á íslandi. Af þeim sökum
kvað hann nauðsynlegt, að þeim
yrði straffað, og lofaði hverjum
manni mála í nafni konungs, ef
hann veitti sér lið gegn óaldar-
seggjunum. Hafnarfjarðarkaup-
menn tóku vel málaleitan fógeta,
ef hann fengi nægan liðsafla, því
að Jóhann Breiði væri mann-
margur. Diðrik skrifaði þá í aðra
verzlunarstaði um Suðurnes, m.
a. Ludtkin Smith á Básendum.
Hann bað Ludkin í nafni Dana-
konungs að koma eins og aðra
akipara og kaupmenn frá Ham-
borg og Brimum og hjálpa sér
gegn fjandsamlegum Englend-
ingum, sem vinni gegn konungi
landsins. Ludtkin segir fógeta,
að því miður eigi hann illa heim-
angengt frá Básendum, því að
enn hafi Englendingar á tveim-
ur skipum valið sér þar legu;
færi hann í herferð, mundu þeir
hertaka skip hans og búðir á
meðan. Það varð því úr, að Ludt-
kin varð eftir á Básendum og
gætti skipa með nokkru liði, en
félagi hans, Hinrik Berndes, fór
með 34 manna sveit til Grinda-
víkur til fundar við fógeta.
Eftir orustuna að Básendum
var saminn friður milli enska
skipstjórans Roberts Legge og
Ludtkin Smiths. Samkvæmt ís-
lenzkum lögum mátti ekki víkja
kaupskipi úr höfn, ef það rauf
ekki hafnargrið, og virðist Ludt-
kin hafa sætt sig við að hlíta
þeim ákvæðum um sinn. íslenzk
verzlunar- og fiskveiðilöggjöf
hafði lengi verið þverbrotin, sér-
staklega af Englendingum, en nú
sáu Hamborgarar, að þeir gátu
eflt hag sinn á íslandi með því
að styrkja íslenzku landstjórn-
ina. Ludtkin leyfir því Robert
Legge hafnarvist, en nokkru síð-
ar kom skipið Mary James frá
Lynn í Englandi og lagðist á
Básendahöfn. Þar hélzt sæmileg-
ur friður um skeið, en Þjóðverj-
ar voru heimaríkir og hindruðu
alla útgerð Englendinga á staðn-
um.
Þegar herförin til Grindavíkur
var ráðin, taldi Ludtkin sig ekki
lengur bundinn af ákvæðunum
um hafnargrið og réðst á skipið
Mary James, laskaði það með
skothríð, réðst um borð, drap
skipstjórann og særði nokkra
menn. Hann rænti úr skipinu öll-
um vopnum og skotfærum, en að
því búnu taldi hann sig öruggan
á höfninni og sendi Hinrik Bern-
des með liðið til Grindavíkur.
Jón Gissurarson segir, að lið-
ið hafi komið saman að kvöldi
dags við Þórðarfell í tilsettan
tíma, og hafi það verið 80 manns
annars hundraðs. Flestum þýzk-
um og enskum heimildum ber
hins vegar saman um það, að í
liðinu hafi verið 280 menn eða
8 skipshafnir frá Hamborg og
Brimum að viðbættri sveit Dið-
riks fógeta. Ein allörugg þýzk
heimild segir þó, að einungis 180
manns hafi verið í hersveitinni,
sem réðst á Grindavík, og er það
líkast til rétt. Þórðarfell er inni
í hrauninu um 7 km. norður af
Grindavík, og þangað komu lið-
sveitirnar á hestum úr Hafnar-
firði, Njarðvíkum og Básendum.
Diðrik talaði fyrir liðinu, rakti
ofbeldisverk Englendinga og
fann þeim einkum til saka, að
þeir hefðu gerzt uppreistarmenn
gegn Danakonungi og löglegri
stjórn landsins með því að reisa
sér virki og vígbúast í víkinni
og neita að greiða skylda tolla
og skatta. Hann lýsti að lokum
alla Englendinga í Grindavík
ófriðhelga og réttdræpa, en frið-
helgi yfir ölhrni, sem að þeim
færu.
Aðfaranótt Barnabasmessu eða
þess 11. júní hélt herinn síðan
niður í víkina. Hann var alvædd-
ur handbyssum, lásbogum, spjót-
um og sverðum, búinn léttum
brynjum og stálhúfum. Þær
njósnir höfðu verið látnar ber-
ast til Grindavíkur, að fógeti biði
liðsstyrks frá Hamborg og
treysti sér ekki til árásar að svo
komnu. Islendingar úr víkinni
gátu því borið hernum þau tíð-
indi, að Englendingar uggðu ekki
að sér, margir þeirra væru á sjó
við fiskveiðar, en Jóhann Breiði
hefði setið veizlu mikla um kvöld-
ið og svæfi í búð sinni innan
virkisins ásamt valfangara her-
togans af Suffolk í Englandi og
13 öðrum Englendingum; varð-
höld væru lítil, svo að nú bæri
vel í veiði.
Liðinu var skipt í sveitir, og
var Hafnfirðingum og Njarðvík-
ingum boðið að slá hring um
virki Jóhanns Breiða og ráðast
þar til uppgöngu, en Básenda-
mönnum falið að gæta hafnar-
innar og hindra, að skip, sem
væru á legunni, kæmust undan.
Árásarherinn hélt skipulega
og hljótt niður í Grindavík þessa
vorbjörtu nótt. Það var útsynn-
ingshraglandi og úfinn sjór. Það
VÍKINGUR
212