Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Side 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Side 5
reyndist rétt, að Englendingum hafði engin njósn borizt af her- útboði fógeta, og sannar það okk- ur, að íslendingar hafa verið mjög fjandsamlegir Englending- um á þessum slóðum. Klukkan tvö um nóttina var gert áhlaup á virki Jóhanns Breiða. Hafnar- fjarðarliðið komst mótspyrnu- laust upp á virkisveggina og réðst þá með öskrum og óhljóð- um á tjaldbúðirnar. Jóhann Breiði og menn hans vöknuðu við illan draum og þurftu ekki griða að biðja. Fæstir þeirra náðu að tygjast, en allir voru þeir drepn- ir miskunnarlaust og sumir á níðingslegan hátt. Eftir skamma hríð lágu 15 Englendingar í blóði sínu í virkinu og meðal þeirra sundui'höggvinn líkami Jóhanns Breiða. Nú varð uppi fótur og fit í Grindavík. Á legunni voru 5 ensk skip, og léttu þau þegar akker- um, er þau urðu ófriðar vör. Skipið Peter Gibszon lá við land- festar, og þangað brunaði nokk- ur hluti árásarliðsins, komst um borð og náði tafarlaust stjórn þess í sínar hendur. Utarlega í hverfinu voru búðir kaupmanna frá Lynn. Þangað hélt nokkur hluti Hafnarfjarðarliðsins, þeg- ar virkið var unnið, og drap þar menn og rænti. Fjórum enskum skipum tókst að leggja frá landi, þótt átt væri suðlæg og allmikill sjór. Eitt þeirra strandaði í út- siglingu og fórst þar með allri áhöfn. Eftir skamma stund var Grindavík algjörlega á valdi Dið- riks fógeta og Þjóðverja. Sigur- inn var ekki dýrkeyptur, því að hvergi var þeim veitt skipulagt viðnám. Þegar mannvígum var lokið, bauð Diðrik að flytja allt herfang um borð í skipið Peter Gibszon og hreinsa valinn. Átta Englendingar höfðu verið teknir til fanga, og voru þeir látnir dysja fallna landa sína undir virkisveggnum, en inni í tjald- búðum Jóhanns Breiða sló Dið- rik og aðrir fyrirmenn upp veizlu, létu þeyta lúðra og berja bumbur og drukku siguröl. Her- inn hélt kyrru fyrir í Grindavík VÍKINGUR um daginn, en næsta morgun, sem var miðvikudagur, var nokk- ur hluti liðsins sendur burt, en hinn varð eftir undir stjórn Dið- riks og beið byrjar, en Diðrik ætlaði að sigla skipinu Peter Gibszon til Bessastaða með fang- ana og herfangið. Um þessar mundir var Erlend- ur lögmaður Þorvarðarson hinn sterki á Strönd í Selvogi einn af aðsópsmestu valdamönnum á ís- landi. Þess er ekki getið, að hann hafi verið í herferðinni til Grindavíkur. Hins vegar setur hann tylftardóm í Reykjavík þann 18. júní um sumarið eða réttri viku eftir herferðina, og sitja í dóminum helztu höfðingj- ar og sýslumenn Sunnlendinga. Það mun engin hending, að þeir eru þar saman komnir, því að enn þá var nokkur tími til al- þingis. Sennilega hafa flestir þeirra verið í sveit fógeta í her- ferðinni. Dómurinn fjallaði um atburðina í Grindavík, og eru niðurstöður hans þær, að Jóhann Breiði og allir hans fylgjarar dæmast eftir Iögbókarinnar hljóðan ránsmenn og réttilega af lífi teknir, en skip þeirra og góss fallið undir konung og umboðs- menn hans, Diðrik af Mynden. Allar réttmætar skuldir skyldu þó greiðast af góssinu, ef þeirra væri krafizt löglega fyrir 10. ágúst. Síðar var þessi dómur staðfestur af biskupum og lög- réttu um sumarið, en þau gögn eru öll glötuð. Herinn, sem skilinn hafði verið eftir í Grindavík, sat þar í 10 daga eða til 21. júní; þá fyrst gaf byr, svo að hægt var að sigla fyrir Reykjanes. Meðan hann sat í víkinni, dreif þangað Englend- inga, sem legið höfðu úti við fisk- veiðar. Þeim þótti að vonum held- ur köld aðkoma, er öllu hafði verið rænt og ruplað, eitt skip þeirra hertekið og fyrirliðar drepnir. Sjálfir voru þeir hrakt- ir og svívirtir, og þóttust sælir að sleppa við meiðingar. Grindavíkurstríðinu lýkur í raun og veru þann 21. júní, er Þjóðverjar láta úr höfn á Peter Gibszon, en þó var eftir að semja frið. 1 styrjöldinni höfðu fjórar þjóðir átzt við og stjómir þeirra létu sig atburðina miklu skipta. Stríðið hófst að vísu á mjög óformlegan hátt, og Erlendur lögmaður Þorvarðarson og ís- lenzkir dómsmenn úrskui’ðuðu, að hér hefði einungis verið um að ræða eins konar lögregluað- gerðir gegn lögbrjótum, en stól- konungar og ríkisráð úti í heimi voi’u á öðru máli. Hér var hafin styrjöld, og þeii’ri styi’jöld varð að ljúka með friðargerð. Um friðari'áðstefnuna verður fjallað í síðustu greininni um þessi mál. *------------------------------- .' ÞÁ VITA M E N N Þ AÐ! Brezku togararnir nota ‘dulmál sem kunnugt er þegar þeir talast við um íslenzku varðskipin. í brezka blaðinu Lloyd’s List er m. a. skýrt frá því að þeir noti orðalagið „depression approacbing“ eða „lægð á leiðinni“ þegar þeir vilja segja hver öðrum frá því að varð- skip nálgist. ---------------♦ DÝR YRÐI KROPPURINN ALLU R! Fyrsta skaðabótakrafan gegn eig- endum Andrea Doria og Stockliolm var að kvenfarþegi nokkur krafðist 35.700 punda vegna meiðsla á höfði, líkama og limum, sem orsakaðist vegna árekstursins. 213

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.